Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 42
Félag iðn- og tæknigreina, FIT, er eitt af fjölmörgum iðnfélög-um sem nýverið hafa flutt á Stórhöfða 31. „Það er mjög merkur áfangi að flest iðnfélögin séu nú saman komin í sameiginlegu hús- næði og hafi sameiginlegt síma- númer, 540-0100. Það er mikilvægt að iðnfélögin starfi saman til að efla heildarhag iðngreina. Sam- staðan eflist innan iðnaðarmanna- samfélagsins þegar menn vinna í svo miklu návígi og markmiðin verða skýrari,“ segir Gunnar Hall- dór Gunnarsson hjá FIT. Í ár eru 16 ár frá stofnun FIT en þó má segja að rætur þess liggi mun dýpra. „Vorið 2003 sameinuð- ust fimm félög, Bíliðnafélagið/ Félag blikksmiða, Málarafélag Reykjavíkur, Sunniðn, Félag bygg- ingariðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félag garðyrkjumanna í eitt félag undir merkjum FIT. Á næstu árum bættust fleiri við og í dag stendur FIT á grunni sautján félaga. Elsta félagið innan FIT er Múrara- félag Reykjavíkur sem stofnað var 1917 og því teygir sagan sig yfir heila öld og tveimur árum betur.“ Gunnar segir menn hafa séð mikla kosti í því að sameinast í eitt stórt félag. „Í öflugra félagi er félagsmönnum veittur betri stuðningur og félagið í heild sinni varð máttugri málsvari iðn- greinanna,“ segir hann og bætir við að félagsmenn FIT séu langt yfir fjögur þúsund í dag og þeim fari ört fjölgandi. En hver eru helstu baráttumálin? „Þau eru auðvitað bætt kaup og kjör félagsmanna en ekki síður að standa vörð um mennta- og velferðarkerfið. Við viljum bæta iðnmenntun á Íslandi og auka virðingu fyrir iðngreinum og iðnnámi. Í því sambandi fögnum við framlagningu frumvarps um jafngildingu iðnnáms og stúdents- prófs. Það er einnig ánægjulegt að sjá að æ fleiri konur sækja sér nám í þessum greinum.“ Gunnar segir Íslandsmót iðn- greina hafa gífurlega þýðingu fyrir Félag iðn- og tæknigreina enda sé mikilvægt að sýna þá fjölbreytni sem ríki í iðnnámi. Keppt er í fjölmörgum iðngreinum innan félagsins eins og bifreiðasmíði, bif- vélavirkjun, bílamálun, trésmíði, málaraiðn, málmsuðu, múraraiðn, pípulögnum, skrúðgarðyrkju, snyrtifræði, fataiðn, gull- og silfur- smíði, hársnyrtiiðn og blóma- skreytingum. „Það er skemmtilegt að geta sýnt grunnskólanem- endum góðar fyrirmyndir.“ Vilja auka virðingu iðnnáms Félag iðn- og tæknigreina, FIT, stendur á grunni sautján félaga sem hafa sameinast í baráttu sinni fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn sína og aukinni virðingu fyrir iðnmenntun á Íslandi. Gunnar Halldór Gunnarsson og Katrín Bryndísardóttir, starfsfólk Félags iðn- og tæknigreina. MYND/SIGTRYGGUR ARI Félögin í FIT 1. Múrarafélag Reykjavíkur 1917 2. Málarafélag Reykjavíkur 1928 3. Sveinafélag pípulagninga- manna 1932 4. Félag bifvélavirkja 1935 5. Félag blikksmiða 1935 6. Félag bifreiðasmiða 1938 7. Iðnsveinafélag Suðurnesja 1942 8. Félag garðyrkjumanna 27. júní 1943 9. Iðnaðarmannafélag Rang- æinga 1950 10. Félag bílamálara 24. nóvem- ber 1956 11. Félag byggingariðnaðar- manna Árnessýslu 1959 12. Sveinafélag járniðnaðar- manna í Vestmannaeyjum 1963 13. Sveinafélag málmiðnaðar- manna Akranesi 1966 14. Félag byggingariðnaðar- manna í Hafnarfirði 1967 15. Félag tækniteiknara 1969 16. Bíliðnafélag / Félag blikk- smiða 1991 17. Sunniðn 1995 Er fækkun iðnnema raun-veruleg eða hefur orðræðan orðið iðnmenntun að bana? spyr Agnes Ósk Guðjónsdóttir í BA-ritgerð sinni í félagsvísinda- og lagadeild við Háskólann á Bifröst sem hún skrifaði í fyrra. Umræðan hefur verið á þann hátt að vöntun sé á iðnaðarmönn- um og ríkisstjórnir setja í ríkis- stjórnarsáttmála sína að auka eigi veg og virðingu iðngreina svo um muni, en breytingar hafa látið á sér standa, stendur meðal annars. Niðurstöður Agnesar sýna að fækkunin sé ekki alvarleg ef litið er einungis á tölur og þær bornar saman við fjölda iðnaðarmanna frá ári til árs. Lítil fækkun iðnaðarmanna Ýmsu þarf að breyta í tengslum við menntun iðnaðarmanna til að geta mætt þörfum samfélagsins og nemenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 16 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVERKIÐN reykjafell.is Fagleg þjónusta við rafiðnað Reykjafell · Reykjavík, Akureyri og Reykjanebæ 588 6000 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -B 2 B 8 2 2 8 E -B 1 7 C 2 2 8 E -B 0 4 0 2 2 8 E -A F 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.