Skemmtiblaðið - 09.12.1921, Blaðsíða 3

Skemmtiblaðið - 09.12.1921, Blaðsíða 3
SKEMMTIBLAÐIÐ 167 þjónninn. Hann gat ekki komið UPP g'reinilegri skýringu sakir geðshræringar og hræðslu við eitthvað. Pinkerton þreif hálf-óþyrmi- lega í handlegg hans og sagði: >Hvað er um að vera, mað- ur! Reyndu að segja eitthvað af viti. — Er kviknað í?< »Nei, — en herra Cawley, faðir brúðurinnar, fjekk slag þar sem hann sat við borðið. Hann datt niður og liggur ná eins og Iiðið lík á gólfinu hjá stólnum sín- um<, sagði þjónninn. >Sat ekki lávarðurinn við borðið, þegar tengdafaðir hans hneig niður?< spurði Pinkerton strax og bar ótt á. »Nei, hann var staddur í her- berginu fyrir framan, þá stund- ina<, svaraði þjónninn, sem nú tók að sefast. »En dverg-rakkinn ? — Hvar var hann?< spurði Pinkerton. — Þjónninn rak upp stór augu og leit hálf aulalega framan í spyrjandann: >Hann var inni í gula her- berginu — við stólinn hjá herra Capley. — Þetta bar að í sama bili og jeg rjetti kartöflufatið að gamla manninum<, sagði þjónninn. »Það er enginn vafi, að þetta er eitt af ódáðaverkunum, sem stórglæpamaðurinn Barrýl lá- varður hefur framið<, sagði Pin- kerton. »Það er sorglegt, að við skyldum ekki vera búnir að kló- festa hann! Svona nú, Bob, — komdu fljótt !< — Þeir fjelagarnir hlupu nú upp á loftið — en hótelstjórinn sat eftir f öngum sínum á skrif- stofu sinni og reyndi að spyrja þjóninn áð ýmsu, þessum sorg- lega atburði viðvíkjandi. — Að skammri stundu liðinni áttaði hann sig að mun og gerði það, sem vit var í. Hann símaði eftir lækni og gerði lögreglustofunni aðvart. — Þeir Pinkerton og Bob kom- ust tafarlaust upp á loftið. En til þess að komast inn f gula herbergið, varð fyrst að fara í gegnum stofuna fyrir framan, þessa, sem þjónninn sagði, að lávarðurinn hefði verið f, þegar slysið skeði. — En undir eins og Pinkerton opnaði hurðina að þessu herbergi, þá beygði hann sig niður og svipaðist um, — í sama bili kvað við ámáttlegt ýlf- ur, er stafaði af því, að Pinkerton sá hundinn í einu herbergishorn- inu, greip í hnakkaskinnið á honum með vinstri hendi og hljóp með hann fram á ganginn. Litla dýrið varð altekið af illsku og seildist með kjaftinn í áttina til Pinkertons, en náði ekki svo langt, að geta bitið. Pinkerton þreif til skamm- byssunnar og skaut dýrið í haus- inn, og drapst það samstundis. — Að því búnu gíennti Piuker- ton upp skoltana á hundinum og skoðaði þá. »Líttu nú á, Bob! — Svona hefur hann hagað því<, sagðihann. Og nú sáu þeir, að framm úr kjaíti rakkans stóð samkynja nál og sú, er þeir höfðu íundið í öskjunni í speningaskáp lávarð- arins. Henni hafði veriðsmeygt inn á milli tveggja framtanna f neðri skoltinum og skrúfuð þar föst. — — Og nú var hvorugur þeirra fjelaganna í vafa lengur — glæpa- gátan stóð nokkurn veginn Ijós tyrir þeim. — >Taktu nú eftir, Bob! Þú skalt bíða hjerna frammi á meðanjeg SVANIRNIR SEX. — Æfintýr. — Einu sinni var riddavi. Hann átt.i heima utan lands. Hann var ungur ríkur og prúður og átti fagra skóga og veiöilönd. — En svo var það eitt sinn, þá er ridd- arinn reið um skólendið, að hann sá stúlku eina forkunnarfagi a sitja þar við skógarlind og greiða sjer. Hafði hún glóbjart hár og gull- festi mikla um hálsinn, er hún hafði tekið af sjer, áður en ridd- arann bar að, og iagt til hliðar við sig. — En strax og riddar- inn nam staðar, þreif hann til festarinnar og dró hana til sín, móti vilja stúlkunnar. Hann vissi ekki hvað orkaði þvi að hann gerði þetta. — En sannleikurinn var sá, að í festinni fólgst seyðmagn, er dió hann ósjálfrátt að konunni fögru, sem átti hana. — Hún var töíramey að nokkru leyti, er staf- aði af þvf, að hún og skyldmeuni hennar höfðu alið aldur sinn með- al álfanna, og þannig orðið hlut- takandi í einkennilegum töfra- mætti, er meðal annars átti sjer óðal í hálsfestinni fögru. — Riddarinn gat ómögulega slitið sig frá meyjunni, og þess vegna bað hann hana eins blíðlega og kurteislega og honum var unnt, að verða sjer samfeiða heim í höllina og giftast sjer —.og af því að stúlkunni leizt vel á ridd- arann, þá varð hún við óskum hans og giftist honum. — En riddarinn átti móðir á lífi, er hingað til hafði verið einráð um alla stjórnsemi innan hallar. Pað gat því ekki hjá því farið, að riddarafiúin yrði henni til nokk- urrar óþurftar — því valdsvið gömlu konunnar og virðing hlaut að minka strax og unga konan tók við búsforráðum í höllinni — enda gerðist hún brátt stjórnsöm gæðakona um allt heirna fyrir. Petta fannst gömlu konunni óþol- andi og reyndi því að spilla á milli sonar síns og konu hans — en þó alveg að árangurslausu lengi vel, því riddarinn elskaði konu sína. En gamla frúin gafst ekki upp að heldur: „Hún er töfrakvendi*, sagði móðir hans. „Þjer er óhætt að trúa mjer, sonur minn, og sú stund kemur fyrr en varir, að þú færð að þreifa leiðinlega á þeim sorglegu sannindum. Og þegar sú stund kemur — ætlarðu þá, að fylgja ráðum mínum? Móðir þín ræður þjer aldrei til þess sem rangt er“. Riddarinn hlustaði á orð móð- ur sinnar, en svaraði henni engu. — Gekk svo um sinn, að gamla frúin ljet lítið bera á illgirni sinni, en sat um tækifæri í kyrrþey til þess að koma vilja sínum fram, — og heppnaðist henni það því miður. — Unga konan riddarans lagðist nú á sæng og eignaðist sex syni og eina dóttur — allt undur falleg börn, og hafði hvert þeirra sína gullkeðjuna um hálsinn, þegar þau fæddust. — En á meðan unga konan svaf og hvíldist, tók hin grimma móðir riddarans öll börn- in frá henni og setti hjá henni sjö kettlinga í þeirra stað, og sagði svo riddarauum, syni sínum, að nú væri sjón sögu ríkari því til sönnunar, að konan hans væri álf- kynjað ókvendi — því hún hefði nú fætt honum sjö kettlinga. — Þetta ofbauð riddaranum. Hann trúði nú móður sinni betur en konunni sinni — og þvert ofan í bænir hennar, ljet hann varpa henni ofan í skuggalegt kjallara- fangelsið — en á því var aðeins einn örlítill smárúðugluggi uppi við loft, er yíssí út í hallargarð-

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.