Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 14
Í öðru lagi getur ákvörðun
um áfrýjun ekki tekið mið
af pólitískum hagsmunum
fyrrverandi dómsmálaráð-
herra, sem sér þetta sem
líflínu til sín, né heldur má
þetta snúast um stöðu þeirra
fjögurra dómara sem nú eru
vissulega í afleitri stöðu.
Tilfinningahiti sem endur-
speglar kjaraviðræður er
hins vegar lítt fallinn til
lausna. Hnúturinn herðist.
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Panodil-LB-5x10 copy.pdf 1 06/11/2018 11:46
Dómur Mannréttindadóm-stóls Evrópu (MDE) frá 12. marz sl. í máli GAÁ gegn
íslenska ríkinu kom ekki öllum á
óvart. Margir í lögfræðingastétt, þ.á
m. undirritaður, töldu meiri líkur
en minni að þetta yrði niðurstaðan.
Einnig átti dómurinn ekki að koma
stjórnvöldum á óvart þegar hafður er
í huga sá forgangur sem dómstóllinn
veitti málinu strax í upphafi. Gaf það
ákveðnar vísbendingar um að svona
gæti farið og gaf fullt tilefni til þess
fyrir stjórnvöld að vera klár með við-
bragðsáætlun.
Sumir stjórnmálamenn hafa lagt
mikið upp úr því að dómurinn hafi
verið klofinn í afstöðu sinni (5-2)
auk þess sem „forseti dómsins“ hafi
staðið að minnihlutaatkvæði.
Í fyrsta lagi er rétt að halda því
til haga að fulltrúi Íslands í MDE,
Róbert Spanó, er forseti deildar-
innar. Hann víkur hins vegar úr for-
setastól þegar kemur að málefnum
Íslands. Það var því varaforseti deild-
arinnar sem var í forsæti í þessu máli
og stóð að minnihlutaatkvæðinu.
Í öðru lagi er sláandi þegar
dómurinn er lesinn, að á sama
tíma og dómur meirihlutans er
ákaf lega vandaður bæði að orð-
færi, uppbyggingu niðurstöðu
og rökstuðningi; í hefðbundnum
stíl dómara, sver atkvæði minni-
hlutans sig meira í ætt við stóryrta
blaðagrein. Er býzna óvenjulegt að
sjá í dómi orð eins og „overkill“ og
að þannig sé tekið til orða: „þó að
flugmaðurinn hafi gert mistök við
stjórn vélarinnar sé óþarfi að skjóta
vélina niður.“ Sjálf krafa verður
minna mark takandi á dóms-
niðurstöðu sem rökstudd er með
svo óhefðbundnum og ólögfræði-
legum hætti. Einnig vekur athygli
að minnihlutinn notar það sem
röksemd að af leiðingar dómsins
séu drastískar; við hann opnist pan-
dórubox ómerkingarkrafna o.s.frv.
Miklar afleiðingar dómsniðurstöðu
í aðildarríki er hins vegar ekki
málsástæða sem MDE getur byggt
á; honum ber einfaldlega að túlka
ákvæði Mannréttindasáttmála Evr-
ópu (MSE) og dæma samkvæmt því.
Dómur MDE er mjög einfaldur í
uppbyggingu og skýr í rökstuðn-
ingi. Hann bendir á hið augljósa
sem er að Hæstiréttur Íslands hafi í
þeim málum sem höfðuð hafi verið
af umsækjendum um dómaraemb-
ætti og ýtt var út af lista þeim sem
lagður var fyrir Alþingi, komist að
þeirri niðurstöðu annars vegar að
dómsmálaráðherra hafi brotið gegn
stjórnsýslulögum þegar hún tók út
fjóra umsækjendur út af þeim 15
manna lista, sem hæfisnefnd hafði
talið hæfustu umsækjendurna og
setti aðra fjóra umsækjendur inn á
listann og svo hins vegar að Alþingi
hafi brotið gegn ákvæðum dóm-
stólalaga með því að kjósa í einu
lagi um öll 15 dómaraefnin, en ekki
hvert um sig. Hæstiréttur hafi vissu-
lega ekki talið að þetta leiddi til þess
að dómstóllinn væri ekki skipaður
skv. lögum þannig að varðaði við 6.
gr. MSE um réttláta málsmeðferð.
