Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 4

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 4
7 Kraftur 15 ára 6 Kraftur 15 ára Á 15 ára afmæli Krafts er við vel við hæfi að líta um öxl og skoða upphaf þess að Kraftur varð til. Af öðrum ólöstuðum eiga þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel Reynisson hvað stærstan þátt í uppbyggingu félagsins í gegnum árin. Hildur er einn af stofnendum Krafts en Daníel kom til starfa fyrir félagið á fyrsta árinu. Bæði hafa þau gegnt formennsku en þrátt fyrir að þau hafi nú dregið sig í hlé frá ábyrgðar- störfum fyrir Kraft, eru þau dyggir félagar og mæta reglulega á flesta fundi og uppákomur sem félagið stendur fyrir. Hildur og Daníel hafa enn afar sterkar taugar til Krafts eins og glöggt kemur fram í eftirfarandi spjalli við þau. „Mér er efst í huga hvað tíminn líður hratt,“ segir Hildur og minnist upphafsins. „Ég var 23 ára þegar ég greindist fyrst með bráðahvítblæði, árið 1994. Á þessum tíma var ég í námi við Kennaraháskóla Íslands, leigði íbúð, var á námslánum og í sambandi. Þegar ég fór að leita að einhvers konar stuðningshópi, sérstaklega fyrir ungt fólk sem greindist með krabbamein, komst ég að því að hann var ekki til. Þá fyrst kviknaði hugmyndin að stofnun hóps fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur,“ segir Hildur og talar um að vorið eftir greiningu hennar hafi hún heimsótt ungan mann á Landspítalann sem var mjög veikur á þeim tíma en eftir harða baráttu við krabbameinið hafi hann náð bata. „Ég greindist síðan aftur með bráðahvítblæði árið 1997 og tæpum tveimur árum síðar hitti ég aftur þennan unga mann, sem heitir Jón Bergur Hilmarsson, og eiginkonu hans, Árnýju Júlíusdóttur. Þá nefndi ég hugmyndina við hann um stofnun félags sem hefði hagsmuni ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, að leiðarljósi. Jón Bergur og Árný kölluðu saman nokkra áhugasama einstaklinga sem hittust í stofunni heima hjá þeim Árnýju. Það má því segja að Kraftur hafi verið stofnaður við eldhúsborðið hjá þeim þann 1. október árið 1999.“ „Ég kom inn í Kraft skömmu eftir stofnun félagsins,“ segir Daníel. „Þá var ég 29 ára, nýgreindur með krabbamein og í miðri meðferð. Ég fann að mig vantaði jafningja- stuðning; þ.e. mig langaði að tala við aðra sem hefðu svipaða reynslu og á sama aldri og ég. Við þessar aðstæður koma upp spurningar sem enginn heilbrigðisstarfsmaður getur svarað – heldur einungis þeir sem upplifað hafa sömu reynslu. Ég vissi af stofnun Krafts sem setti mig í samband við ungan mann sem gengið hafði í gegnum sömu reynslu og ég. Það veitti mér mikla hjálp og von að tala við hann,“ segir Daníel og leggur mikla áherslu á að jafningjastuðningurinn hafi alla tíð verið eitt af aðalsmerkjum Krafts. „Stuðnings- net Krafts er byggt upp af sjálfboðaliðum sem farið hafa í gegnum námskeið fagaðila og eru tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum til þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Það er einn mikilvægasti hlekkurinn í starf- semi félagsins.“ Hildur talar um eftirminnilegan kynningarfund Krafts sem haldinn var í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í febrúar árið 2000. „Það fylltist allt á 4. hæðinni og alls munu um 300 manns hafa mætt. Það gladdi okkur sérstaklega að sjá fjölda heilbrigðisstarfsmanna, lækna og hjúkrunarfólk, á meðal gesta. Teningnum var sannarlega kastað með þessum fjöldafundi. Ljóst var að þörf var fyrir félag eins og Kraft,“ segir Hildur og brosir við minninguna. Segja þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel Reynisson Kraftur hefur slitið barnsskónum Hildur Björk Hilmarsdóttir & Daníel Reynisson „Þegar ég fór að leita að einhvers konar stuðningshópi, sérstaklega fyrir ungt fólk sem greindist með krabbamein, komst ég að því að hann var ekki til“ Viðtal Ragnheiður Davíðsdóttir

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.