Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Leiðin sem verka-
lýðsforystan leggur
til er ekki aðeins óvænleg til
árangurs heldur gæti hún
jafnvel skaðað lífskjör
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur
Viðskiptaráðs
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST
ramisland.is
EIGUM ÖRFÁA BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX.
BJÓÐUM UPP Á 35” TIL 42” BREYTINGAPAKKA.
35” - 37” BREYTTUR
UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
40” - 42” BREYTTUR
KJARAMÁL Of miklar launahækk-
anir í ferðaþjónustu og hótelrekstri
gætu haft þveröfug áhrif miðað við
það sem forystufólk verkalýðsfélag-
anna stefnir að. Séu rekstrarupplýs-
ingar hótela, sem fyrirhugaðar verk-
fallsaðgerðir beinast gegn, skoðaðar
bendi ýmislegt til þess að hann
gæti verið í járnum þó ekki komi til
launahækkana. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í nýbirtri skoðun
Viðskiptaráðs sem ber heitið Vel-
megunarkýrin leidd til slátrunar.
„Ef ferðaþjónustan í heild er
skoðuð þá hefur hluti launþega,
af því sem er til skiptanna, aukist
mun meira en það sem fer til lán-
veitenda og eigenda. Séu aðeins hót-
elin skoðuð þá er skiptingin nokkuð
jöfn,“ segir Konráð Guðjónsson,
hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Hagfræðingurinn bendir á að
vísbendingar séu á lofti um að það
muni harðna á dalnum í ár hjá
ferðaþjónustufyrirtækjum.
„Við sjáum ekki betur en svo að
rekstur hótelanna verði í járnum
jafnvel þótt það verði engar launa-
hækkanir. Framtíðin er auðvitað
óvissu háð svo við setjum upp
nokkrar sviðsmyndir. Af þeim að
dæma er mjög líklegt að það verði
taprekstur og í sumum sviðsmynd-
anna það mikill taprekstur að grípa
þarf til aðgerða. Á mannamáli þýðir
það að störf tapist,“ segir Konráð.
Mikilvægt sé að hafa í huga að
ferðaþjónustan er útf lutnings-
grein. Lífsgæði hér á landi hangi
saman við útflutning þjóðarinnar.
Forsenda þess að unnt sé að f lytja
inn vörur sé að eitthvað sé f lutt út
á móti.
„Ef hér verða launahækkanir
sem útf lutningsgreinar standa
ekki undir þá er ég ekki viss um
að gengið verði fellt líkt og áður.
Seðlabanki Íslands starfar eftir lög-
bundnu verðbólgumarkmiði. Mig
grunar að bankinn myndi halda
aftur af gengisveikingu með sölu
á hluta gjaldeyrisforðans. Þá er
hættan hreinlega sú að hér skapist
atvinnuleysi,“ segir Konráð.
Konráð segir að allir séu sam-
mála um að keppikeflið sé að bæta
kjör landsmanna og þá sérstaklega
hjá þeim sem lægst launin hafa.
Launahækkanir umfram verð-
mætasköpun séu aftur á móti ekki
leiðin til þess. Hins vegar sé mögu-
legt að auka framboð á húsnæði
auk þess sem sveitarfélög gætu
komið til móts við almenning og
fyrirtæki með lækkun fasteigna-
gjalda. Hlutur ríkisins gæti á móti
miðað að því að lækka trygginga-
gjaldið, auka stuðning við barna-
fjölskyldur, auka veg nýsköpunar
og plægja akurinn fyrir lækkun
vaxta svo nokkur dæmi séu tekin.
„Leiðin sem verkalýðsforystan
leggur til er ekki aðeins óvænleg
til árangurs heldur gæti hún jafn-
vel skaðað lífskjör, sérstaklega hjá
þeim sem lægstu launin hafa, ef
atvinnuleysi fer á f lug,“ segir Kon-
ráð.
joli@frettabladid.is
Rekstur hótela í járnum þó
ekki komi til launahækkana
Viðskiptaráð segir vísbendingar um að harðna muni á dalnum í ár hjá ferðaþjónustunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR
SKATTAR Maður sem starfaði sem
gestaprófessor í Indlandi árið 2017
þarf að greiða skatta af tekjum
sínum vegna starfsins bæði þar ytra
og hér heima. Þetta er niðurstaða
yfirskattanefndar (YSKN).
