Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 6
Ódýrasta borgin þetta
árið er höfuðborg Litháens,
Vilnius
Málið er sagt á við-
kvæmu stigi og ljóst er að
nokkur titringur er innan
lögreglunnar.
Frjáls
samkeppni
EES-samningurinn hefur haft ómæld áhrif á íslenska löggjöf; réttindi og skyldur ríkis,
fyrirtækja og einstaklinga - umgjörð alls samfélagsins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, mun fara yfir þýðingu samningsins fyrir beitingu samkeppnisreglna
og samkeppnishæfni Íslands.
Fundarstjóri verður Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild HR.
Fundurinn fer fram á íslensku
EES Í ALDARFJÓRÐUNG
OPINN FUNDUR
Þriðjudaginn 19. mars
Kl. 12.10-12.45
Háskólinn í Reykjavík
Stofa M209
Páll Gunnar Pálsson
LÖGREGLUMÁL Mikillar óánægju
gætir hjá lögregluumdæmum lands-
ins með rekstur Bílamiðstöðvar
ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin
hefur verið starfrækt hjá embætt-
inu frá aldamótum og hafði það að
markmiði að auka hagkvæmni með
sameiginlegum rekstri bílaflotans
fyrir allt landið. Það markmið mun
hafa snúist upp í andhverfu sína og
leiguverðið sem embættin greiði
fyrir bílana hafi hækkað svo úr
hófi að ekkert samræmi sé lengur
milli raun- og rekstrarkostnaðar
og fjárhæðanna sem renni til Bíla-
miðstöðvarinnar frá lögregluemb-
ættunum. Hjá minni embættunum
sé um langstærsta útgjaldaliðinn að
ræða, að frátöldum launakostnaði.
Rekstur bílaf lotans er nú til
skoðunar hjá starfshópi sem ríkis-
lögreglustjóri hefur sett saman. Í
svari við fyrirspurn Fréttablaðsins
segir Haraldur Jóhannesson ríkis-
lögreglustjóri að vinnunni sé ekki
lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi.
Stefnt sé að því
að v i n nu n n i
ljúki á vormán-
uðum. Í starfs-
hópnum sitja
y f i rlög reg lu-
þjónar af land-
inu öllu undir
formennsku fulltrúa
ríkislögreglustjóra.
Sa m k væmt heimi ldu m
Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt
á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem
sýnir að málin eru í algerum ólestri.
Með úttektinni fylgir tillaga að
framtíðarfyrirkomulagi og hefur
hún verið kynnt fyrir lögreglu-
stjórum allra lögregluumdæma.
Aðeins yfirlögregluþjónar og lög-
reglustjórar hafa úttektina undir
höndum og halda henni þétt að sér.
Málið er sagt á viðkvæmu stigi og
ljóst er að nokkur titringur er innan
lögreglunnar vegna málsins. Heim-
Rekstur lögreglubílaflotans í
ólestri og sligi sum embættin
Óánægja hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem átti að
auka hagkvæmni í rekstri lögreglubílaflotans. Það hafi snúist upp í andhverfu sína. Verst sé staðan hjá
minni embættunum þar sem um er að ræða langstærsta útgjaldaliðinn, að frátöldum launakostnaði.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Helgarfríið kostar mismikið í Evrópu
Fimm dýrustu borgirnar:
1. Reykjavík - 71.936 kr.
2. Amsterdam - 69.087 kr.
3. Ósló - 69.058 kr.
4. Helsinki - 68.412 kr.
5. Kaupmannahöfn - 63.951 kr.
Fimm ódýrustu borgirnar:
1. Vilnius - 22.913 kr.
2. Belgrad - 23.569 kr.
3. Varsjá 24.934 kr.
4. Istanbúl 25.942 kr.
5. Búkarest - 26.084 kr.
FLUGMÁL Gögn úr flugrita 737 MAX
8 f lugvél Ethiopian Airlines, sem
fórst fyrir viku, benda til þess að lík-
indi séu með flugslysi við strendur
Indónesíu í október á síðasta ári.
Samgöngumálaráðherra Eþíópíu
greindi frá þessu í gær.
Alls fórust 157 í mannskæðu flug-
slysi í Eþíópíu fyrir viku. Um var
að ræða annað f lugslys 737 MAX
8 vélar á innan við hálfu ári, en í
októberlok á síðasta ári fórst vél
f lugfélagsins Lion Air með þeim
af leiðingum að 189 létust. Í kjöl-
farið kyrrsetti f jöldi f lugfélaga
og f lugmálayfirvalda um heim
allan vélarnar, eða tóku þær tíma-
bundið úr rekstri. Icelandair greindi
frá því á þriðjudaginn að félagið
hefði tekið vélarnar úr rekstri um
óákveðinn tíma.
