Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 24

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 24
47 Kraftur 15 ára 46 Kraftur 15 ára Síðla árs 2013 bauðst Krafti að taka þátt í samstarfi við félagið Alivia í Póllandi sem er samtök ungs fólks með krabbamein. Stuttu fyrir jól fóru tveir fulltrúar frá Krafti til fundar við félagið í Varsjá þar sem skrifað var undir samning um samstarf félaganna á milli. Í kjölfar samstarfsins hlaut Alivia styrk úr sjóði Evrópska efnahagssvæðisins til eflingar borgaralegs lýðræðis sem gerir félaginu kleift að koma á laggirnar verkefni sínu „Queuescope“. Í sumar fengum við stofnendur félags- ins til Íslands þar sem framvinda verkefnisins var kynnt fyrir stjórn Krafts. Markmið fundanna er að skiptast á hugmyndum og hjálpast að við að út-færa verkefnið á sem farsælastan hátt. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði að fullu tilbúið um mitt ár 2015. Alivia eru ung og óháð grasrótarsamtök sem stofnuð voru árið 2010 af þeim systkinum Agata Polińska og Bar- tosz Poliński. Forsaga félagsins er sú að Agata greindist með brjóstakrabbamein sem kostaði mikla baráttu við sjúkdóminn, en ekki síður harða viðureign við pólska heilbrigðiskerfið sem er flókið og óréttlátt. Biðin eftir að komast í meðferð og fá nauðsynlegar myndatökur getur verið löng ásamt því að heilbrigðiskerfið þar í landi neit- ar að borga fyrir dýrustu og nýjustu krabbameinslyfin á markaðnum sem veldur því að fólk einfaldlega deyr eða þarf að lifa við heilsuleysi. Slík þjónusta er gersamlega óviðunandi en verkefninu „Queuescope“ er ætlað að kort- leggja biðtíma eftir myndatökum og þjónustu á heilbrigðis- stofnunum þannig að neytandinn hafi val um að leita annað þar sem biðin er styttri. Slíkt eftirlit er talið geta veitt stjórnvöldum þar í landi aðhald og tækifæri til að þrýsta á stjórnvöld að bæta aðgengi krabbameinssjúklinga að meðferð og þjónustu. Ef vilji er fyrir hendi þá er sá mögu- leiki opinn að ættleiða verkefnið hingað til lands og laga það að íslenska heilbrigðiskerfinu. Hér virðist biðtími sjúklinga eftir tímum hjá sérfræðing- um og jafnvel heimilislæknum stöðugt lengjast og hlýtur það að ógna gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Þessi ógn er áhyggjuefni en reynsla Alivia af umræddu verkefni gæti komið okkur að notum hérlendis í framtíðinni til að sporna við hægvirkari og jafnvel skertri þjónustu við sjúklinga innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Það er sannur heiður fyrir Kraft að geta stutt vini okkar í Póllandi við framkvæmd verkefnisins og stuðlað þannig að auknu lýðræði og betri aðbúnaði krabbameinsgreindra þar í landi. Alþjóðlegt samstarf er dýrmætt fyrir Kraft þar sem reynsla og starf félaga erlendis sem vinna með ungum krabbameinssjúklingum getur hjálpað okkur að gera starf félagsins hér heima öflugra og betra. Vonandi komum við til með að gera meira af slíku í framtíðinni. Heimasíða Alivia: http://www.alivia.org.pl Samstarf Krafts & Alivia Umfjöllun F.v. Anna Sigríður Jökulsdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir, Agata Polinski, Ragnheiður Davíðsdóttir og Barttosz Polinski Thelma útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listháskóla Ís- lands árið 2005 og stofnaði fyrirtæki sitt, Thelma Design, í kjölfarið. Hún sérhæfði sig í útsaumi og bróderingu í París árið 2006 og hefur allar götur síðan einbeitt sér að hönnun höfuðfata, hvort sem um hatta, spangir eða önnur höfuðföt ræðir. Thelma hefur hannað höfuðföt fyrir krabbameins- greindar konur sem misst hafa hárið en í gegnum tíðina hefur mikið verið leitað til hennar eftir höfuðfötum á borð við túrbana eða hatta. Hún leiddist óvænt út á þessa braut en eftirspurnin var mikil og henni fannst þetta áhugavert verkefni að takast á við. Thelma frumsýndi línu fyrir ári síðan sem hönnuð var með þarfir þessa hóps að leiðarljósi en línan er þó fyrir alla. Sjálf er Thelma með mikið og þykkt hár og segist oft nota túrbana, svo línan er ekki einskorðuð við konur sem misst hafa hárið. Thelma ákvað að fara í rann- sóknarvinnu fyrir ári síðan og fékk nokkrar ungar konur með sér í lið sem misst hafa hárið. Ætlunin er að finna út hvaða efni henta t.d. best, bæði hvað varðar áferð, þykkt o.s.frv. en Thelmu finnst mikilvægt að hanna í samvinnu við kúnnana sína og bauð Krafti þjónustu sína og auglýstum við eftir konum sem vildu vinna þetta verkefni í samvinnu við hönnuðinn. Thelma er með vinnustofu á Skúlagötu og stendur reglulega fyrir svokölluðum „Thelmukvöldum“ þar sem fólki gefst tækifæri á að kynna sér hönnun hennar betur. Einnig er hægt að hafa samband við Thelmu í gegnum e-mailið thelma.bjork@gmail.com. Kraftur er þakklátur Thelmu fyrir þetta framtak og bindur miklar vonir við að konur, sem misst hafa hárið, fái höfuðföt sem þeim líður vel með. Hannar hatta & höfuðföt Thelma Björk Jónsdóttir fatahönnuður hannar höfuðföt í samvinnu við konur sem misst hafa hárið 1. Hönnuðurinn Thelma Björk Jónsdóttir 2-3. Höfuðfötin sem Thelma hannaði í samstarfi við konur sem misst hafa hárið vegna krabbameins 1 2 3

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.