Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 25

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 25
49 Kraftur 15 ára 48 Kraftur 15 ára „Regluleg mæting í leghálskrabbameinsleit getur nánast komið í veg fyrir að kona fái leghálskrabbamein“ Komdu í skoðun, minnkaðu líkurnar á krabbameini! Leghálskrabbameinsleit er líklega ein áhrifaríkasta heilsuvernd sem íslensk- um konum stendur til boða. Á Íslandi greinast tæplega 20 konur með legháls- krabbamein árlega. Árlega deyja tvær konur úr leghálskrabbameini, ef ekki væri boðið upp á leghálskrabbameins- leit á Íslandi mætti áætla að um 2 konur myndu deyja í hverjum mánuði. Frá því að leghálskrabbameinsleitin hófst fyrir 50 árum hefur dánartíðni (fjöldi þeirra sem deyja árlega) af völdum legháls- krabbameins minnkað um 90% og ný- gengi (fjöldi þeirra sem greinast árlega) minnkað um 70%. Regluleg mæting í leghálskrabbameinsleit getur nánast komið í veg fyrir að kona fái legháls- krabbamein. Helmingur kvenna yngri en 30 ára mætir ekki í skoðun. Leghálskrabba- mein er sjaldgæft hjá konum yngri en 25 ára, tíðni þess vex þó hratt frá 25 ára aldri og nær hámarki um 35 ára aldur og er algengast á adrinum 30 til 40 ára en síðan dregur hægt úr því með hækkandi aldri þó greina megi aukna tíðni hjá konum um áttrætt. Meðalaldur þeirra sem greinast með leghálskrabbamein er 44 ár, til saman- burðar er meðalaldur þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein 61 og 69 ár með ristilkrabbamein. Stærsta vandamálið í dag varðandi leg- hálskrabbameinleitina er, of fáar konur mæta reglulega í leitina. Eina leiðin til að vita hvort HPV-sýking, sem við flest fáum, er að gera skaða er að mæta reglu- lega í leghálskrabbameinsleit. Ekki nema 50% kvenna í aldurshópnum undir 30 ára mætir reglulega og aðeins 64% kvenna mættu í leitina á síðasta ári en mætingin var hæst 84% í kringum 1990. Þetta hefur haft þær afleiðingar að nú greinast feiri konur með leghálskrabba- mein á alvarlegra stigi en áður. Það þýðir að batahorfur eru minni. HPV veldur frumubreytingum og leg- hálskrabbameini. HPV smitast við kyn- líf. HPV er skammstöfun fyrir Human Papilloma Virus. HPV er veira sem hefur fylgt mannkyninu í milljónir ára. Þekktar eru rúmlega 100 tegundir og um 40 þeirra geta sýkt húð og slím- húðir á kynfærasvæði kvenna og karla. Þessar HPV- veirur geta líka valdið sýkingu í munni og koki kvenna og karla. Sumar af þessum HPV- veirum valda t.d. kynfæravörtum, Grein Kristján Oddsson yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarsviðs KÍ. aðrar frumubreytingum í leghálsi og um 15 þeirra geta valdið krabbameini í leghálsi og í munni og koki. HPV er algengasti kynsjúkdómurinn. HPV-sýkingar eru mjög algengar hér á Íslandi, talið er að a.m.k. 80% allra sem hafa stundað kynlíf smitist af HPV ein- hvern tímann á ævinni. Um 60% allra ís- lenskra kvenna á aldrinum 20-24 ára eru sýktar af HPV á hverjum tíma. Reikna má með að HPV sýkingar séu jafn al- gengar hjá körlum þó það hafi ekki verið kannað hér á landi. Tíðni HPV-sýkinga minnkar síðan hratt með aldrinum, en um 5% 60 ára kvenna eru sýktar af HPV. Þannig hverfa flestar HPV- sýkingar í leghálsi af sjálfu sér með hjálp ónæmis- kerfisins. Mörg ár geta liðið frá sýkingu til krabba- beins. Þó flestar HPV-sýkingar séu einkennalausar fá margar konur með HPV- sýkingu frumubreytingar í leg- hálsinn, að minnsta kosti tímabundið, nokkrum mánuðum eða ári eftir að þær sýktust. Flestar tegundir HPV valda ekki krabbameini. En ef þú smitast af krabbameinsvaldandi HPV og sýking hverfur ekki þá ertu í áhættu á að fá frumubreytingar sem þarf að með- höndla. Það tekur yfirleitt að minnsta kosti nokkur ár eða áratugi frá því sýking með krabbameinsvaldandi HPV á sér stað þar til krabbamein myndast. Eina leiðin til að vita hvort HPV-sýking er að valda þér skaða er að mæta reglu- lega í leghálskrabbameinsleit „Þú getur hafa smit- ast af HPV þó þú hafir bara sofið hjá einum einstaklingi einu sinni á ævinni“ Nánast allar HPV- sýkingar sem hafa áhrif á leghálsinn smitast með kynlífi (náin snerting kynfæra, t.d. samfarir í leggöng eða fingursnerting við kyn- færi). HPV getur einnig smitast við munn- og endaþarmsmök. Meirihluti karla og kvenna sem stunda kynlíf munu smitast einhvern tíma á ævinni. Þú getur hafa smitast af HPV þó þú hafir bara sofið hjá einum einstak- ling einu sinni á ævinni. Þó HPV valdi nánast öllum leghálskrabbameinum þá er talið að aðrir áhættuþættir eins og t.d. reykingar, að vera yngri en 25 ára, ónæmisbæling af völdum sjúkdóma eða lyfja eða annað kynfærasmit eins og klamydía og herpes geti aukið áhættuna. Það eru tvö bóluefni á markaði gegn HPV, Gardasil og Cervarix sem bæði verja gegn HPV 16 og 18 sem orsaka um 70% af leghálskrabbameinum. Gardasil ver einnig gegn HPV 6 og 11 sem orsaka yfir 90% af kynfæravörtum. Til að fá fullkomna vörn gegn HPV 16 og HPV 18 þarf að bólusetja áður en kynlíf hefst. Hér á landi er stúlkum boðin bólusetn- ing með Cervarix í 7. bekk grunn- skólans. Þó þú sért bólusett þarftu að mæta í leghálskrabbameinsleit því þú ert bara bólusett gegn 2 af um 15 veirum sem geta valdið leghálskrabbameini. Stúlkur og konur, jafnvel allt að 45 ára aldri, gætu haft gagn af bólusetningu þó þær hafi stundað kynlíf en búast má við að virknin sé minni en 100%. T.d. mælir bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) með bólusetningu kvenna til 26 ára aldurs. Í Danmörku var öllum stúlk- um 26 ára og yngri boðin bóluseting. Ræddu við lækninn þinn um hvort bólusetning gæti gagnast þér. „HPV veldur kynfæravörtum og einnig krabba- meini í getnaðarlim“ Auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar 2014, gerð af auglýsingastofunni Brandenburg,

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.