Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 23

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 23
45 Kraftur 15 ára 44 Kraftur 15 ára Fyrstu hugsanir/viðbrögð? Fyrstu viðbrögð við fréttunum voru þær að ég upplifði mikið sjokk. Ég man að við fyrstu tilkynningu þá tók ég klukkutíma í sjokk. Fjölskyldan varð skíthrædd og það var mjög erfitt. En svo fór ég og las mér eins mikið til um þetta og ég gat. Einhvern veginn fór ég svo fljótlega í þá hugsun að þetta væri verkefni sem ég þyrfti að klára. Ég talaði við lækna sem sögðu að þetta væri auðvelt og það gaf mér mikla von. Fyrst spurði ég líka sjálfa mig hvort fótboltasumarið væri búið. Ég var komin á svo gott ról persónulega, komin á gott skrið með landsliðinu og allt gekk vel. Þannig að eftir smá umhugsun spurði ég hvort við gætum ekki frestað þessu þangað til fótboltasumarið væri búið. En svo talaði ég við blóðmeinarfræðinginn minn og hann kom með allar hörðu staðreyndirnar og þá fékk ég aftur sjokk yfir því hvað þetta væri alvarlegt. Það var smá sjokk þann daginn, en svo bara áfram með verkefnið. Ekkert annað í boði. Hvernig fer meðferðin fram? Á tveggja vikna fresti á föstudögum fer ég í fjóra tíma í abvd lyfjameðferð. Fæ lyfin og fæ að fara heim. Eftir fyrstu fjögur skiptin þá varð ég slöpp í u.þ.b. fjóra daga. En nú í síðustu tveimur þá er ég kannski slöpp í sex daga. Þegar ég segi slöpp þá er ég samt ekki alveg búin á því. Erfitt að útskýra en mér er ekki beint óglatt, þetta er aðallega lystarleysi og þreyta sem ég finn. Ég fer heim legg mig og svo ef það er æfing þá mæti ég. Ég held að ég geti talið þær á fingrum annarrar handar æfingarn- ar sem ég hef sleppt út af þessu. En á móti þá kann maður svo vel að meta góðu dagana, þar sem maður er 100% og getur tekið almennilega á því á æfingum. Núna á ég eftir tvær lyfjagjafir í viðbót og fer þá í skanna í Danmörku og þá kemur í ljós hvort ég fer í fjórar í viðbót eða átta. Þetta var sett upp sem 16 skipti í heildina en ef ég svara meðferðinni vel þá verða þetta 12 skipti. „Ég mæti á allar æfingar og hef byrjað alla leiki í sumar fyrir utan tvo sem ég kom inn á sem varamaður í og ég missti af einum leik vegna smá upp- skurðar“ Þú ert búin að halda áfram að æfa og keppa í sumar, ákvaðstu strax að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist og hvernig gekk það? Mér fannst það óþægilegast þegar ég var fyrst að fá fréttirnir um það versta sem gæti gerst, ég vildi ekkert heyra það. Það var eins og að ég yrði að hætta. En ég hélt áfram og fann ekkert fyrir neinu og hef ekkert fundið það enn, eða jú ég hef ekki sama þol en ekkert þannig að ég yrði að hætta. Ég mæti á allar æfingar og hef byrjað alla leiki í sumar fyrir utan tvo sem ég kom inn á sem varamaður í og ég missti af ein- um leik vegna smá uppskurðar. Þegar ég kom inn á sem varamaður þá var ég einu sinni að koma frá Danmörku og einu sinni var leikur of nálægt meðferð . Hvernig gekk að spila þessa leiki? Rosalega vel. Ég finn að ég hef ekki sömu hlaupagetu og það er það eina sem truflar; verð móðari og þreyttari fyrr en áður og ég er orkuminni. En ég var komin í þann klassa að þó ég missti þol þá datt ég ekki niður í einhverja meðalmennsku. Ég er enn að