Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 2

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 2
3 Kraftur 15 ára 2 Kraftur 15 ára Leiðari Halldóra Víðisdóttir formaður Krafts Kraftur 15 ára Senn hefur viðburðarríkt ár í söguKrafts runnið sitt skeið á enda. 15 ára afmælisár félagsins markar að mörgu leyti tíma- mót í sögu þess. Rótgrónir og mikilvægir þættir í starfsemi félagsins hafa haldið sínum sessi í áranna rás en þetta árið var ráðist í nýjungar sem munu bæta starf- semi félagsins og efla um ókomin ár. Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að líta til baka og sjá hverju hefur verið áorkað. Höfum við gengið til góðs? Kraftur var upphaflega stofnað af ung- um frumkvöðlum sem voru annað- hvort ungir krabbameinsgreindir ein- staklingar eða aðstandendur sem fannst þörf á úrræðum og stuðningi fyrir þennan aldurshóp. Markmið Krafts var að standa við bakið á þessum hóp, veita stuðning í formi jafningjastuðnings, veita fræðslu, standa að útgáfustarfsemi og standa að öðru leyti vörð um hagsmuni félagsmanna. Svarið er já - við höfum gengið til góðs og við höfum staðið vörð um hagsmuni ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og þeirra aðstandendur. Stuðningsnet Krafts er okkar flaggskip en það hefur verið starfrækt frá stofnun félagsins, þó með breyttum formerkjum síðastliðin 5 ár. Þar til árið 2009 hafði stjórn Krafts umsjón með stuðnings- netinu en uppfrá þeim tíma hefur sál- fræðingur haft faglega umsjón með þessum mikilvæga hlekk í starfseminni. Þannig er það enn í dag og erum við stolt af því. Við stöndum reglulega fyrir fræðslustarfsemi, fáum fyrirlesara á opin hús, höldum málþing o.fl. Útgáfu- starfsemi félagsins hefur verið í blóma frá upphafi með Kraftsblaðið í broddi fylkingar en það kemur út tvisvar á ári. Þar að auki hefur félagið staðið fyrir útgáfu LífsKrafts en sú bók hefur nú þrisvar verið endurprentuð. Einnig hefur félagið komið að útgáfu fleiri bóka og er ætlunin að halda því starfi áfram. Á þessu ári gaf Kraftur út bókina „Þegar foreldri fær krabbamein“ í sam- vinnu við Forlagið bókaútgáfu. Þessi bók er einskonar leiðarvísir fyrir að- standendur um það hvernig ræða eigi við börn þegar foreldrar þeirra greinast með krabbamein. Einnig leit ný vefsíða dagsins ljós en sú eldri var orðin barn síns tíma. Stefnumótunarvinna í upp- hafi árs varð svo til þess að félagið fékk nýtt logo/merki en mikilvægt er fyrir félag eins og Kraft að taka vel á móti nýjungum og leyfa ferskum vindum að blása. Þeir viðburðir sem standa upp úr á afmælisárinu eru styrktartónleikar Krafts sem haldnir voru í Hörpu þann 17. september og afmælismálþingið sem haldið var á afmælisdegi félagsins. Stærsta verkefnið sem Kraftur réðst í á árinu er án efa stofnun neyðarsjóðs en Kraftur er uggandi yfir vaxandi greiðsluþátttöku ungra krabbameins- sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og finnst nauðsynlegt að bregðast við. Jafn ánægjulegt og það er að geta orðið að liði og stutt við ungt fólk með krabba- mein sem lendir í fjárhagsörðugleikum, þá er það jafnframt sorgleg staðreynd að stofna þurfi neyðarsjóð til þess að þessi hópur nái endum saman á meðan staðið er í jafn erfiðum veikindum og krabbamein er. Það er von okkar og trú að neyðarsjóður Krafts sé tímabundin lausn og að sjóðurinn verði lagður af þegar komið verður betur til móts við þennan hóp í heilbrigðiskerfinu. Við erum stolt af uppruna félagsins og í blaðinu er viðtal við tvo frumkvöðla, þau Hildi Björk Hilmarsdóttur og Daníel Reynisson, en þau segjast jafnvel hafa óttast að félagið myndi lognast út af þegar eldhugarnir hættu en svo er ekki. Í blaðinu er líka viðtal við tvö ungmenni sem berjast við krabbamein og fjögurra barna móður sem ákvað að storka ekki örlögunum og lét fjarlægja bæði brjóst sín vegna fjölskyldusögu um brjósta- krabbamein. Þá er athyglisverð grein um kostnað í heilbrigðiskerfinu og grein um möguleika fólks sem hefur greinst með krabbamein til að eignast börn. Einnig er ítarleg umfjöllun um viðburði afmælis- ársins sem tóku mikið pláss hjá Krafti þetta árið. Framtíðin er björt, Kraftur er öflugt félag sem hefur, ef eitthvað er, eflst enn frekar sl. misseri. Kraftur heldur ótrautt áfram að sinna hagsmunamálum fyrir félagsmenn sína á öllum vígstöðum, hvort heldur sem um er að ræða jafningastuðning, fræðslu, aukna sál- fræðsluþjónustu eða með áframhald- andi baráttu fyrir lægri greiðslubyrði ungs fólks með krabbamein. Til hamingju með 15 ára afmælið, kæru félagar! Halldóra Víðisdóttir formaður Krafts Fylgdu okkur á Instagram /cintamani_iceland Finndu okkur á Facebook /cintamani.icelandAusturhraun 3 | Bankastræti 7 | Kringlan | Smár lind WWW.CINTAMANI.IS

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.