Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 15

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 15
2928 Kraftur 15 ára Kraftur 15 ára Í tilefni af stofnun Neyðarsjóðs Krafts og afmælisársins var ákveðið að fagna með afmælistónleikunum Gerum Kraftaverk – sem fram fóru í Norðurljósasal Hörpu þann 17. september. Tónleikarnir heppnuðust einstak- lega vel og var það á allra manna vitorði hve skemmtileg og hrífandi stemmningin var þetta kvöld. Uppselt var á tón- leikana, en bæta þurfti við aukasætum vegna mikillar eftir- spurnar. Tilgangur tónleikanna var að safna fé í Neyðarsjóð Krafts sem stofnaður var nokkrum dögum síðar en u.þ.b. 2.000.000 söfnuðust í sjóðinn þetta kvöld. Þeir listamenn sem fram komu þetta kvöld voru systkinin KK & Ellen, söngkonan Emiliana Torrini, hljómsveitin skemmtilega AmabadamA, Stefanía Svavars og ABBA dívurnar, Baggalútur og að ógleymdum Ara Eldjárn sem var með uppistand. Kynnir kvöldsins var svo skemmtikraft- urinn og eftirherman Sólmundur Hólm. Allir þessir frábæru listamenn sýndu Krafti ómetanlegan stuðning með þeirra framlagi en allir listamennirnir gáfu vinnuna sína . Ef stuðningsfélagið Kraftur nyti ekki góðs af styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum í samfélaginu, væri félagið ekki á þeim stað sem það er í dag. Kraftur hefur fundið fyrir ótrúlegum meðbyr alla tíð sem hefur mögulega vaxið undan- farna mánuði. Í undirbúningi tónleikanna fór félagið ekki varhluta af þeim stuðningi og má þar helst nefna Atlantsolíu, sem gerði okkur kleift að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Stuðningur þeirra var og er ómetanlegur. Önnur fyrirtæki sem styrktu tónleikana voru Exton, Prentsmiðjan Prentmet, Bland.is, ja.is, mbl.is, dv.is, Ísa- foldar prentsmiðja, Joe & the Juice, Trendnet.is, og Morgun- blaðið. Að lokum ber að nefna Lailu Sæunni Péturs- dóttur sem var okkar hægri hönd í öllum undirbúningn- um og sá um almannatengsl, markaðssetningu og viðburðar- stjórnun. Einnig þakkar Kraftur öllum þeim einstakl- ingum sem unnu í sjálfboðavinnu við tónleikana. Við erum snortin af öllum þeim stuðningi sem við höfum fundið fyrir og þökkum af alúð. Styrktartón- leikar Krafts – Gerum kraftaverk

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.