Fréttablaðið - 09.04.2019, Side 30
Bindindi í Kúveit,
kokteilar í Chicago
Kokkurinn Ólafur Örn Ólafsson þvælist heimsálf-
anna á milli og tekur meðal annars hús á bakara í
Kúveit og barþjóni á þekktum kokteilbar í Chicago.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Frábært verð
PURE COMFORT
Fíbersængur
PC sæng 140x200 cm 300 gr
Fullt verð: 9.900 kr.
Vikutilboðsverð: 7.425 kr.
PC koddi 50x70 cm
Fullt verð: 3.900 kr.
Vikutilboðsverð: 2.925 kr.
25%
AFSLÁTTUR
VIKUTILBOÐ
Aðeins 172.425 kr.
TIVOLI
svefnsófi
Tveggja sæta vandaður svefnsófi. Grátt, orange
eða dökkblátt áklæði. Stærð: 194 x 103 x 91 cm.
Svefnsvæði: 195 x 140 cm
Fullt verð: 229.900 kr.
25%
AFSLÁTTUR
VIKUTILBOÐ
Aðeins 74.925 kr.
Aðeins 41.175 kr.
Stóll
Þriggja sæta sófi
Slitsterkt áklæði. Blár, grár, brúnn og rauður.
Stóll fáanlegur í sömu litum. Stærð sófa: 186 x 77 cm, H: 85 cm.
Fullt verð á sófa : 99.900 kr. Fullt verð á stól : 54.900 kr.
BOGGIE
Stóll og
3ja sæta
sófi
KLASSÍSK
hönnun
25%
AFSLÁTTUR
BOGGIE
Afgreiðslutími Rvk
Mánud. til föstud. kl. 11.00–18.30
Laugard. kl. 11.00–17.00
Sunnud. kl. 13.00–17.00 (Smáratorgi)
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
OP
IÐ
Á
SU
NN
UD
ÖG
UM
Í
DO
RM
A
SM
ÁR
AT
OR
GI
Vikutilboð
4. til 11. apríl
Save the Children á Íslandi
Þetta er ekki alveg leiðinlegasta vinna í heimi, sérstaklega ekki þegar maður hefur gaman af því að borða, drekka og hitta
fólk í útlöndum,“ segir kokkurinn
víðförli Ólafur Örn Ólafsson um
sjónvarpsþætti sína Kokkaflakk
sem hefja nú göngu sína á ný í
Sjónvarpi Símans. „Það má segja
að mér hafi tekist að búa mér til
vinnu sem hentar mér ágætlega.“
Í Kokkaflakki þvælist Ólafur um
heiminn og þefar uppi Íslendinga
sem víða hafa haslað sér völl með
mat og drykk svo eftir er tekið. Í
fyrstu þáttaröðinni einblíndi hann
á kokka en að þessu sinni koma við
sögu vínræktandi í Zürich, bakari í
Dúbaí, barþjónn í Chicago, kokkur
í Falkenberg og matgæðingur í Los
Angeles.
„Síðast vorum við bara með
kokka en ákváðum að víkka þetta
aðeins út og heimsækja Íslendinga
í útlöndum sem hafa einhverja
tengingu við mat eða drykk,“ segir
Ólafur í samtali við Fréttablaðið.
Voru kokkarnir þá ekki nógu
skemmtilegir?
„Jú, jú. Kokkarnir eru alveg frá-
bærir og það er til alveg nóg af þeim
en það er svo margt fólk að gera alls
konar annað, eins og til dæmis vín-
gerðarmaðurinn í Sviss og kondi-
torinn, eða sætabrauðsdrengurinn
eins og þeir kalla hann, sem er í
Dúbaí og Kúveit. Þetta er allt fólk
sem er áberandi í sínu fagi,“ segir
Ólafur um viðmælendur sína að
þessu sinni.
