Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 12

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 12
23 Kraftur 15 ára 22 Kraftur 15 ára Hún segir aðgerðina sjálfa hafa tekið um sex klukku- stundir, þ.e. að fjarlægja bæði brjóstin og setja svokallaðan „vefja-þenjara“ undir húðina til að undirbúa uppbyggingu nýrra brjósta. Þannig er teygt á húðinni nokkrum sinnum fram að því að Svanhildur fær sjálfa brjóstapúðana. „Ég var svo lánsöm að hægt var að nota mínar geirvörtur og þess vegna þarf ég ekki að láta tattúvera þær á mig eins og svo margar konur þurfa,“ bætir hún við og útskýrir að þegar þessu ferli ljúki verði varla hægt að merkja að hún sé með upp- byggð brjóst en ekki þau upprunalegu. „Í raun skiptir þetta mig litlu máli. Ég hef verið hrædd við þau síðan systir mín greindist, fannst eins og ég væri með tifandi tímasprengjur framan á mér. Og eftir að barnsfaðir minn dó þá breyttist al- gjörlega mitt hugarfar varðandi það hvað heilsan mín skiptir miklu máli. Kannski óþarfa hræðsla en þetta var mitt val.“ Svanhildur segir sér hafa létt mikið þegar aðgerðin var að baki. „Auðvitað var þetta sárt,“ svarar hún aðspurð um eftir- köstin. „Eftir aðgerðina var ég með fjögur svokölluð „dren“ til að fjarlægja vökva og það er heilmikið mál allt í kringum það og oft sýkingarhætta. Mér fannst hrikalega erfitt að vera með þau, ég losnaði við síðasta drenið 15 dögum eftir aðgerð. Ég var heppin – enda hefur ekkert óvænt komið uppá. Ég verð eins og ný innan skamms,“ segir hún og brosir breitt. „Á leiðinni heim af spítalanum urðum við að koma við í apótekinu til að sækja lyfin mín, heil ósköp af verkja- og sýklalyfjum, og 6 dögum eftir aðgerð þurfti ég að fara í mátun út í bæ og kaupa mér þrýstingsbrjóstahaldara“ Viðtal Svanhildur segist ekki hafa farið var- hluta af ástandinu á Landspítalanum og oft hafi henni fundist hún beinlínis vera fyrir. „Ég var tvo daga á spítalanum, eða fór heim á þriðja degi og fékk að vita að beðið væri eftir rúminu mínu þar. Ég fór svo með fjórfalt dren á sjúkra- hótelið við Ármúla sem einnig er rekið sem venjulegt hótel. Það þýddi að ég varð að brölta með allar snúrurnar, sárveik, í morgunmat með venjulegum gestum! Ég hafði hvorki vilja né orku til að standa í því og fór heim eftir þrjá daga þar. Á leiðinni heim af spítalanum urðum við að koma við í apótekinu til að sækja lyfin mín, heil ósköp af verkja- og sýklalyfjum, og 6 dögum eftir að- gerð þurfti ég að fara í mátun út í bæ og kaupa mér þrýstingsbrjóstahaldara. Þetta reyndi mjög á mig svona veika. Af hverju eru lyfin ekki afgreidd frá apó- teki spítalans og af hverju var ekki boðið uppá þjónustu við að kaupa brjóstahald- arann á spítalanum? Það ætti að vera lítið mál að bjóða þessa þjónustu og spara sjúklingunum mikil óþægindi í leiðinni. “ Svanhildur segist líta framtíðina björt- um augum. Hún er langt komin með viðskiptafræðinám og vinnur í fyrir- tækjadeild Northwear. Þá gekk hún til liðs við stjórn Krafts síðastliðið vor og er nú gjaldkeri félagsins. „Ég hjálpaði til með tímabundin verk- efni hjá FKA – félagi kvenna í atvinnu- lífinu - en framkvæmdastjóri FKA var áður framkvæmdastjóri Krafts og benti mér á þetta góða félag og lét þess getið að reynsla mín myndi nýtast vel hjá félaginu. Í kjölfarið ákvað ég að gefa kost á mér og sé ekki eftir því,“ segir hún og kveðst sannarlega hafa viljað geta nýtt sér þá þjónustu sem Kraftur hefur uppá að bjóða þegar hún gekk í gegnum þá lífsreynslu sem greint hefur verið frá. „Ég hefði t.d. viljað hafa bókina sem Kraftur var að gefa út „Þegar foreldri fær krabbamein“ auk þess sem það er svo ótal margt sem Kraftur getur gert fyrir ungt krabbameinsveikt fólk og aðstandendur þess,“ segir hún og talar um að öll þessi lífsreynsla hafi vissulega breytt lífsviðhorfum hennar og barnanna. „Ég hefði gjarnan viljað að börnin mín hefðu ekki þurft að upplifa svona mikla sorg, það að þurfa að segja börnunum að pabbi þeirra sé dáinn er það erfiðasta sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Sjálf er ég lánsöm að hafa ekki greinst með krabbamein en engu að síður hefur sjúkdómurinn snert mig harkalega á annan hátt. Þeirri reynslu vil ég miðla til annarra og láta þannig gott af mér leiða.” 1. Svanhildur ásamt eiginmanni sínum Ranald Jack Haig og börnunum þeirra. 2. Móðir Svanhildar, Ragnhildur Björns- dóttir, sem lést fimmtug úr brjósta- krabbameini. 2 1

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.