Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 28

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 28
55 Kraftur 15 ára 54 Kraftur 15 ára Viðburðir Krafts á árinu Aðventustund Krafts Opið hús var haldin þann 3. desember. Um 40 manns mættu. Pétur Jóhann gamanleikari var gestur kvöldsins og dró meðal annars í happdrætti félagsins og hljómsveitin Brother Grass spilaði nokkur vel valin jólalög. Virkilega hugguleg samveru- stund í aðdraganda jólahátíðarinnar. Happdrættið var veg- legt en eftirfarandi aðilar gáfu happdrættisvinninga: Andrea Butique, Þjóðleikhúsið, Skuggaform. Verma, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Inga Klemenz, verslunin Faco og Fitness- sport. Kraftur þakkar innilega velvild þessara aðila í garð félagsins. Í upphafi árs, eða 20. febrúar, hélt Kraftur opið hús. Halldóra Sigurdórsdóttir hélt fyrirlestur um leiðina að bættri líðan upp úr samnefndri bók sem hún skrifaði sjálf. Halldóra hefur gengið í gegnum erfið veikindi og skrifaði þessa bók í kjölfar þeirra. Einnig mætti söngkonan Stefanía Svavarsdóttir og söng nokkur vel valin lög, gestum Krafts til mikillar ánægju. Virkilega góð kvöldstund en það er alltaf gleðilegt að fylla húsið af gömlum og nýjum Kraftsfélögum og stuðningsfólki. Umfjöllun 1 2 3 4 Reykjavíkur maraþon Sumargrill Krafts Þátttaka í Reykjavíkumaraþoninu var góð í sumar og hlupu 160 manns fyrir Kraft. Alls söfnuðust rúlega tvær mill- jónir í áheitum á hlauparana.Hvatningar- hópar voru víða á leiðinni og góð stemmning. Í rigningunni sem einkenndi sumarið á höfuðborgarsvæðinu í sumar sló Kraftur upp sumargrilli í Hellisgerði í Hafnarfirði. Þrátt fyrir að veðrið hefði ekki verið með besta móti þá átti fólk góða stund saman og skemmti sér vel. Þær Soffía Karls- dóttir og Guðrún Árný sáu um að skemmta fólki með söng og tóku þær nokkur vel valin ABBA lög. Einnig steig Brynjar Dagur, sem sigraði Iceland got talent, á stokk við mikla gleði viðstaddra. Atlantsolía, Ölgerðin, Kjarnafæði , Góa , Myllan og Hafnarfjarðabær styrktu þennan viðburð og þakkar Kraftur þeirra framlag. 1. Pétur Jóhann slær á létta strengi með Salvöru Sæmundsdóttur 2. Kátir gestir á aðventukvöldi Krafts 3. Stefanía Svavarsdóttir söng nokkur lög á Opnu húsi 4. Hlín Rafnsdóttir, Ágústa Hilmarsdóttir og Gísli Júlíus Sigurðsson 5. Slegið var upp tjaldi í Hellisgerði 6. Glaðst í góðra vina hópi 7. Gestir kipptu sér ekki upp við rigningu 8. Kraftskonurnar Halldóra Víðisdóttir, Hulda Hjálmarsdóttir og Salvör Sæmundsdóttir hlupu allar fyrir félagið sitt 6 7 8 5

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.