Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 34
B j a r n i R a n d v e r S i g u r v i n s s o n
34 TMM 2012 · 4
Í tilefni frumsýningar heimildamyndarinnar áréttar bók mennta fræð ingur-
inn Jón Karl Helgason í grein sinni í Lesbók Morgunblaðsins stjórnar-
skrárbundinn rétt Helga til að viðra skoðanir sínar á mótmælaspjöldum og
spáir allsposkur því að eftir daga hans verði reist stytta af honum:
Síðar á þessari öld verður beinlínis gert ráð fyrir fólki með mótmælaspjöld á
Austurvelli að morgni 17. júní, t.d. við hlið lúðrasveitarinnar. Og þá leggur forsætis-
ráðherra ekki bara blómsveig við tómhenta styttu Jóns forseta, mótmælanda Íslands
# 1, heldur líka við aðra styttu, af mótmælanda Íslands # 2. Sú stytta verður með
mótmælaskilti í annarri hendi og fötu í hinni.29
Tónlistarmaðurinn Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) mælir sömuleiðis
eindregið með heimildamyndinni fáeinum árum síðar í grein í DV og segist
vera í aðdáendaklúbbi Helga þar sem hann sé „táknmynd fyrir það besta í
samfélaginu“:30
Það er til marks um kosti okkar þjóðfélags að Helgi Hós fær að tjá skoðanir sínar
án þess að verða fyrir aðkasti, a.m.k. verulegu aðkasti. […] Það er til marks um
umburðarlyndi að enginn hér sé nógu gaga til að telja sig umboðsmann himnavera
og búinn að ákveða að það sé í sínum verkahring að refsa þeim sem móðga veruna.
Hvað þá að stjórnvöld sjái sér hag í að espa slíkt rugl upp í fólki. Þess vegna er Helgi
Hós táknmynd fyrir allt það besta í samfélagi okkar.31
Fyrirmynd vantrúarfélaga
Fljótlega eftir að vantrúarfélagar komu á fót vef sínum Vantrú tóku þeir upp
málstað Helga Hóseassonar og gagnrýndu þjóðkirkjuna og ríkisvaldið harð-
lega víðsvegar um netheima og í fjölmiðlum fyrir að fallast ekki á kröfur
hans í trúarefnum og skráningarmálum. Nær hvarvetna þar sem Helgi var
gagnrýndur komu vantrúarfélagar honum umsvifalaust til varnar.32 Sjálfir
tóku þeir þátt í mótmælum með honum fyrir framan Alþingishúsið við
setningu Alþingis haustið 2004 og gerðu hann síðar að heiðursfélaga.33 Í
minningargrein um Helga í Morgunblaðinu segir Reynir Harðarson:
Aum er sú stofnun sem getur ekki unnt manni þess að rifta samningi, sem hún
þóttist þess umkomin að gera fyrir hans hönd sem ómálga barns, við himnadrauga.
Hræsni hennar því yfirgengilegri að hún þykist eini málsvari kærleika og réttlætis
hér á jörðu. […] Þeir sem þekktu Helga og baráttu hans vita vel að hann bar af upp-
höfnum andskotum sínum eins og gull af eir. […] „Að hallmæla gegn Heilögum
anda er einfaldlega trúleysi […]“ Þetta er kærleiksboðskapur óþokkanna sem neit-
uðu Helga um nokkurt réttlæti. Skömm þeirra er ævarandi.34
Fram kemur í ritstjórnargrein á vef Vantrúar að með stofnun félagsins
hafi vantrúarfélagar verið að svara kalli Helga um að stofna „samtök
gegn svona glæpaverki að vera að teygja börn út í þennan andskota“ sem
kristindómurinn sé.35 Óhætt er að segja að vantrúarfélagar geri Helga að