taka auka- æfinguna til að verða enn betri. Ég er líka í þannig í stöðu á vellinum að ég kann svolítið að stjórna álaginu. Hvernig hafa liðsfélagarnir tekið þessu. Fáranlega vel. Þær eru svolítið öðruvísi en náunustu aðstendurnir. Það er allt önnur stemmning á æfingu en heima. Viðtal 1 Þar þurfum við svolítið að gleyma okkur og vera bara í mómentinu á æfingunni. Það er t.d. gott að geta stundum komið og sagt „þarf ég að byrja inn í reit, ég er með krabba- mein“. Ég get gert þannig grín að sjálfri mér og sjúkdómnum og það er oft gott. Það er líka oft gott að fá að koma úr þungu andrúmslofti sem stundum skapast og vera í staðinn partur af liði sem er t.d. að undirbúa sig fyrir leik og er ekkert að vorkenna manni. „Það er t.d. gott að geta studum komið og sagt „þarf ég að byrja inn í reit, ég er með krabbamein“ Æfir þú jafn mikið og aðrir í liðinu? Já ég hef oftast æft meira ef eitthvað er. En ég fer til Silju Úlfars og hleyp og lyfti með henni. Á Íslandi er ekkert rosa- mikið verið að leggja á sig aukalega og leita út fyrir ramann til að gera allt til að verða betri. Ég held áfram að æfa mig aukalega. Ég veit að lyfjameðferðin tekur frá mér sprengikraft og hraða en ég er búin að hugsa hvað ég geri eftir tímabilið á næsta undirbúningstímabili. Þá get ég nýtt tímann meira í tæknilega þætti og skipt prógramminu upp og þannig séð hvað ég get gert meira af en áður og minna af en áður, því ég hef alltaf sama tímann. Hvað er búið að vera erfiðast í ferlinu? Ég held að hingað til að erfiðast sé að vita ekki hvað taki við. Verður þessi ótti alltaf til staður hvort ég fái hnúta hér og þar? En það sem er erfiðast núna er að horfa á náunustu aðstendendur og sjá þá upplifa þetta í gegnum mig. Þetta tekur t.d. meira á mömmu heldur en mig. Það er eitt að því erfiðasta að finna hvað aðrir eru stressaðir og hræddir, það er eiginlega það erfiðasta í þessu öllu. Sama hvernig fer, hvernig verður næsti vetur? Ég fer í skannann 8. október og fæ þá vonandi að heyra að ég eigi aðeins fjórar lyfjagjafir eftir. Annað hvort verður þetta. 21. nóv eða 16. jan sem ég fer í síðustu lyfjameðferðin og sama hvað verður þá fer ég í gegnum þetta. Ef það er í nóvember þá fer ég bara fyrr að stað aftur. Og á næsta ári byrjar undir- búningstímabil hvernig sem fer. Mig langar út og ég set stefnuna aftur þangað. En það fer eftir því hversu fljótt ég næ mér af stað. En það er klárlega ætlun mín að komast sem fyrst aftur af stað og ég set stefnuna eins fljótt aftur út og ég get hvort sem það verður um vorið eða næsta sumar. En það er markmiðið eða hvort ég tek næsta sumar heima áður en ég fer út aftur. Út skal haldið, segir þessi kraftmikla knattspyrnukona að lokum. 1. Æskuvinkonur. F.v. Erla Hrund Halldórsdóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Mist, Ólafía Sif Sverrisdóttir, Hallgerður Ragnarsdóttir og Arnbjörg Baldvinsdóttir. 2. Jólamynd af fjölskyldunni. F.v. Edvard Ragnarsson, Darri Ed- vardsson, Erla Edvardsdóttir, Silja Edvardsdóttir, Magnús Edvards- son og Jóhanna Magnúsdóttir móðir Mistar. Fremst eru amma og afi Mistar, Erla Charlesdóttir og Magnús Bjarnason. 3. Mist að sýna flotta fótboltatakta. 2 3

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.