Framsókn : bændablað - samvinnublað


Framsókn : bændablað - samvinnublað - 14.09.1935, Side 1

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 14.09.1935, Side 1
Reykjavík, laugardaginn 14. september 1935. íslenskir bændur og danskir í síðasta blaði var sagt nokk- uð frá hinni örðugu fjárhagsaf- komu landhúnaðarins í Dan- mörku og orsökunum til henn- ar. Jafnhliða var sagt nokkuð frá viðleitni hændanna og samtök- um til að fá rétt bóndans við- urkendan af ríkisvaldinu á horð við rétt kaupstaðabúans. Það er hert, að margt er líkt um orsakirnar til hins örðuga hags landbúnaðarins i Dan- mörku og hjá oss íslendingum. Upphaf kreppunnar. Gengishækkun varð til þess i báðum löndunum að raska nauðsynlegu jafnvægi á tekjum og gjöldum landhúnaðarins og var þannig upptök núverandi landbúnaðarkreppu. Hækkun gengisskráningar er jafnan til íþyngingar atvinnu- vegunum, sem starfa með láns- fé og selja framleiðsluvörur sín- ar til útlanda. Aftur er hún til hagsmuna fjáreigendum (sparifjár og annars lánsfjár) og þeim, sem taka kaup, hvort sem er hjá at- vinnurekendum eða af opinheru fé. Gengishækkunin kom land- búnaðinum því tilbyrði á tvenn- an hátt: Annarsvegar þyngdust fastar skuldir bænda. Hinsvegar varð hún til verð- lækkunar á söluafurðum land- búnaðarins. Samvinr.a bænda og socialista. Hvorumiveggja, isl. bændum og dönskum kom það í hug að reyna stjórnmálasamband við Socialista, til þess að skapa hf- vænlegan búrekstur. Hvorugum hefir reynst sú samvinna við- hlýtandi til viðunandi árangurs. Eins og dönsku bændurnir virð- ast hafa verið meira einhuga um að reyna fast stjómmála- samband við Socialistana, eins virðast þeir hafa verið meira einhuga og fyrri til að skilja það, að það varð þeim lítil heillaþúfa og fyrri til að taka gilda reynzluna um fánýti þess fyrir sín mál. Nokkur hluti ísl. bænda virðist ýmist beint treysta á úrræði socialismans i þjóðmálunum eða þá a. m. k. á forsjá þeirra um mál landbún- aðarins. — Annar hluti bænd- anna virðist treysta á forsjá kaupstaðaborgaranna. — Þriðji hlutinn stendur á sama grund- velli og dönsku bændurnir hafa nú upp tekið, — hyggst að treysta á einhug bænda og sjálfstæð samtök og forgöngu fyrir málum landbúnaðarins. Má vænta þess, að sannfæring bænda vakni óðum fyrir því, að fjármálalegt jafnrétti þeirra við aðra ríkisborgara verður ekki viðurkennt svo lengi sem þeir sjálfir áræða ekki að treysta sjálfum sér, heldur síanda dreifðir og sundurlyndir og binda sig til fylgis við borg- araflokkinn eða verklýðsflokk- inn í kaupstöðunum. Sjálfsvörn. Þó að bændur taki það til ráðs, að treysta sjálfum sér og standa saman, frekar en að treysta forræði annara og standa dreifðir og sundurlynd- ir, þá er það ekki annað en nauðsynleg og réttmæt sjálfs- vöm frá þeirra hendi. Það getur elrki með réttu skoðast sem upptök að sérstökum áróðri á aðrar stéttir þjóðfélagsins, þar sem einmitt stéttirnar í kaup- stöðunum, borgaramir , og verkamennirnir, hafa orðið fyrri til slikra samtaka um sin hagsmunamál. Kröfur bænda. Meginkrafa bændanna dönsku er sú, að þeir fái framleiðslu- verð fyrir vömr landbúnaðar- ins. Og þeir benda á