Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 64
TÓNLIST Giuseppe Verdi: La Traviata. Uppfærsla Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Bjarni Frí- mann Bjarnason. Leikstjórn: Oriol Tomas. Leikmynd: Simon Guilbault. Búningar: Sebastien Dionne. Lýsing: Erwann Bernard. Myndband: Felix Fradet-Faguy. Danshöfundur: Lucie Vigneault. Aðalhlutverk: Herdís Anna Jónasdóttir, Elmar Gilbertsson og Hrólfur Sæmundsson. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. Eldborg í Hörpu laugardaginn 9. mars. Nemendur í tónmennt í skóla í Bandaríkjunum voru einu sinni fengnir til að fara á óperuna La Traviata eftir Verdi og gera um hana stutt verkefni. Einn nemand­ inn misskildi óperuna hrapalega, því hann hélt að hún væri grín­ ópera. Honum fannst það hljóta að vera, því aðalpersónan, Víóletta, væri með berkla, en tækist samt að syngja fullum hálsi fram í andlátið. Það er sannleikskorn í þessu, eins og hjá Ceciliu Bartoli, sem heyra má á Spotify syngja hluta úr La Traviata. Söngurinn er svo fullur af lífi og ferskleika að það skýtur skökku við. Berklar leggjast yfirleitt á lungun og það væri kraftaverk ef hægt væri að syngja með slíkan sjúkdóm á loka­ stigi. En í tilfelli Herdísar Önnu Jón­ asdóttur í aðalhlutverki í uppfærslu Íslensku óperunnar sem frumsýnd var um helgina, trúir maður þessu. Hún virtist brothætt og viðkvæm. Söngurinn var vissulega tær, fal­ legur og gæddur viðeigandi þrótti, en túlkunin var samt sem áður eilítið kuldaleg. Blæbrigðin voru útfærð af hófsemi og ákveðinni fjarlægð. Fyrir bragðið smellpass­ aði frábær söngkonan í hlutverk deyjandi konu sem er búin að fá nóg af lífsstíl sínum sem gleðikona og þráir ákjósanlegri tilvist en veit að leikurinn er tapaður. Útkoman var beinlínis átakanleg. Á móti henni lék Elmar Gilberts­ son. Öfugt við Herdísi var söngur hans ástríðuþrunginn og litríkur. Leikur hans sem hinn blóðheiti en auðtrúa elskhugi, Alfredo, var sannfærandi. Röddin var dásam­ lega fögur, fullkomlega mótuð og unaðsleg. Það bókstaf lega sópaði að Elmari í hlutverkinu. Ta lsver t síðr i va r Hrólf u r Sæmundsson sem faðir Alfredos. Hann spilar minni en samt mikil­ væga rullu í sögunni, því hann eyði­ leggur samband sonar síns og Víól­ ettu, en sér eftir öllu saman þegar það er orðið of seint. Hrólfur hefur átt betri daga. Söngur hans á frum­ sýningunni var bældur og leikurinn stífur. Kannski háði sviðsskrekkur eða annar krankleiki honum; hann getur gert betur en þetta, eins og hann hefur margoft sannað. Von­ andi á hann eftir að hrökkva í gang á næstu sýningum. Aðrir söngvarar stóðu sig prýði­ lega. Hrafnhildur Árnadóttir er að mati undirritaðs rísandi stjarna, hún var stórfengleg á Vínartón­ leikunum síðustu og stóð sig með miklum ágætum nú. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir var einnig með allt á hreinu, og sömu sögu er að segja um Snorra Wium, Odd Arnþór Jóns­ son og fleiri. Kór Íslensku óperunnar naut sín undir stjórn Magnúsar Ragnars­ sonar. Söngur hans var þéttur og flottur, hljómmikill og hreinn; hann hefur aldrei verið betri. Hann var í hlutverki partígesta og það vantaði ekki stuðið. Hljómsveitin var líka afburðagóð, samspilið nákvæmt og kröftugt undir öruggri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Bjarni er auðvitað ekki bara hljómsveitar­ stjóri, heldur ber ábyrgð á því að allir, bæði hljóðfæraleikarar og söngvarar, séu samtaka og tónlistin í heild búi yfir réttu stemningunni. Það er til marks um fagmennsku og hæfileika hans að flæðið í tónlistar­ flutningnum var í senn grípandi og glæsilegt; maður gleymdi stund og stað. Leikstjórn Oriol Tomas var lif­ andi; hvergi var dauður punktur (nema í tilviki Hrólfs). Atburðarásin var óheft, spennan ávallt áþreifan­ leg og sífellt eitthvað athyglis­ vert sem bar fyrir augu. Búningar voru fagrir og listilegir, eggjandi dansar voru punkturinn yfir i­ið. Sviðsetningin var sérkapítuli út af fyrir sig, kóreógrafían flott og rann ágætlega saman við leikmyndina. Hún var skemmtilega abstrakt, vængir og risastórar pallíettur sem á var varpað síbreytilegum litum og myndskeiðum. Lýsingin skapaði líka hverja litasinfóníuna á fætur annarri. Útkoman var töfraheimur – akkúrat eins og ópera á að vera. La Traviata er enn ein glæsiupp­ færsla Íslensku óperunnar síðan Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók við stöðu óperustjóra fyrir nokkr­ um árum. Hún hefur svo sannarlega staðið sig með sóma. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Snilldarleg tónlist Verdis nýtur sín oftast til fulls í magnaðri uppfærslu íslensku óperunnar. Full af töfrandi söng og ómótstæðilegum litum  Stórstjörnur sýningarinnar, Elmar Gilbertsson og Herdís Anna Jónasdóttir. Frábær söngkona smellpassaði í hlutverkið og rödd hans var dásamlega fögur. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars Skráning fer fram á www.strandbunadur.is Fimmtudagurinn 21. mars Föstudagurinn 22. mars Heiti málstofa og námskeiðs: • Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi • Þróun í fiskeldi • Framfarir í laxeldi • Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag? • Salmon Farming in the North Atlantic • Algae Culture Extension Short-course Heiti málstofa: • Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar • Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks • Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Ísland • Tækniþróun – Landeldi • Tækniþróun – Hafeldi Stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í strandbúnaði Afhending gagna 09:00 www.strandbunadur.is 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -B 7 A 8 2 2 8 E -B 6 6 C 2 2 8 E -B 5 3 0 2 2 8 E -B 3 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.