Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 18

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 18
35 Kraftur 15 ára 34 Kraftur 15 ára Flottir golfarar styrktu Kraft eftir Costablanca Open. Föstudaginn 16. maí afhentu Bjarni Sigurðsson, fyrir hönd Costablanca, og Ágúst Þór Gestsson, verðlauna- hafi á Costablanca Open 2014, Krafti ávísun að fjárhæð rúmar 72.000 kr. Í Costablanca Open golfmótinu í lok apríl gátu þátttakendur keypt merktan golfbolta og rann andvirði sölunnar í sameiginlegan sjóð og sá þátttakandi sem fór næstur holu á 7. braut á Las Colinas átti síðan að ákveða hvert þessi sameiginlegi sjóður myndi renna. Á lokakvöldinu tilkynnti forsvarsmaður Costablanca að fyrirtækið ætlaði að tvöfalda söfnunarfjárhæðina og úr varð umrædd fjárhæð. Golfarinn Ágúst Þór Gestsson vann þessa holukeppni og ákvað að sjóðurinn myndi renna til Krafts. Þeir Bjarni og Ágúst afhentu Julie Coadou og Sigríði Margréti Einarsdóttur, stjórnarkonum í Krafti, ávísunina og var ljósmyndin tekin af því tilefni. Kraftur þakkar Costablanca innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun koma sér vel í neyðarsjóðinn sem stofnaður var fyrir skömmu. Starvís, starfsmannafélag Verkfræðistofunnar Verkís, fékk að eiga eldri tölvubúnað sem féll til hjá vinnuveit- anda þeirra. Starfsmennirnir ákváðu að efna til uppboðs á varningnum og söfnuðust 123.600 krónur á uppboðinu. Starfsmennirnir vildi láta gott af sér leiða með pening- unum og höfðu samband við Kraft sem fékk að njóta þessa rausnarlega framlags þeirra. Kraftur þakkar Starvís og Verkís af alhug þessa höfðinglegu gjöf. Golfarar styrktu Kraft Gjöf frá Verkís Styrktaraðilar Krafts Bjarni Sigurðsson frá Costablanca og Ágúst Þór, vinningshafi, afhenda Julie og Sigríði, stjórnarkonum í Krafti, verðlaunaféð. Formaðurinn Halldóra og Salvör, ritari, tóku á móti gjöfinni úr hendi Birkis Hrafns Jóakimssonar, formanns Starvís Kastað til bata Það voru þrettán glaðar og hressar „brjóstakonur“ sem komu heim frá velheppnaðri veiðiferð í Reykjadalsá í Reykjadal í sumar. Sem fyrr er markmiðið að veita konum sem fengið hafa brjóstakrabbamein tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með þvi að æfa fluguköst í fögru umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu. Til að þessar frábæru árlegu veiðiferðir geti orðið að veruleika hefur stuðningur styrktaraðila skipt meginmáli. Í ár styrkti Pétur Pétursson verkefnið með veiði og veiðihúsi í Reykjardal, Bjarni Höskuldsson og hans félagar með frábærri leiðsögn um árnar og Hilmar Jónsson bauð upp á kastkennslu sem vakti mikla ánægju. Marc bale umboðsaðili Grace-veiðistanga frá Sage afhenti Kastað til bata tvær bleikar fluguveiðistangir í verslun- inni Veiðihornið. Hjónin María Anna og Ólafur frá Veiðihorninu hafa verið með frá byrjun verkefnisins en þetta er fimmta árið sem haldið er á vit veiðiævintýra. Þau hjón stefna að því að selja 10 stangir og gefa 30.þúsund krónur af hverri seldri bleikri „Grace” veiðistöng í þetta verkefni, en þetta eru mjög vandaðar fluguveiðistangir. „Kastað til bata“ er hugmynd frá Bandaríkjunum “Casting for recovery” og hefur verið gaman að geta haldið þessu verkefni áfram hér á landi. Kastað til bata er verkefni á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna krabbameinsfélagsins og styrktaraðila þar sem konum er boðið í veiðiferð 1. F.v: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Jónína Jónsdóttir og Elísabet Sigurðardóttir. 2. Grace veiðistöngin 3. Allur hópurinn í góðu glensi 4 F.v. María Anna, Ragnheiður, Ásdís, Jónína, Marc Bale og Hrund 1 2 3 4

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.