höfuðleið- irnar til þess: Réttláta skrán- ingu á gengi þess gjaldeyris sem fæst fyrir danskar land- búnaðarafurðir erlendis, eða aðrar ráðstafanir, sem komið gæti landbúnaðinum að sömu notum. Auk þess benda þeir á betri hagnýting innanlands- markaðsins, og jafnrétti um stuðning rikisvaldsins á borð við aðrar atvinnugreinar. Líkar kröfur hafa bændurnir íslensku gert fyrir hönd land- búnaðarins. Framleiðsluverð er meginkrafan. Búnaðarþingið í vetur gerði einróma þessa kröfu fyrir landbúnaðarins hönd. ( Krafa bændanna íslensku er engin ósanngimiskrafa, hún er blátt áfram lífsnauðsyn. Hún er ekki krafa bændanna einna heldur allra þeirra sem viður- kenna hina almennu og hina sérstöku þýðingu landbúnaðar- ins fvrir þjóðarbúskapinn og fyrir þjóðlífið. Um réttmæti þessarar kröfu er nú bændunum samt neitað af núverandi valdhöfum og stjórn hinna vinnandi stétta, sem svo kalla sig. Skilningsleysi valdhafanna er svo hatramlegt, að þeir synja réttmæti þeirrar hugsunar, að bændur fái fram- j leiðsluverð fyrir söluafurðir bú- anna. Söluumráðin yfir land- búnaðarvörunum eru af bænd- unum tekin án skilnings á því, að slíkri ráðstöfun hlýtur að fylgja afdráttarlaus siðferðisleg ábyrgð um það, að sjá bændun- um fyrir fullu framleiðsluverði. Einna raunalegast við það ófremdarástand landbúnaðarins (og revndar á fleiri sviðum þjóðarbúskaparins),sem nú rík- ir, er það, að stór hluti bænd- anna sjálfra skuli vera svo blindur og metnaðarsljór fyrir sig og sina stétt, að láta tilleið- ast að fylgja því pólitíska valdi, sem þannig misbeitir forræði sínu fyrir málum landbúnaðar- ins. Bændur mega vita það af eldri og yngri reynzlu, hér á landi, sem í öðrum löndum, að þeim verður aldrei viðunanlega ágengt um sín hagsmunamál fyr en þeir sýna það, að þeim er full alvara, með því að standa saman óháðir og einhuga, og treysta betur eigin forsjá i sín- ' um málum en annara. Vöxtnr Reykjavíkurhæjar. I nýútkomnum hagtíSindum er skýrsla um fólksfjölgun i Reykja- víkurbæ og einstökum hlutum hans síðustu fimm árin. Hefir íbúatala Reykjavíkur þessi ár ver- iS sem hér segir: AriS 1930 — 1931 — 1932 30565 — 1933 • — 1934 32974 Hefir mannfjöldinn í bænum þannig aukist um 17.5% frá haust- inu 1930 til haustsins 1934, mest áriS 1932 eSa 6%. Þess ber aS gæta aS áriS 1932 var Skildinga- nes innlimaS í bæinn og þar voru áriS 1934 1002 íbúar. Sé þaS ekki taliS meS, hefir mannfjöldidnn í bænum vaxiS um 14% á þessum fjórum árum. Ingibjörg Árnadöttir og Hofsheimilið. Ingibjörg Árnadóttir hús- freyja á Hofi á Fellum andaðist, eftir stutta legu, af kláðaeitrun í hendi 26. júní síðasliðinn. Hún var fædd 12. febr. 1869. Foreldar hennar voru Arni óðalsbóndi Jónsson á Finnsstöð- um og kona hans, Sigurveig Guttormsdóttir. Ingibjörg flutt- ist að Hofi 1891, giptist eftir- lifandi manni sínum, Birni Jónssyni, 11. sept. 1892. Ingi- björg var ein af þessum prúðu konum, sem betur fer að eru á íslandi margar. Hún var ávallt hógvær en þó nokkuð þéttleg í viðmóti sem faðir hennar. Saga Hofsheimilisins er svo jafnt spunnin um meira en 100 ár, að mér þykir rétt að geta hennar nokkuð. Björn Bjarna- son ólst upp á