Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.03.2019, Blaðsíða 38
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gerður Guðvarðardóttir Möller Brekatúni 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. mars. Útför hennar mun fara fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 13.30. Páll Geir Möller Friðný Möller Hákon Jóhannesson Arna Möller Klas Rydenskog Alfreð Möller ömmu- og langömmubörn. Það voru rúmlega f imm þúsund manns sem mættu í Hof, menningarhús Akur-eyrar, um nýliðna helgi á Local Food Festival, sam-kvæmt Davíð Rúnari Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra hátíðarinn- ar. „Sýningin er haldin annað hvert ár og er afsprengi Matur-Inn sýningarinnar sem haldin hefur verið á Norðurlandi til fjölda ára,“ segir hann. „Fáir viðburðir eru fjölsóttari á Norðurlandi.“ Davíð segir hátíðina eiga að endurspegla styrk Norðurlands sem stærsta matvælafram- leiðslusvæði landsins. „Þarna er kjör- inn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferða- þjónustu og verslun tengdri þessu.“ Davíð segir hátíðina hafa verið ein- staklega vel heppnaða. „Fjöldinn allur af fyrirtækjum úr héraði voru með kynn- ingar á sínum vörum. Markaðstorg var á svæðinu og Iðnaðarsafnið var svo með alls kyns gamlan varning úr mat- vælaiðnaðinum til sýnis, svo nokkuð sé nefnt.“ Á hátíðinni fór auk þess  fram upp- boð þar sem söfnuðust um 250.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélagi Akur- eyrar og nágrennis. Á meðal þess sem boðið var upp var matarboð fyrir allt að tíu manns í boði Klúbbs matreiðslu- meistara. „Kokkar úr Klúbbi matreiðslu- meistara á Norðurlandi munu sjá um veisluna og mæta kokkarnir heim til viðkomandi með allt sitt hafurtask og elda þar fyrir viðkomandi," segir Davíð. olof@frettabladid.is Sveitungar fjölmenntu á hátíð norðlensks matar Uppboð, keppni og kynningar fyrirtækja úr héraði voru meðal þess helsta sem gekk á í Hofi um helgina á Local Food Festival sem haldið var hátíðlegt þar í bæ. Þangað mættu um fimm þúsund gestir og nutu norðlenskrar matarmenningar, sem slær flestu við. Nokkrir sigurvegarar krýndir Viðburðir voru margir á sýningunni í ár og krýndir voru Local Food meist- arar í þremur flokkum: Forréttakeppni matreiðslunema: Forréttur sem verður að innihalda bleikju og blómkál í aðalatriði. Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstill- ingu á réttinum að ræða. Keppandi verður að vera skráður á námssamning í matreiðslu. Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust ein- tak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi. Sigurvegari - Bjarni Þór Ævarsson hjá Strikinu Aðalréttakeppni matreiðslumanna: Aðalréttur sem verður að innhalda lamb á tvo vegu. Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstill- ingu á réttinum að ræða Keppandi verður að vera með sveins- bréf í matreiðslu. Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust ein- tak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi. Sigurvegari - Árni Þór Árnason hjá Strikinu Eftirréttakeppni bakara og mat- reiðslunema/manna: Eftirréttur sem verður að innhalda Ricotta ost og vanillu. Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstill- ingu á réttinum að ræða. Keppandi verður að vera á náms- samningi/með sveinsbréf í mat- reiðslu/bakstri Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust ein- tak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi. Sigurvegari - Jón Arnar Ómarsson hjá Strikinu. Flottustu básarnir: Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta básinn og frumlegasta básinn. Einnig voru veitt verðlaun sem nefnd eru frumkvöðull ársins í mat og matar- menningu. Fallegasti básinn: Matarkista Skaga- fjarðar Frumlegasti básinn: Milli fjöru og fjalla Frumkvöðull ársins: Norðlenska á hátíðinni söfnuðust 250 þúsund krónur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. MYND/LINDA JÓNSDÓTTIR Merkisatburðir 37 Caligula verður keisari Rómar. 731 Gregoríus 3. verður páfi. 1229 Friðrik 2. keisari krýnir sjálfan sig konung Jerúsalem í sjöttu krossferðinni. 1760 Embættið landlæknir, landfysikus, er stofnað á Íslandi með úrskurði Danakonungs, hliðstætt embætti danskra stiftslækna og verður Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir Íslands. 1772 Björn Jónsson skipaður fyrsti lyfsali á Íslandi með aðsetur í Nesi við Seltjörn. 1871 Parísarkommúnan er stofnuð. 1922 Mahatma Gandhi er dæmdur í sex ára fangelsi á Indlandi fyrir borgaralega óhlýðni. Hann situr í fangelsi í tvö ár. 1926 Útvarpsstöð tekur formlega til starfa í Reykjavík. Hún hættir fljótlega, en í kjölfarið hefur Ríkisútvarpið út- sendingar 1930. 1945 Rithöfundafélag Íslands klofnar á aðal- fundi og Félag íslenskra rithöfunda er stofnað. 1971 Hæstiréttur Dan- merkur kveður upp úr- skurð sem gerir dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum handrit sem geymd höfðu verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn. 2003 Listi viljugra þjóða sem styðja afvopnun Íraks er birtur og er Ísland á honum. Tveimur dögum síðar hefst innrásin í Írak. 2004 Lið MR tapar í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í fyrsta skipti síðan 1992.  Gandhi var dæmdur í sex ára fangelsi á Indlandi á þessum degi Þennan dag árið 1992 komu í ljós niðurstöður kosninga í Suður-Afríku þess efnis að hvíti minnihlutinn veitti stjórn- völdum umboð til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna, apartheid. Talsmenn breytinganna unnu yfirburðasigur í umræddum kosningum og var um metþátttöku að ræða og í sumum héröðum náði kosningaþátttaka til 96 prósenta íbúa. Úr varð að 68,6 prósent kusu með breytingunum. „Í dag höfum við snúið baki við apartheidstefnunni,“ sagði F. W. de Klerk, þáverandi forseti landsins. Á þessum tímapunkti hafði Nelson Mandela, forseti ANC, Afríska þjóðarráðsins, setið í fangelsi í tuttugu og sjö ár vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum svartra. Ári síðar náðist samkomulag um bráðabirgðastjórnar- skrá. Árið 1994 vann Afríska þjóðarráðið fyrstu opnu kosningar Suður-Afríku og þar með varð Nelson Mandela forseti. Í kjölfar breytinganna var viðskipta- þvingunum aflétt, Suður-Afríka var aftur tekin inn í Breska samveldið og tók sér auk þess sæti hjá Sameinuðu þjóðunum eftir tuttugu ára fjarveru. Mandela og de Klerk fengu báðir friðarverðlaun Nóbels fyrir áhrifaríkar aðgerðir við að afnema aðskilnaðarstefnuna og framlag sitt til uppbygg- ingar í Suður-Afríku. Nelson Mandela hélt embætti til ársins 1999. Þ E T TA G E R Ð I S T 18 . M A R S 19 9 2 Kosið um afnám aðskilnaðarstefnunnar 1 8 . M A R S 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 3 -5 7 6 C 2 2 9 3 -5 6 3 0 2 2 9 3 -5 4 F 4 2 2 9 3 -5 3 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.