Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ég legg því til
að fólk sem
borgar
afborganir af
námslánum
fái að draga
þær greiðslur
að hluta til
eða að öllu
leyti frá
skatti
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þetta sama
fólk fann
fyrir greini-
legri andúð í
sinn garð,
jafnvel
fyrirlitningu,
og sjálfsagt
þótti að
hæðast að því
enda þótti
það ekki
ganga í takt
við samtím-
ann.
Ekki er ýkja langt síðan þeir einstaklingar sem töluðu máli umhverfisverndar og skil-greindu sig sem andstæðinga virkjana voru stimplaðir sem afturhaldssinnar sem væru á móti framförum og atvinnuuppbyggingu. Þetta sama fólk fann fyrir greinilegri andúð
í sinn garð, jafnvel fyrirlitningu, og sjálfsagt þótti að
hæðast að því enda þótti það ekki ganga í takt við sam-
tímann. Nú eru viðhorfin að mestu breytt. Langflestum
er orðið ljóst að maðurinn hefur gengið svo rösklega
fram við að raska náttúrunni og menga umhverfi sitt að
stórkostleg hætta steðjar að lífi á jörðinni.
Ríkisstjórnir heims telja sig þó margar vera að
bregðast við vandanum og eru með alls kyns áætlanir
á prjónunum. Meinið er að þær áætlanir takmarkast
við lítil skref sem eiga að skila einhverjum árangri ein-
hvern tímann seinna. Mannkynið er einfaldlega svo
latt að það nennir ekki að taka strax þau stóru skref
sem þarf eigi að takast að vernda jörðina og líf á henni.
Viðvörunarljósin blikka. Á dögunum birtist til dæmis
ný rannsókn vísindamanna sem sýnir að rúmlega 1.200
dýrategundir um allan heim eiga á hættu að deyja út.
Ætli mannkynið að lulla áfram á sama hægagangi og
áður í áhugaleysi sínu á náttúruvernd verður þessum
tegundum ekki bjargað.
Einn helsti og einlægasti talsmaður umhverfisvernd-
ar hér á landi er rithöfundurinn Andri Snær Magnason,
sem sannarlega hefur fengið yfir sig töluverðan slatta
af svívirðingum og skömmum fyrir þá baráttu sína.
Nýlega gerði hann Parísarsáttmálann að umtalsefni í
sjónvarpsþætti og það markmið sáttmálans að halda
hnattrænni hlýnun undir tveimur gráðum. Hann segir
að þessi viðmið skili engu nema frekari hörmungum.
„Ef við náum 1,5 gráðum en ekki tveimur þá deyja ekki
nema 90 prósent af kóralrifjunum,“ sagði hann og bætti
kaldhæðnislega við: „Já, frábært. Ekki nema 90 prósent,
stefnum að því!“
Það er vissulega betra að bjarga einhverju en engu en
björgunarleiðangur leiðtoga heims verður ekki flokk-
aður öðru vísi en æði máttleysislegur. Um leið er ljóst
að engin ástæða er til bjartsýni varðandi hinar 1.200
dýrategundir sem munu vísast deyja drottni sínum og
sjást ei meir.
Á sama tíma og leiðtogar heims eru að bregðast er
æska heimsins í kapphlaupi við tímann. Hún skrópar í
skólanum og krefst aðgerða til að bjarga náttúru og lífi.
„Ekki seinna, heldur strax,“ segir æskan. Ríkisstjórnir
og skólayfirvöld hafa víða sent henni þau skilaboð að
halda sig í skólanum í stað þess að hafa of mikið af sjálf-
stæðum skoðunum. Æskan hlustar blessunarlega ekki
á það enda eiga ungmenni ekki að eyða alltof miklum
tíma í skólanum. Skólastofur virka alltof oft á unga og
skapandi einstaklinga eins og niðurdrepandi geymslu-
stofnanir. Æskan hefur þarfari hlutum að gegna, eins og
því að gera tilraun til að bjarga heiminum.
Því miður virðist ekkert benda til að æskunni verði
að ósk sinni og ráðamenn grípi til aðgerða strax, þær
eiga að verða seinna. Þetta „seinna“ kemur örugglega of
seint.