Hafrafelli með foreldrum sínum, en fluttist með föður sínum og einhverju af systkinum sínum frá Hrafn- kelsstöðum að Hofi, og hóf þar búskap á árunum 1810—1820. Rétt eftir 1820 giptist Björn konu er Vilborg hét. Var þá rausnarhóf og kveðin um vísa er Iengi var á vöimm manna og sungin. Þeir sj'nir Björns, er náðu fullorðins aldri, lögðu ekki stund á búskap, dætur hans 2 fluttust ekkjur vestur um haf með börnum sínum. Vilborg kona Bjöms dó laust fyrir 1850. Björn kvæntist aftur Guð- finnu Björnsdóttur, konu mjög vel látinni og dugandi. Björn var dugnaðar maður og einn af bústólpum sveitarinnar. I sveit- arbrag um Fellin var þessi visa um Björn: Býr á Hofi bragna lofi meður, Björn þó taki bakkus inn, bóndans vakir áhuginn. 1860 dó Bjöm. Bjó ekkjan, Guðfinna, áfram. Var vinnu- maður hennar, Jón Rafnsson, fyrir búinu með henni og gipt- ust þau síðar. Eignuðust þau 2 sonu: Björn fæddur 1864 og Gunnar f. 1866. Enn hélst bú- sældin, gestrisnin og hjálpsem- in. Jón dó vorið 1890, en Guð- finna vorið 1891. Kom þá bæði jörð og bú að mestu í hlut bræðranna, en systur áttu þeir er Vilborg hét, af fyrra hjóna- bandi Guðfinnu; og er nú á Hofi uppeldisdóttir Björns, en dótturdóttur Vilborgar og er þar ekki annar afkomandi Björns Björnssonar. Þegar foreldrar þeirra bræðra Björns og Gunnars, voru dánir bjuggu þeir báðir félagsbúi. Björn stóð fyrir búinu og gengdi ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið, í hreppsnefnd og um tíma oddviti. Haustið 1896 kvæntist Gunn- ar Steinunni Árnadóttur frá Finnsstöðum. 1919 dó Gunnar. Hélt félagsbúskapurinn áfram til fárra ára. Eru nú tvö búin, en sambúðin liin bezta. Þi'jú börn eru frá hvoru hjónabandi, öll á Hofi nema Guðfinna Björnsdóttir liúsfreyja á Straumi í Tungu. — í fáum orðum er saga Hofsheimilisins þessi. Það hefir verið með [)rýðilcgiislu heimilum sveitar- innar um meira en öld, og Ingi- björg Árnadóttir skipað hús- freyjusessinn í 44 ár, með þeirri prýði, að öðrum er til eftir- breytni. — Enda eg svo linur þessar í "þeirri von að gæfusól Hofsheimilisins skíni enn um langa bríð. , R. B. Fíeyp. Búnaðarblaðið Freyr hætti að koma út fyrir tveim árum og hafði þá lifað í 28 ár. Það hóf göngu sína árið 1904. Fyrstu útgefendur og eigendur þess voru þeir Magnús Einarsson, dýralæknir, Guðjón Guðmunds- son og Einar Helgason, er þá voru ráðunautar B. í. Síðan gekk Freyr ofl kaupum og söl- um, en síðasti eigandi hans og útgefandi var Sig. Sigurðsson fyrv. búnaðarmálastjóri. Þegar Freyr var hættur að koma út, var hans saknað víða um land, þó fáir vildu leggja á sig útgjöld fyrir andvirði hans til að gera eigandanum kleift að halda honum úti. Var því hreyft á Búnaðar- þingi s. 1. vetur, að Búnaðarfé- lag Islands tæki sjálft að sér út- gáfu búnaðarblaðs, eins og Fiskifélagið gefur Ægi út fyrir sjávarútveginn. Hefir Framsókn áður skýrt frá gangi þessa máls á Búnaðarþinginu og skal það ekki endurtekið hér. En á fundi 31. mai ákvað stjórn B. I. að kaupa Frey af Sig. Sig. og var Metúsalem Stefánsson ráð- inn ritstjóri blaðsins við bún- aðarmálastjóraskiptin. Land-

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.