Fonnið - 01.10.1921, Page 2

Fonnið - 01.10.1921, Page 2
blaðið komi út á tíma, þá vonum vér að fólk bleimi oss ekki fyrir það, enda verður það þá fyrir einhvern akksídent, t. d. að vér rennum út af pappírnum, en það verður bætt upp í næsta númeri með tvöföldu toníki.— Að svo mæltu sendum vér frá oss fyrsta kopíið af Fonninu og höfum vér dísædað að það komi út tvisvar í mánuði fyrir tíma. Lúkkát Vér horfum á fiðrildi og fuglanna mergð sem flögra um löndin til bjargar, og náttúran öll er á flugi og ferð með framkvæmdir stórar og margar. En maðurinn réttir út hikandi hönd og horfir með kvíða á framtíðar lönd. Vér finnum í bænum er brýnasta þörf á blaði sem deiðfinni klórar, vor framsóknarþrá er svo dæmalaust djörf og draumsjónir andans svo stórar og þjóðræknis tilþrifin tryggja vorn sess með tilstilli ritstjóra læknis og prests Vér sjáum að fólk er á lífinu leitt, sem labbar hér þögult um bæinn og til eru menn sem að treysta’ ekki’ á neitt, og trúa’ ekki’ á ljósið og daginn; oss langar að kveða svo kröftugan brag að karlarnir þekki sinn upprisu dag. ^jHemíoím Ein fyrir mér sem öðrum verð ég að bera hönd fyrir höfuð mér ef á mig er leitað ófyrirsynju, þá mér þyki slíkt leiðinlegt, óheiðarlegt og ósæmilegt og ætti helst ekki að eiga sér stað ef mögulega verður hjá komist. Lókal Nótur Lon sósíal var nýlega haldið í kirkjugarðinum og var þar mikið krát. Aðal prógrammið var díbeit á milli Dr. Jóhannesson og Rev. Leo. Jón Jónsson kom til borgarinnar í gær á þeirri bleiku og sagði hann rótina röff austan trekks og mikið trobbel við að opna geiturnar á leið- inni. Editorinn að Fonninu var innveit- aður fyrir söpper hjá bankamanitj- ernum á föstudagskvöldið ásamt Rev. Leo og eru þeir figgeraðir fyrirmestu fiókætur í táninu. Söpperinn fór næs fram og var ekkert expensis sparað. Mr. Djonson fór ofan á stasjón í morgun að sjá konuna sína af. Borgin er vel söpplæuð með Dok- tóra sem stendur, því nú hefur Dr. Hjaltason lókeitað hér aftur, en Dr. Broughton sett upp offis í Invúdd. Dr. Jóhannesson trítar köstímers í restrúminu eins og áður. Skonkar gerðu reit á Lundar í vikunni sem leið og vöknuðu allir við óttalegan stink; einn skonkurinn sníkaði inn um kjallaraglugga á prí- vat húsi, en til að seiva boður, tók einn smart gæ byssu og skaut hann í hausinn. Nú eru margir dagar síðan en ennþá getur maður fílað stinkinn. Hér hefur gengið hellirigning fyrir tíma og eru götur borgarinnar voða sloppí, en kuldar miklir um nætur, og ef þessu heldur áfram, segja veðurfræðingar að bráðum muni frjósa upp fyrir gott.

x

Fonnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fonnið
https://timarit.is/publication/1324

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.