Seinna
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Það hefur verið almenn skoðun á Íslandi að menntun borgi sig, bæði fyrir ein-staklinginn og samfélagið. Menntun er talin
auka verðmætasköpun, framleiðslu og um leið
almenna velmegun í samfélaginu. Hvað ein-
staklinginn snertir eykur menntun möguleika á
vinnumarkaði. Það er spurning um hvort aukin
menntun leiði til hærri tekna á Íslandi.
Bent hefur verið á að háskólamenntun leiðir til
einhverrar launahækkunar en ekki svo að hún
borgi sig fjárhagslega. Langflestir sem stunda
og hafa klárað háskólanám taka námslán til að
framfleyta sér á meðan á námi stendur. Almenna
reglan er að fólk byrjar að greiða af námslánum
tveimur árum eftir námslok. Þeir sem greiða
af borganir af námslánum mega búast við því að
greiða ein útborguð mánaðarlaun á ári í af borg-
anir og vexti þar sem af borganirnar eru tekju-
tengdar.
Það getur verið þungur baggi að bera fyrir ungt
fólk sem hefur varið nokkrum árum í háskóla-
nám, að skulda milljónir í námslán og hefja
endurgreiðslur sem samsvara einum útborg-
uðum mánaðarlaunum á ári. Þetta sama fólk er
oft í „pakkanum“, það er að koma sér upp hús-
næði, eignast börn og vinnur langan vinnudag.
Að skulda námslán getur dregið úr möguleikum
fólks á að standast greiðslumat vegna fasteigna-
kaupa.
Ég legg því til að fólk sem borgar af borganir af
námslánum fái að draga þær greiðslur að hluta til
eða að öllu leyti frá skatti. Ég tel þetta fyrirkomu-
lag auðvelda til muna fólki að eignast þak yfir
höfuðið og það hvetur einnig ungt fólk í frekara
nám sem kemur öllu samfélaginu til góða. Fyrir
mér er þetta réttlætismál, að létta undir með
ungu fólki sem er að nýta sína þekkingu sam-
félaginu til góða.
Því skora ég á stéttarfélög, þó sérstaklega BHM,
að fara fram á að af borgarnir af námslánum verði
frádráttarbærar frá skatti.
Er mennt máttur?
Gunnar
Alexander
Ólafsson
heilsuhagfræð-
ingur
Í hjarta Framsóknar
Flokksstjórnarfundur Samfylk-
ingarinnar fór fram um helgina
með tilheyrandi dagskrá. Að
þessu sinni þurfti f lokksfólk
að leggja leið sína í fallegasta
dal landsins, Norðurárdal í
Borgarfirði, en fundurinn fór
fram á Bifröst. Einhvern tímann
hefði það þótt tíðindum sæta að
jafnaðarmannaf lokkur landsins
héldi slíkan fund á stað sem
skipar svo ríkan sess í sögu sam-
vinnustefnunnar. Ekki nóg með
að fundurinn færi fram á Bifröst
heldur ber fundarsalurinn heitið
Hrif la. Rúsínan í pylsuendanum
hefði að sjálfsögðu verið ef
formaðurinn héti Jónas en ekki
Logi.
Engin gúrkutíð
Dómur MDE í liðinni viku og
afsögn dómsmálaráðherra voru
eðli málsins samkvæmt fyrir-
ferðarmikil í fréttum. Það þýddi
hins vegar að önnur mál lentu
undir í baráttunni um athygli
neytenda fjölmiðla. Bankaráð
Íslands- og Landbanka hefðu
ef laust kosið að lækkun á
launum stjóra beggja banka
hefðu f logið hærra og sömu sögu
er að segja af atkvæðagreiðslum
VR. Sjávarútvegsráðherra ákvað
á móti að lauma í gegn eins og
einu frumvarpi um kvótasetn-
ingu á makríl og stjórnendur
Íslandspósts fagna vafalaust hve
litla athygli slæm af koma fyrir-
tækisins fékk.
joli@frettabladid.is
1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
3
-6
6
3
C
2
2
9
3
-6
5
0
0
2
2
9
3
-6
3
C
4
2
2
9
3
-6
2
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K