Samgönguráðherra sagði að við
fyrstu skoðun á gögnum flugritans
hefði verið tekið eftir augljósum lík-
indum milli f lugslysanna tveggja.
Gögnin bendi til þess að f lughæð
vélanna hafi sveif last hratt. The
Seattle Times greindi frá því í gær
að bandarísk f lugmálayfirvöld
hefðu gefið út að öryggisúttekt
f lugvélaframleiðandans Boeing á
f lugstjórnarkerfi MAX-farþega-
þotanna hafi haft nokkra alvarlega
galla. – bsp
Augljós líkindi
með báðum
slysunum
NEYTENDUR Reykjavík er dýrasta
ferðamannaborg Evrópu sam-
kvæmt árlegri verðkönnun bresku
póstþjónustunnar. Samkvæmt
úttektinni kostar helgi í höfuðborg-
inni um 463 pund eða rétt tæpar 72
þúsund krónur.
Breska póstþjónustan tekur á
hverju ári saman kostnaðinn við að
eyða einni helgi í tilteknum borgum
í Evrópu. Reiknaðir eru saman
nokkrir þættir sem endurspegla
verðið á húsnæði, samgöngum og
fæði ásamt aðgangi í helstu söfn.
Ódýrasta borgin þetta árið er
Dýrast að eyða helgi í Reykjavík af öllum höfuðborgum Evrópu
höfuðborg Litháens, Vilníus, en
borgaryfirvöld hafa lagt mikið upp
úr því að fá til sín ferðamenn. Fóru
þau nýverið í kynningaherferð fyrir
borgina sem vakti athygli, en þar er
borgin markaðssett sem G-blettur
Evrópu. „Enginn veit hvar hún er,
en þegar þú finnur hana er hún frá-
bær,“ segir slagorð kynningarher-
ferðarinnar. – jmt
ildarmenn blaðsins segja fullvíst
að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislög-
reglustjóra verði hætt. Finna verði
nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn,
enda sé orðið ódýrara fyrir lög-
regluembættin að vera á bílaleigu-
bílum en eigin bílum.
Samkvæmt heimildarmönnum
blaðsins hefur hallarekstri á Bíla-
miðstöðinni á undanförnum árum
verið varpað á embættin öll og
hefur til dæmis haft þau áhrif sum-
staðar að hámark hefur verið sett á
leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt
hafi bein áhrif á störf lögreglunnar.
Þá herma heimildir blaðsins að
rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé
ekki aðgreindur frá öðrum rekstri
ríkislögreglustjóra og því ekki
hlaupið að því að fá skýra yfirsýn
yfir reksturinn.
Mun óánægja lögreglustjóra og
yfirlögregluþjóna um landið lúta
annars vegar að því að fjárhæðirnar
sem lögregluumdæmin greiða fyrir
leigu á bílum sé ekki í samræmi við
raunkostnað og rekstur bílanna
og hins vegar gangi seint og illa
að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir
háar fjárhæðir sem renni frá emb-
ættunum til ríkislögreglustjóra og
embættin þurfi að notast við bæði
gamla og mikið ekna bíla.
adalheidur@frettabladid.is
SLÓVAKÍA Zuzana Caputova hlaut
flest atkvæði í fyrri umferð forseta-
kosninga í Slóvakíu um helgina.
Síðari umferðin fer fram 30. mars.
Caputova, sem hefur enga reynslu
úr opinbera geiranum, hlaut 40,5
prósent atkvæða. Maros Sefcovic,
frambjóðandi Smer f lokksins sem
fer fyrir ríkisstjórn, fékk 18,7 pró-
sent.
Líklegt þykir að Caputova muni
bera sigur úr býtum. Hún tilheyrir
frjálslyndum, Evrópusinnuðum
flokki. Sá á sem stendur engan þing-
mann á slóvakíska þinginu. Víða í
Austur-Evrópu hefur almenningur
heldur hallast í átt að þjóðernissinn-
uðum flokkum.
Embætti forseta er að mestu tákn-
rænt í Slóvakíu en þó hefur hann
neitunarvald við skipun saksóknara
og dómara. Réttarkerfið í landinu er
spillt og Caputova lofað að skera upp
herör gegn spillingu. – jóe
Frjálslynd hlaut
felst atkvæði
Vél Ethopian Airlines fórst fyrir
viku. NORDICPHOTOS/GETTY
1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
3
-7
E
E
C
2
2
9
3
-7
D
B
0
2
2
9
3
-7
C
7
4
2
2
9
3
-7
B
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K