Fréttablaðið - 09.04.2019, Qupperneq 18
Ananas á pitsuna, já eða nei? Þetta er deilumál víðar en á Íslandi. Svo virðist sem
umræða um þetta sé eitt af þeim
málum sem fólk deilir hvað mest á
netinu þegar rætt er um mat. Tölu
verð umræða var hér á landi þegar
Guðni forseti sagðist alfarið vera
á móti ananas á pitsum. Nýlega
var gerð könnun hjá YouGov fyrir
Peppes Pizza í Noregi þar sem
spurt var hvort fólki líkaði að
hafa ananas á pitsunni eða ekki.
Það kom reyndar á óvart að 59%
svarenda voru sátt við ananasinn
sem mætti kallast sigur fyrir hann.
Niðurstaðan var fengin hjá 1.007
svarendum. Margir sögðust biðja
um auka ananas þegar þeir panta
Hawaii pitsu sem er með skinku og
ananas. Reyndar er Thai Chicken
pitsa mjög vinsæl hjá Peppes en
hún er líka með ananas.
Netmiðillinn VG ræddi við
forsvarsmenn Domino’s í Noregi
og Dolly Dimples pitsu þar sem
staðfest var að ananas á pitsu væri
vinsæll. Hjá Domino’s fengust þær
upplýsingar að ananas væri mest
seldi ávöxturinn sem þeir bjóða á
pitsuna. Ein af mest seldu pitsum
hjá Domino’s í Noregi er Deluxe
pitsan sem er með ananas. Þá
segir markaðssérfræðingur Dolly
Dimples að 17,5% allra pitsa sem
þeir selja séu með ananas.
Ananas á pitsuna eða ekki?
Pitsa með ananas er bara alveg ágæt.
Margar konur forðast líkamsrækt á
meðan á blæðingum stendur.
Óþægindi í upphafi blæðinga kvenna er hægt að minnka umtalsvert með hreyfingu.
Í nýrri rannsókn frá háskólanum
St. Mary í Bandaríkjunum, íþrótta
sambandinu Strava og FitrWoman
sem 14 þúsund konur tóku þátt
í kemur í ljós að 78% kvenna
töldu það hjálpa sér mikið að
stunda íþróttir þegar þær byrja á
blæðingum. Helstu óþægindi eru í
kviðarholi og brjóstum en einnig
var kvartað yfir svima og auknum
skapsveiflum. Ein af hverjum
þremur konum sagðist þurfa að
taka veikindadag frá vinnu vegna
tíðaverkja. Þær sem stunduðu
reglulega líkamsrækt og borðuðu
fimm skammta af ávöxtum og
grænmeti á hverjum degi fundu
ekki fyrir þessum einkennum.
Margar konur treysta sér ekki í
líkamsrækt á meðan á blæðingum
stendur en rannsóknin bendir til
þess að það sé einmitt mjög gott að
fara í ræktina. Það styrkir kon urnar
og þeim líður mun betur, segir for
svarsmaður rannsóknarinnar við
netmiðil Huffington Post. Styrktar
æfingar eru mjög heppilegar en
einnig spinning, sund eða jóga.
Hreyfing gegn
túrverkjum
Danir reykja mest Norðurlandabúa.
Danir eru miklir reykingamenn og Margrét drottning hefur oft verið skömmuð
fyrir reykingar á almannafæri. Nú
hefur danska svæðisráðið óskað
eftir því að sígarettur verði tvö
faldaðar í verði. Allt of margt ungt
fólk reykir í Danmörku og það þarf
að stemma stigu við þeirri þróun.
Sígarettupakkinn kostar núna
40 danskar krónur, 718 krónur
íslenskar, og fer því í rúmar 1.400
krónur ef reglunum verður breytt.
Þá er einnig farið fram á að tóbakið
verði fjarlægt úr hillum og verði
ekki sjáanlegt í verslunum. Þá verði
reykingar bannaðar við skóla.
Svæðisráðið er þverpólitískt
og eru allir meðlimir sammála
um að gera þurfti átak til að forða
unglingum frá reykingum. Í fyrra
létust 13.600 Danir af völdum reyk
inga. Samkvæmt rannsókn reykja
28,5% ungmenna daglega. Að
minnka reykingar hjá ungu fólki
er mikilvægt heilsuátak í landinu.
Vonast er til að ef sígarettupakk
inn tvöfaldast í verði muni unga
fólkið síður kaupa tóbak, að því er
JyllandsPosten greinir frá.
Vilja hækka verð
á tóbaki
Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is
Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja
Einhverfan mín
er bara hluti af mér
og verður það alltaf
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
9
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:4
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
5
-2
4
0
C
2
2
C
5
-2
2
D
0
2
2
C
5
-2
1
9
4
2
2
C
5
-2
0
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
8
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K