Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 12
Músíkmeðferð er skipulögð notk-un tóna, hljóða og hrey f inga sem beitt er til að auka vellíðan eða endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkamlega heilsu og/eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti, eða eiginleikar og eðlisþættir tóna og hljóða, og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu fólks sem á við líkamleg, andleg og félagsleg vandamál eða fötlun að stríða. Í músíkmeðferð er tónlist sem sagt beitt sem tæki til að hjálpa fólki og markmiðin ráðast af þeim sem þiggur meðferðina. Svona hljómar skilgreining Félags músíkmeðferðarfræðinga á Íslandi, Físmús, sem var stofnað 14. ágúst 1997. Músíkmeðferð er meðal annars notuð til að efla meðvitund um og auðvelda tjáningu tilfinninga, bæta almenna líðan, efla málskilning og munnlega tjáningu, efla vitsmuna- þroska, viðhalda andlegri færni, auka eða viðhalda líkamsstyrk og hreyfifærni, ef la minni, auka ein- beitingu, styrkja sjálfsmynd og svona mætti lengi telja. Valgerður Jónsdóttir, músík- meðferðarfræðingur og stofnandi Tónstofunnar, segir að við fæðumst með hæfileikann til að nema tónlist og tjá okkur með henni. „Við skynjum áhrifamátt tónlist- ar á tilfinningaþrungnustu augna- blikum lífsins, jafnt í gleði sem sorg. Þetta vitum við og upplifum flest á lífsleiðinni. Það sem fólk veit ekki almennt, er hversu margslungin úrvinnsla hljóðs og tónáreita er. Fólk veit ekki nákvæmlega hvers vegna tónlist hefur þennan fjöl- þætta áhrifamátt og hvernig best er að aðlaga þátttöku í henni svo tónlistin hafi tilætluð áhrif,“ segir Valgerður. Veita sköpunargáfunni útrás Þekking músíkmeðferðarfræð- inga á hljóðeðlisfræði, úrvinnslu tónáreita, eðlisþáttum tónlistar, notkun hljóðfæra, hljóðfærafræði, tónlistarsálfræði, fötlunar- og sjúk- dómafræði og flóknu samspili tón- rænna og sálfélagslegra þátta gerir þeim kleift að beita tónlist skipu- lega sem tæki til að ná settum mark- miðum í meðferð. Sé tónlist beitt af næmni og þekkingu er hún afar öflugt meðferðartæki. Í Tónstofu Valgerðar, sem er tón- listarskóli, eru nemendur á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að þurfa sérstakan stuðning í námi Tónlist sem öflugt meðferðartæki Tónlist hefur víðtækari áhrif en að skapa tilfinningar. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi tónlistar sem meðferðartækis með ólíkum hópum fólks, t.d. fólki með alvarlega sjúkdóma eða fötlun. Þá hefur sýnt sig að tónlistarnám hafi virkilega góð áhrif á börn. Hvernig hefur tónlistarnám áhrif á börn? „Þar sem tónlist er flókið fyrirbrigði, en einn- ig nám og kennsla, þá er ekki hægt að svara þessari spurningu á einn veg. Augljóslega getur tónlistarnám haft mjög mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga,“ segir Helga Rut.  Rannsóknir benda til þess að hefð- bundið tónlistarnám, þar sem börn læra að spila á hljóðfæri, hafi örvandi áhrif á vitsmunaþroska þeirra. Að meðaltali standa börn sem hafa verið í hljóðfæranámi aðeins betur að vígi í hefðbundnu námi en önnur börn, jafnvel þegar búið er að taka tillit til bakgrunnsbreytna eins og menntunarstöðu foreldra og efnahags. „Fáir mæla þó með tón- listarnámi í þeim tilgangi einum að bæta vitsmuna- þroska eða einkunnir á prófum,“ segir hún. „Athyglisverðar rann- sóknir benda til þess að tónlistar- nám hafi áhrif á ýmislegt annað eins og heyrnræna úrvinnslu í heilanum. Heyrnarstöðvar heil- ans stækka við tónlistarnám og tónlistariðkun en það bætir hæfni til að vinna úr öllum heyrnrænum áreitum eins og málhljóðum. En slík hæfni er gríðarlega mikilvæg á mörgum sviðum og tengist ekki síst lestrarfærni en einnig getu til að greina tal og önnur mikilvæg umhverfishljóð. Því halda tónlistarmenntaðir lengur í skýra heyrn sína þrátt fyrir eðlilegt aldurstengt tap á heyrnarnæmi.