Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 26

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 26
50 51 Kraftur 15 ára Kraftur 15 ára Drengir geta haft gagn af bólusetningu, HPV veldur kyn- færavörtum og einnig krabbameini í getnaðarlim, munni og koki, en þessi krabbamein eru sjaldgæf. Menn sem hafa kyn- líf með öðrum mönnum geta einnig haft gagn af bólusetn- ingu því HPV veldur krabbameini í endaþarmi. Munar þig um að mæta einu sinni á þriggja ára fresti? Afhverju mæta íslenskar konur ekki reglulega í þessa mikil- vægu heilsuvernd? Rannsóknir hafa sýnt að það er engin ein ástæða þess að konur kjósa að mæta ekki. Örfáar konur taka meðvitaða ákvörðun um að mæta ekki en flestar konur nefna þætti eins og tímaleysi, ég veikist ekki, óþægileg skoðun, þekkja ekki áhættuna og er ekki á forgangslistanum. Hægt er að taka leghálskrabbameinssýni hjá Leitarstöðinni í Skógarhlíð, heilsugæsustöðvum og hjá kvensjúkdómalækn- um og það er enginn biðtími. Í Leitarstöðinni og á heilsu- gæslustöðvum eru flest leghálssýni tekin af ljósmæðrum og sýnatakan sjálf tekur að jafnaði innan við 2 mínútur. Leitarstöðin sendir öllum konum á aldrinum 23 til 65 ára bréf og býður þeim leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti. Þegar þú færð bréf frá Leitarstöðinni hvetjum við þig til að mæta og nýta þér þessa mikilvægu heilsuvernd þér til hagsbóta. Við erum öll að vilja gerð til að taka vel á móti þér. Ef þú vilt vita meira, kíktu á hpv.is Grein LÖGMANNSÞJÓNUSTA SÍÐAN 1907 logos@logos.is www.logos.is 42 New Broad Street London EC2M 1 JD England +44 (0) 207 920 3020 +44 (0) 207 920 3099 Efstaleiti 5 103 Reykjavík Iceland 5 400 300 5 400 301 Auglýsingaherferð Bleikuslaufunnar 2014 gerð af Brandenburg. Í vor kom út bókin „Þegar foreldri fær krabbamein“ á vegum Krafts og Vöku-Helgafells. Bókin er eftir bandarískan lækni, Wendy S. Harpham, þriggja barna móður sem glímdi við krabbamein um nokkurra ára skeið og skrifar hún bókina út frá reynslu sinni. Í bókinni er fjallað á hreinskilinn og nærfærinn hátt um það krefjandi og erfiða verkefni að ala upp börn og lifa eðlilegu fjölskyldulífi á sama tíma og for- eldri tekst á við krabbamein. Meðal þess sem tekið er fyrir í bókinni er hvernig sinna eigi grunnþörfum barna og um- önnun þeirra undir þessum erfiðu kringumstæðum, hvernig takast á við ótta og aðrar tilfinningar barna, m.a. óvissuna og dauðahræðsluna, hvernig svara eigi erfiðum spurningum m.t.t. aldurs barnanna og fjölmargt fleira. Í viðauka með bókinni eru tiltekin helstu vaxtar- og þroskastig barna og unglinga og sérstakur orðlisti læknisfræðilegra hugtaka sem tengjast krabbameini sem nýtist vel til að útskýra fyrir börnum á mismunadi aldursskeiðum. Með bókinni fylgir barnabókin „Begga og áhyggjubollinn“, myndskreytt saga um 7 ára stúlku sem á móður með krabbamein. Bókin hentar vel fyrir öll börn en nauðsynleg er fyrir fullorðna að lesa hana fyrst til að kanna hvernig efni hennar hentar m.t.t. eigin aðstæðna. Ekki er ráðlagt að láta börn lesa bókina ein, heldur ættu foreldrar að lesa hana með barni sínu og útskýra um leið ákveðna hluti út frá eigin reynslu og svara Þegar foreldri fær krabbamein Nytsamleg bók um börn og alvarleg veikindi spurnungum sem vakna hjá barninu. Báðar þessar bækur eru því eins konar leiðarvísir að því hvernig hægt er að takast á við raunveruleikann, hversu sár sem hann kann að vera, með uppbyggjandi hætti með börnum á öllum aldri. Bókin, „Þegar foreldri fær krabbamein“, er kaflaskipt og nýtist þannig ágætlega sem uppflettirit þegar þörf er á svörum við ákveðnum spurningum sem brenna á foreldrum og öðrum aðstandendum barna við þessar aðstæður. Bókin er þýdd af Karli Emil Gunnarssyni. Fyrirtækið Gengur vel, sem selur m.a. hinar lífrænt vottuðu og umhverfisvænu snyrtivörur Benecos, styrkti bókina með myndarlegum hætti og gerði Krafti þannig kleift að standa að útgáfunni. Kraftur þakkar Þuríði Ottesen, Sigrúnu Kjartansdóttur og Elísabetu Guðmundsdóttur, frá Gengur vel, innilega fyrir stuðninginn við bókina og frábært samstarf. Bókina fæst í bókabúðum en einnig er hægt að nálgast hana hjá Krafti, Skógarhlíð 8 Bókaumfjöllun 1. Bókin „Þegar foreldri fær krabbamein“ ásamt bókinni „Begga og áhyggjubollinn“ sem fylgir með. 2. F.v. Halldóra Víðisdóttir, Þuríður Ottesen, Sigrún Kjartansdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir. 2 1

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.