Ólafur segir fyrstu þáttaröðina
hafa fengið það góðar undirtektir
að strax hafi verið ákveðið að halda
áfram. „Ég er mjög spenntur fyrir
því að sýna þetta. Pínu stressaður
auðvitað en mjög spenntur. Við
erum ánægð með þetta og ég held
að við séum að toppa okkur síðan
síðast.“
Matur er nefndur
„Svona ferða- og matarþættir hafa
alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá
mér,“ segir Ólafur þegar hann er
spurður hvað hafi orðið til þess
að hann lagðist í kokkaflakkið og
bætir við að það sé mjög sniðugt
að kynnast fólki, samfélögum og
menningu þeirra í gegnum matar-
og vínmenninguna í hverju landi
fyrir sig.
„Enda hafa allir gaman af mat
og allir þurfa að borða að minnsta
kosti þrisvar á dag. Okkur lang-
aði að fanga þessa stemningu sem
einkennir svona matar- og ferða-
þætti og vefja henni utan um svona
„maður er nefndur“ dæmi. Það má
segja að ég sé eini fjölmiðlamaður-
inn á Íslandi sem sérhæfir sig í að
taka viðtöl við fólk yfir máltíð og
þar er þetta allt á borðum; fólk,
kúltúr og hvað þau eru að gera í líf-
inu.“
Vísindaleg drykkja
Ólafur smakkaði á ólíkum menn-
ingarheimum og þótt vín komi
mikið við sögu á ferðlaginu þá fór
hann óhjákvæmilega í gegnum
þurrkatímabil. „Það eru vínveit-
ingar á hótelum og veitingastöðum
sem tengjast þeim í Dúbaí. Þannig
að það slapp fyrir horn en það var
aðeins minna um það í Kúveit. Þar
er þetta allt alveg bannað en það er
nú allt í lagi.
Maður getur alveg farið í nokkra
daga til einhvers lands þar sem má
ekki drekka brennivín. Síðan fórum
við til Chicago að hitta strák sem er
barþjónn á The Aviary, einum fræg-
asta kokteilbar heims. Hann er þar
yfir rannsóknum og þróun. Að búa
til nýja drykki og þarna nota þeir
alls konar vísindatrix. Þetta er fólk
sem er sko ekki sama um drykkina
sína.
Það var ansi góður dagur þegar
ég þurfti að sitja þarna og smakka
fjórtán kokteila í röð þannig að
við unnum vel í þessu í þeim þætti
og unnum upp þurrkinn í Kúveit
þannig að þetta núllast út.“
Höfðinglegar móttökur
„Okkur var tekið eins og þjóð-
höfðingjum alls staðar þar sem við
komum. Lentum ekki í neinu veseni
neins staðar. Ekki einu sinni í þess-
um Arabalöndum þar sem meira og
minna allt er bannað.
Þar voru allir bara sáttir við
okkur enda er þetta alveg 100%
ljúft og þægilegt fólk. Ef maður ber
virðingu fyrir menningu þeirra þá
er maður ekki í neinum vandræðum
frekar en annars staðar svo sem. Ef
maður ber virðingu fyrir hipstera-
menningunni í Los Angeles þá er
maður í dálítið góðum málum líka,“
segir Ólafur um þessa einföldu lífs-
reglu sem vill þó vefjast fyrir mörg-
um. toti@frettabladid.is
Skál! Ólafur segist vera í draumastarfinu sem gengur út á að eta, drekka og vera glaður. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
Ólafur Örn heldur áfram heimshornaflakki sínu og lítur nú meðal annars inn
hjá Íslendingi sem bakar arabísk flatbrauð í Dúbaí og Kúveit og vætir síðan
kverkarnar með dýrindis hanastélum í Chicago eftir eyðimerkurþurrkinn.
9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:4
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
5
-2
8
F
C
2
2
C
5
-2
7
C
0
2
2
C
5
-2
6
8
4
2
2
C
5
-2
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
8
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K