Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 48
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar vörur frá NO Secret NETVERSLUN WWW.BELLADONNA..IS Túnikur // Kjólar Kr. 11.900.- Str. 40-56 Fleiri litir og munstur Nýjar vörur Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 SMART FÖT, FYRIR SMART KONUR NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS Það blasir við að textíl-iðnaðurinn er afskaplega óumhverfisvænn og ljóst að endurvinnsla mun leika þar veiga- mikið hlutverk í framtíðinni,“ segir Katrín María Káradóttir, fagstjóri fatahönnunar við Lista- háskóla Íslands. Þar hafa sjö nemendur á 2. ári í fatahönnun unnið að glæsilegri hönnun í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins. „Það þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni þótt draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferð- um,“ segir Katrín María. „Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn óumhverfisvænan, en því má meðal annars breyta með því að gæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.“ „Win-Win“ fyrir alla Misbrigði IV er yfirskrift sýningar fata- hönnunar- nemanna í ár. „Við höfum rannsakað leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferða- fræði hönn- unar og beinum sjónum að tísku á Íslandi í tengslum við sjálf- bærni,“ útskýrir Katrín María um inntak verkefnisins sem er nú unnið fjórða árið í röð. „Vinnslu- ferlið er óskaplega skemmtilegt og alltaf gaman að vinna úr flíkum sem voru upp- runalega gerðar úr góðum efnum, þótt við fáum ekki alltaf þannig efnivið á borðið okkar,“ upp- lýsir Katrín María um skapandi ævintýri nemenda sinna. „Það er mikilvægt að fatahönnuðir fram- tíðar og nútíðar horfist í augu við raunveruleikann í sóun- inni, leiki sér með efniviðinn og veki athygli á því góða starfi sem Fatasöfnun Rauða krossins er. Þeir Sjálfbær tíska Endur- nýtta og æðislega hönnun má sjá í kvöld. MYNDIR/ SIGTRYGG- UR ARI Nemendur hafa staðið í ströngu að fullskapa hönnun sína. Glæsileg endurunnin skyrta með svörtum og rauðum borðum. Efniviður úr fatasöfnun RKÍ gefur hugmyndafluginu lausan tauminn. Glæstur og einstakur síðkjóll. Pífutoppur í mörgum grátónum. Dýrindis klæði úr ósöluhæfum flíkum verða sýnd á tískupöll- um Listaháskóla Íslands í kvöld þegar nemendur í fatahönnun sýna eigin fata- línur úr fatnaði úr fatasöfnun Rauða krossins. Katrín María Káradóttir. MYND/GODDUR aðstoða við flokkun í f lokkunarstöð Fata- söfnunarinnar og kynna sér allt ferlið af eigin raun. Því er verkefnið „win- win“ fyrir alla aðila,“ segir Katrín María. Augljós sóun Nemendurnir sem sýna á tískusýningunni í kvöld eru Angele Morel, Birgitta Björt Björnsdóttir, Carl Madsen, Gunnfríður Katrín Tómasdóttir, Isabella Lopez Molina, Sædís Ýr Jónasdóttir og Tranova Tra Vinh. „Það er talsvert um að útlendir nemendur vilji koma til náms á Íslandi og á meðal þeirra sjö sem sýna í kvöld eru skiptinemar frá Danmörku, Tékklandi og París, auk fatahönnunarnema sem kom hingað í fullt nám að utan,“ upp- lýsir Katrín María en frá Listahá- skólanum fara íslenskir nemendur einnig utan í skiptinám. „Það er gaman og gott að endur- vinna en best væri ef neytendur hugsuðu fatainnkaup sín til lengri tíma. Með tískusýningunni bendum við á augljósa sóun en það væri indælt ef fólk myndi smitast og gera sér ný klæði úr gömlum í fataskápum sínum. Við gerum of mikið af því að henda heilum fötum, enda sjáum við iðulega ónotaðar flíkur í Fatasöfnuninni,“ upplýsir Katrín María sem hvetur áhugasama til að koma í kvöld en líka á sýningu í Listaskólanum helgina 22. til 24. mars. „Þá gefst einstakt tækifæri til að skoða hönnunarferlið og fá dýpri innsýn í verkefnið.“ Tískusýningin í leikhúsrými Listaháskóla Íslands að Laugar- nesvegi 91 hefst klukkan 19 og 20 í kvöld. Gengið er inn um list- kennslugang. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að tryggja sér frí sæti á tix.is. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -A D C 8 2 2 8 E -A C 8 C 2 2 8 E -A B 5 0 2 2 8 E -A A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.