Maðurinn starfaði sem gestapró-
fessor, þó sem launamaður, erlendis
hluta ársins 2017. Vegna þessa taldi
hann fram á skattframtali sínu
tekjur upp á rúmlega 10 milljónir
króna. Bættust þær við tæplega 18,5
milljónir sem hann hafði hér heima.
Kennarinn gaf tekjur sínar upp
erlendis og greiddi þar af þeim skatt.
Taldi hann að þar sem í gildi væri tví-
sköttunarsamningur milli Íslands og
Indlands bæri honum ekki að greiða
skatt af þeim aftur hér á landi. Ríkis-
skattstjóri (RSK) taldi á móti að ekki
bæri að greiða skatt af þeim erlendis
heldur skyldu þær skattlagðar hér
heima þar sem viðkomandi hefði
skattalega heimilisfesti á Íslandi.
YSKN staðfesti niðurstöðu RSK
með þeirri athugasemd að skattaleg
meðferð ytra gæti ekki haft áhrif hér
heima. Tvísköttunarsamningurinn
hefði þó að geyma sérstök úrræði
ef hann telur skattlagningu ekki
í samræmi við samninginn. Geti
gjaldandi þá lagt málið fyrir bært
stjórnvald í því samningsríki þar
sem hann er heimilisfastur. Leysi
bært stjórnvald ekki úr málinu á
viðunandi hátt skuli leitast við að
leysa málið með samkomulagi við
bært stjórnvald í hinu samnings-
ríkinu. – jóe
Prófessor greiði skatt af kennslu á Indlandi þar og hér heima
Vísbendingar um að
ferðamönnum fækki
og nýting á hótelher-
bergjum dragist saman,
samkvæmt skoðun
Viðskiptaráðs. Miklar
launahækkanir gætu
haft þveröfug áhrif á
það sem stefnt er að.
LEIÐRÉTTING
Á síðu fjögur í helgarblaði
Fréttablaðsins 16. mars var
prentuð mynd af Bjarna Jónssyni,
stjórnarformanni Íslandspósts,
í stað myndar af Ingimundi
Sigurpálssyni, fráfarandi
forstjóra fyrirtækisins. Beðist
er velvirðingar á þessum leiðu
mistökum.
KJARAMÁL „Ég vænti góðs símtals
um helgina en það hefur enn ekki
komið,“ segir Björn Snæbjörnsson,
formaður Starfsgreinasambandsins
(SGS).
Fyrir helgi samþykktu sextán
aðildarfélög SGS að slíta formlega
viðræðum við Samtök atvinnulífs-
ins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA
um helgina. Samningsaðilar funda
hjá ríkissáttasemjara klukkan ell-
efu í dag. Ef engin breyting verður á
stöðunni þar verður viðræðunum
slitið.
„Það er ekki kominn samningur
fyrr en það er kominn samningur.
Það eru nokkur atriði sem hafa ekki
gengið upp og það getur oft verið
erfitt þó menn haldi að það sé lítið
eftir til að ná landi,“ segir Björn.
Málið sem út af stendur eru vinnu-
tímatillögur SA að sögn Björns.
„Stundum eru menn við það
að handsala samkomulagið og þá
getur allt hrunið. Oft veltir lítil
þúfa þungu hlassi svo það er ekki
hægt að segja hvort þetta er alveg
að koma eður ei,“ segir Björn. – jóe
Slíta viðræðum
ef ekkert þokast
1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
3
-6
B
2
C
2
2
9
3
-6
9
F
0
2
2
9
3
-6
8
B
4
2
2
9
3
-6
7
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K