Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 21

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 21
41 Kraftur 15 ára 40 Kraftur 15 ára Þegar þetta er skrifað eru nokkrir dagar í að IVF Coaching smáforritið komi út á Google Play Store. Á bak við smáforritið eru Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur og Berglind Ósk Birgis- dóttir hjúkrunarfræðingur en báðar hafa þær mikinn áhuga á ófrjósemi. Forritið sem er á ensku er ætlað til að styðja við konur og menn sem eru á leið í glasafrjóvgunarferli en um helmingur fólks sem upplifir ófrjósemi segir að það sé það erfiðasta sem það hefur gengið í gegnum í lífinu. Eftir um 2 ár af árangurslausum barneignartilraunum eru fleiri konur en ekki með þunglyndi og töluverðan kvíða. Karlmenn upp- lifa svipaðar tilfinningar en oftast ekki eins sterka vanlíðan og konurnar. Í venjulegri glasameðferð eru líkurnar á þung- un yfirleitt í kringum 30% og yfirleitt þarf fleiri en eina glasa- meðferð til að konan verði barnshafandi. Konur sem upplifa ófrjósemi hafa yfirleitt mikla þörf fyrir upplýsingar um ófrjósemi, tilfinningahlið ófrjósemi, um meðferðirnar og hvernig þær geta undirbúið sig sem best til að auka líkur á þungun. Smáforritið mætir þeirri þörf og eru í því ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknarniðurstöðum um ýmislegt sem getur aukið þungunarlíkur og getur notand- inn nýtt sér þær niðurstöður. Í smáforritinu eru einnig ýmsar upplýsingar um ófrjósemi, próf/rannsóknir í tengsl- um við ófrjósemi, hvað skal hafa í huga þegar valin er glasa- meðferðarstöð og hvernig bæta má líðan í meðferðinni. Til viðbótar eru ýmiskonar slökunarupptökur með dáleiðslu- ívafi en rannsóknir hafa einmitt sýnt að dáleiðsla í uppsetn- zz ingu fyrir glasameðferð eykur líkur á þungun og slökunin gagnast einnig vel því hún dregur úr kvíða og streitu. Þá eru í smáforritinu upplýsingar um vítamín og bætiefni sem hafa með frjósemi að gera, listi yfir ánægjulegar athafnir sem geta nýst í meðferðarferlinu og þess utan. Oft er það þannig að þegar fólk er í töluverðri vanlíðan þá man það ekki eftir neinu sem getur hjálpað því til að líða betur og þá getur þessi listi komið að góðu gagni. Í meðferðarferlinu fær notandinn svo daglega fróðleiksmola um ferlið, um hvernig hann getur látið sér líða betur, aukið Umfjöllun Frjósemi & smáforrit Forritið sem er á ensku er ætlað til að styðja við konur og menn sem eru á leið í glasafrjóvgunarferli. Á bak við smáforritið eru Gyða Eyjólfsóttir og Berglind Ósk Birgisdóttir Berglind Ósk Birgisdóttir, Gyða Eyjólfsdóttir, Ljósmynd: RagnaK Photography Sýnishorn af viðmóti smáforritsins. stjórn, dregið úr vanlíðan og undirbúið sig undir það sem er framundan. Flest allir molarnir eru byggðir á niðurstöðum rannsókna. Þá býður smáforritið einnig upp á að notandinn geti skrifað inn dagbókarfærslur í tengslum við meðferðina og nýtt sér dagatal sem heldur utan um allt sem viðkemur meðferðinni. Upplýsingarnar í smáforritinu nýtast bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í glasameðferð og þeim sem hafa þurft að ganga í gengum endurteknar árangurlausar meðferðir. Notandinn fær upplýsingar sem hann er svo hvattur til að ræða við sinn lækni um sem vonandi leiða til þess að næsta meðferð endi með þungun og betri líðan. Þær stöllur Berglind og Gyða fengu hálfarar milljón króna styrk upp í kostnað við útlitshönnun og forritun hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands úr Átaki til atvinnusköpunar og voru í sumar með hópfjáröflun í gegnum Karolina Fund þar sem þær söfnuðu annarri eins upphæð en til viðbótar lögðu þær sjálfar um hálfa milljón í verkefnið. Þær eru að vonum mjög spenntar yfir útkomu smáforritsins og hlakka mikið til. Eftir að forritið kemur í sölu hjá Google Play Store stefna þær á að fá forritun á því fyrir ios markaðinn og hefja síðan markaðssetningu á því. Nú þegar eru þó nokkrir einstak- lingar sem bíða eftir að geta farið að nota smáforritið en það má lesa nánar um það á heimasíðu og facebook síðu þeirra. www.ivfcoaching.com www.facebook.com/IVFcoachingApp

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.