Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 11

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 11
20 21 Kraftur 15 ára Kraftur 15 ára Þær eru margar, konurnar, sem gengist hafa undir brottnám á brjósti vegna krabbameins. Þær eru aftur á móti færri sem hafa ákveðið að láta fjarlægja bæði brjóstin í forvarnar- skyni; þ.e. til að eiga ekki á hættu að greinast með krabba- mein í brjósti síðar meir. Ástæðan er sú, að margar konur ganga með hið svokallaða BRCA gen. Svanhildur Ásta Haig, fertug fjögurra barna móðir í Kópavogi, tók þá meðvituðu ákvörðun að gangast undir brjóstnám á báðum brjóstum vegna fjölskyldusögu. Móðir hennar lést úr brjóstakrabba- meini og systir hennar greindist einnig með brjóstakrabba- mein en hefur nú náð bata. Báðar voru þær með þetta stökk- breytta gen. Þá lést fyrrverandi eiginmaður Svanhildar úr krabbameini fyrir 5 árum sem hafði mikil áhrif á börn þeirra. Sjálf segist Svanhildur hafa tekið þessa ákvörðun til að minnka verulega líkurnar á að greinast með brjóstakrabba- mein. Það geri hún ekki síst fyrir börnin sín. Svanhildur, sem er gjaldkeri Krafts, tók vel í beiðni okkar um viðtal um þessa lífsreynslu sína. Talið er að um 5 til 10% brjóstakrabbameina séu ættgeng og því valdi stökkbreyttur erfðavísir (gen) sem erfist frá foreldri til barns. Flest tilfelli ættgengs brjóstakrabbameins tengjast tveimur stökkbreyttum genum: BRCA1 (BReast- CAncer gene one) og BRCA2 (BReast CAncer gene two). Allir eru með BRCA1 og BRCA2 gen. Hlutverk BRCA genanna (erfðavísanna) er að gera við frumuskemmdir og sjá til þess að brjóstafrumur vaxi eðlilega. Þegar þessi gen eru óeðlileg eða stökkbreytt og þau erfast frá einni kynslóð til annarrar, starfa þau ekki heldur eðlilega og líkur á brjóstakrabbameini aukast. Stökkbreytt BRCA1 og BRCA2 gen eru orsök um 10% tilfella brjóstakrabbameina eða í 1 af hverjum 10. Það vakti heimsathygli þegar Angelina Jolie, leikkona og margra barna móðir, lét fjarlægja bæði brjóst sín vegna þess að hún bar þetta gen. „Áður en lengra er haldið vil ég taka skýrt fram að ég er ekki sjálf með BRCA genið en vegna fjölskyldusögu minnar var aldrei efi í mínum huga að fara í þessa aðgerð,“ segir Svan- hildur sem ræddi við blaðamann mánuði eftir aðgerðina. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein 45 ára gömul og svo greindist hún aftur 5 árum síðar og lést aðeins 50 ára. Systir mín greindist svo tveimur árum síðar, 27 ára að aldri,“ segir hún og útskýrir að systir hennar hafi borið þetta gen og svo hafi komið í ljós að móðir hennar var líka með það. „Eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega með viðtölum í rúmt ár og rætt við eiginmann minn og aðra ástvini, ákvað ég að stíga þetta skref, þ.e. láta fjarlægja bæði brjóstin“ „Eftir þetta var mér boðið að fara í erfðaráðgjöf – þrátt fyrir að ég væri ekki sjálf með genið. Engu síður var mér sagt að ég væri í mun meiri hættu að fá krabbamein í brjóst en aðrar konur. Eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega með viðtölum í rúmt ár og rætt við eiginmann minn og aðra ást- vini, ákvað ég að stíga þetta skref, þ.e. láta fjarlægja bæði brjóstin. Þetta var í rauninni ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Mamma á 7 barnabörn sem hún hefur aldrei hitt, hún dó daginn eftir að ég vissi að ég var orðin ólétt af fyrsta barninu mínu og eldri tvö börnin mín misstu pabba sinn þegar þau voru 6 og 10 ára. Ég ákvað þetta þeirra vegna – enda hafði nóg verið á þau lagt,“ segir Svanhildur og kveðst sannarlega ekki sjá eftir því þótt vissulega hafi aðgerðin verið erfið og sársaukafull. Alls ekki erfið ákvörðun Segir Svanhildur Ásta Haig sem lét fjar- lægja bæði brjóstin í forvarnarskyni Svanhildur og eiginmaður hennar Ranald Viðtal Ragnheiður Davíðsdóttir 1

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.