En þegar kemur að ætluðum brot-
um gegn MSE hefur MDE hins vegar
síðasta orðið og það var niðurstað-
an að vegna téðra annmarka sem
Hæstiréttur hafði staðfest, væru
fjórmenningarnir sem færðir voru
inn á 15 manna listann ekki löglega
skipaðir í skilningi MSE.
Viðbrögð við dómi MDE eru í
grófum dráttum þrískipt. Fyrst
eru þeir sem segja að ekki eigi að
bregðast við dómnum með neinum
hætti; niðurstaðan sé ekki bindandi
og eigi Landsréttur og ríkisstjórn að
leiða hana hjá sér. Þessi leið er ekki
fær. Dómar MDE eru þjóðréttarlega
skuldbindandi fyrir Ísland aukin-
heldur sem íslenskir dómstólar hafa
ávallt og undatekningalaust beygt
sig undir túlkanir MDE á ákvæðum
MSE. Væri það frekar öfugsnúið,
loks þegar dómur MDE beindist
að dómurunum sjálfum, að hunza
niðurstöðu MDE.
Aðrir, þ.á m. forsætisráðherra
og nýskipaður dómsmálaráðherra
telja að málið sé það mikilvægt,
bæði á landsvísu og í Evrópu, að
hugsanlega sé rétt að áfrýja málinu
til yfirdeildar MDE. Þriðji kostur-
inn er sá að una niðurstöðu MDE og
grípa strax til aðgerða við að koma
málefnum Landsréttar í rétt horf til
frambúðar. Er athyglisvert að Dóm-
stólasýslan hefur hefur mælt fyrir
þessu og goldið varhug við því að
áfrýjað sé til yfirdeildar. Tekið er
undir þau sjónarmið.
Í fyrsta lagi er afar ólíklegt að yfir-
deildin snúi við þessari niðurstöðu,
þó vel megi ætla að hún samþykki
að taka málið fyrir. Er það bæði
vegna þess hve vel rökstuddur dóm-
urinn er og svo í annan stað vegna
þess að niðurstaðan í þessu máli
eru skýr skilaboð til stjórnvalda í
löndum eins og Póllandi og Ung-
verjalandi að vera ekki að veitast
að sjálfstæði dómstóla landanna.
Í öðru lagi getur ákvörðun um
áfrýjun ekki tekið mið af pólit-
ískum hagsmunum fyrrverandi
dómsmálaráðherra, sem sér þetta
sem líf línu til sín, né heldur má
þetta snúast um stöðu þeirra fjög-
urra dómara sem nú eru vissulega
í afleitri stöðu. Horfa ber á málið út
frá almannahagsmunum. Það eru
hagsmunir almennings í landinu
að dómskerfið starfi með eðlilegum
hætti og að hinn nýi áfrýjunar-
dómstóll, Landsréttur, hangi ekki
í lausu lofti. Áfrýjun til yfirdeildar
gerir ekkert annað en framlengja
óvissuna og magna upp það hörm-
ungarástand sem skapast hefur og
verður orðið enn súrara eftir vænt-
anlega staðfestingu yfirdeildar en
nú er. Og er ekki á bætandi.
Ekki verði áfrýjað til yfirdeildar
Sveinn Andri
Sveinsson,
lögmaður
Ekki verður annað séð en að kjaradeila Eflingar og VR við SA sé komin í hnút, rembihnút
sem ekki virðist leystur af þeim sem
hnýttu. Of mikið er undir til að
ásættanlegt sé fyrir samfélagið að
láta málið afskiptalaust. Að örfáir
hafi örlög heildarinnar í hendi sér.
Við upphaf verkfallsréttarins beind-
ust verkföll að atvinnurekendum
félagsmanna. Kjarasamningur var
gagnkvæmur ávinningur þeirra
sem málið varðaði. Allsherjarverk-
föll voru undantekning. Nú er þetta
breytt. Fámennir hópar hafa allt
samfélagið undir í sinni kröfugerð.