“ Helga Rut hélt fyrsta námskeið Tónagulls árið 2004 sem sló í gegn og hefur vaxið og dafnað síðan þá. Tóna- gull sérhæfir sig í vönduðum tón- listarnámskeiðum fyrir ungbörn og foreldra. Algeng- asti aldurinn í Tónagulli er í kring um eins árs aldurinn en nám- skeið henta mjög vel börnum frá fæðingu til 2-3 ára. Líklega er best að byrja um 8-10 mánaða aldurinn, en þó henta námskeiðin vel fyrir yngri sem eldri börn. sínu, sértækar kennsluaðferðir og breytt viðhorf til framvindu vegna sjúkdóma eða fötlunar af einhverju tagi. „Nemandi í Tónstofunni getur lagt stund á hefðbundið tónlistar- nám. Hann getur einnig notið fjölþættrar tónlistarkennslu og þjálfunar sem beinist að því að efla tónnæmi hans og tónlistarfærni, bæta líðan hans og veita sköpunar- þörfinni útrás,“ segir Valgerður. Skólinn hefur vaxið ár frá ári og nú stunda þar 130 nemendur nám. Aldur nemendanna er á bilinu eins og hálfs árs til sextíu ára og áskor- anir þeirra í lífinu eru af ýmsum toga. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt og það er áhugi á tónlist og hæfileik- inn til að tjá sig tónrænt. Þekking býr til betri tónlistar- kennara „ R annsók na r niðu rstöðu r u m áhrifamátt og mikilvægi tónlistar sem meðferðartækis með ólíkum hópum fólks, t.d. fólki sem glímir við heilabilun, Parkinson, ein- hverfu og málstol, birtast líka dag- lega á vefmiðlum. Svo kannski er fólk nú almennt meðvitaðra um áhrifamátt tónlistar en það var fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég hóf störf og gefnar voru út örfáar bækur um efnið,“ segir Valgerður. Í músíkmeðferð er meðferðar- áætlun einstaklingsbundin líkt og segja má um viðbrögð okkar við tónlist almennt. Hvaða tegund tón- listar eða hvaða eðlisþáttur hennar er nýttur og hvernig þátttöku skjól- stæðingsins er háttað ræðst m.a. af þeim markmiðum sem stefnt er að hverju sinni, þroska, styrk og áhugasviði. „Reikna þarf með einstaklings- bundnum, samþættum og oft f lóknum og ófyrirsjáanlegum við- brögðum við tónlistaráreitinu í framvindu meðferðarinnar. Tón- listinni verður því aldrei beitt með eins fyrirsjáanlegum hætti og lyfi við ákveðnum kvilla. Ég vona að þekking mín á áhrifamætti tón- listar og reynsla sem músíkmeð- ferðarfræðings geri mig að betri tónlistarkennara í Tónstofunni,“ segir Valgerður. „Í Tónstofunni er hver einstakur nemandi leiddur áfram í smá- stígu ferli er byggir á styrk hans og áhuga. Ferli sem miðar að því að örva skapandi tjáningarfærni, ef la sjálfsmyndina, auka vellíðan og gera nemandann meðvitaðri um tónnæmi sitt og tónræna hæfi- leika sjálfum sér og öðrum til gleði og ánægju. Tónlistarbarnið býr í öllum og sú örvandi og frelsandi reynsla sem þátttaka í tónlist veitir spyr ekki um vitsmunaþroska, sam- hæfingu eða vöðvastyrk. Tónstofa Valgerðar, sem er einstakur skóli í íslensku samfélagi og þó víðar væri leitað, gegnir mikilvægu hlutverki í að ef la lífsgæði tónlistarfólksins sem þar stundar nám.“ Við skynjum áhrifa- mátt tónlistar á tilfinningaþrungnustu augnablikum lífsins, jafnt í gleði sem sorg. Valgerður Jónsdóttir, músíkmeðferðar- fræðingur TILVERAN 1 6 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :3 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 0 1 -A 9 E C 2 3 0 1 -A 8 B 0 2 3 0 1 -A 7 7 4 2 3 0 1 -A 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.