Verkföll þeirra hafa afleiðingar fyrir
heildina sem hefur enga lýðræðis-
lega aðkomu að deilunni. Lög um
stéttarfélög og vinnudeilur bæta úr
þessu að hluta. Þau kveða á um að
ríkisstjórnin geti skipað sérstaka
sáttanefnd, ef sýnt þykir að vinnu-
deila hafi mjög alvarlegar afleiðing-
ar. Áður en slík nefnd er skipuð skal
hafa samráð við ríkissáttasemjara
og deiluaðila. Sá möguleiki er einnig
fyrir hendi, ef samningaumleitanir
ríkissáttasemjara bera ekki árang-
ur, að hann leggi fram miðlunartil-
lögu til lausnar deilu.
Sú reiði sem nú ríkir í hugum
fólks á rót sína í ófyrirleitnum
launahækkunum hátekjufólks,
misskiptingu auðs og vanvirðingu
og samningsbrotum sem aðilar
í byggingargreinum og ferða-
þjónustu hafa sýnt verkafólki og
íslensku samfélagi. Tilfinningahiti
sem endurspeglar kjaraviðræður
er hins vegar lítt fallinn til lausna.
Hnúturinn herðist.
Skilyrði laga um miðlunartillögu
virðast vera fyrir hendi, að litlar
horfur séu á samkomulagi, þrátt
fyrir viðræður aðila og að samn-
ingar hafi verið lausir um tíma og að
aðilum hafi gefist kostur á að þrýsta
á um kröfur sínar. Vilji sáttasemjari
leggja fram miðlunartillögu, þarf
hann að kynna hana aðilum þann-
ig að þeim gefist kostur á að koma
á framfæri athugasemdum. Miðl-
unartillaga setur pressu á aðila að
ná samningum, standi vilji þeirra
til þess.
Miðlunartillaga skal borin undir
atkvæði allra atkvæðisbærra aðila
og henni svarað játandi eða neit-
andi. Miðlunartillaga telst felld í
atkvæðagreiðslu ef meira en helm-
ingur greiddra atkvæða er á móti
henni og ef mótatkvæði eru fleiri en
fjórðungur, þ.e. 25% atkvæða sam-
kvæmt atkvæða- eða félagaskrá.
Þar sem ríkar kröfur eru gerðar um
kjörsókn, þarf að vanda til verka um
miðlunartillöguna, þannig að hún
uppfylli sem best sjónarmið beggja
deiluaðila.
Í núverandi kjaradeilu eru sjónar-
mið SA þau að viðhalda stöðugleika
og kaupmáttaraukningu, frekar en
miklar kauphækkanir sem leiða til
verðbólgu og samdráttar. Efling, VR
og SGS, leggja megináherslu á að
auka tekjur hinna lægst launuðu,
kaupmáttaraukningu og úrlausn
í húsnæðis- og skattamálum. Um
þessi sjónarmið og mannréttindi
virðist ríkja vísir að þjóðarsátt án
þess að stöðugleika verði ógnað.
Þeir sem eru á lægstu launa-
töxtum, án álaga, bera of lítið úr
býtum. Það þarf að laga. Fyrir liggur
afstaða ríkisvaldsins til endurbóta
í húsnæðiskerfinu og breyttu fyrir-
komulagi tekjubóta og skattkerfis-
ins. Til lausnar deilunni virðist
skynsamlegt að ríkisstjórnin skipi
sáttanefnd, svo fljótt sem verða má.
Það yrði hlutverk nefndarinnar að
samræma sjónarmið og leggja, eftir
atvikum, fram sáttatillögu, drög að
þjóðarsátt, eða, ef um þryti, drög að
miðlunartillögu ríkissáttasemjara
sem kosið yrði um, með hliðsjón af
félagslegum úrbótum ríkisins. Það
er of mikið í húfi fyrir of marga til
að láta kjaradeilu Ef lingar og VR
við SA afskiptalausa öllu lengur.
Hún er ekkert einkamál. Það þarf
að höggva á hnútinn.
Kjaradeilan – Að höggva á hnútinn
Skúli Thorodd-
sen
lögfræðingur
1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
3
-6
1
4
C
2
2
9
3
-6
0
1
0
2
2
9
3
-5
E
D
4
2
2
9
3
-5
D
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K