Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Side 56
H j a l t i H u g a s o n 56 TMM 2013 · 4 að samfélagssáttmálinn hefði verið rofinn og að hann þyrfti að endurnýja. Sáttmálsrofið fólst þá í að hópur fólks hefði tekið sér rétt eða skapað sér aðstöðu í samfélaginu langt umfram það sem honum bar með réttu og með því rofið sáttmálann sem hélt samfélaginu saman. Fljótt mynduðust þó bein tengsl milli þessa samfélagssáttmála, stjórnarskrárinnar og lýðveldisins og tekið var að líta svo á að stofna þyrfti nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár er hvíldi á hinum „æðri“ gildum þjóðfundarins 2010. Hin nýja stjórnarskrá skyldi verða sá samfélagssáttmáli sem „nýja Ísland“ væri reist á. Í því ljósi má skoða hina háleitu hugsjón um stjórnlagaþing þjóðarinnar sem beið vissulega hnekki við dræma kjörsókn í kosningunum til þingsins og loks ógildingu þeirra. Hún náði þó að einhverju leyti fram að ganga með störfum stjórnlagaráðs en hefur nú hafnað í óvissri stöðu eftir alþingis- kosningar og stjórnarskipti. – Togstreituna um endurskoðunarstarfið má jafnvel skoða í ljósi sagnstefja úr eyðimerkurgöngu Ísraelsmanna en þá mögluðu margir gegn Móse og Guði og sögðu sig úr lögum við þá. Hér skal þó varast að lesa of þrungna merkingu inn í pólitísk átök um markmið og leiðir í uppbyggingarstarfinu eftir Hrun! Flest okkar hafa ugglaust tengt þessar vísanir til samfélagssáttmálans við upplýsingartíma 18. aldarinnar. Þá ruddu þær hugmyndir sér til rúms að samfélagið hvíldi ekki á sköpunarreglu Guðs eins og litið hafði verið á um daga þeirrar trúarmenningar sem ríkt hafði í Evrópu aldirnar á undan heldur á frjálsum og skynsamlegum sáttmála fólks er það gerði sín á milli á beinan eða óbeinan hátt og kæmi m.a. fram í lögum hvers ríkis. Sáttmáls- hugsunin er þó mun eldri og er grundvallarstef í stórsögu Biblíunnar þar sem rætt er um tvo sáttmála eða testamenti. Fyrri sáttmálinn átti rætur að rekja til útfararinnar af Egyptalandi (exodus) og opinberunar Guðs í Sínaí-fjalli þar sem boðorðin tíu, frumgerð sérhvers samfélagssáttmála en jafnframt grunnur vestræns félagslegs siðferðis, voru gerð heyrin kunn. Þangað má rekja upphaf Ísraelsþjóðarinnar hinnar fornu. Síðari sáttmálinn opinberaðist hins vegar í lífi, starfi, dauða og upprisu Krists og varð upphaf „Hins nýja Ísraels“ eða kristninnar sem stóð opin gjörvöllu mannkyni öfugt við „hinn forna Ísraelslýð“. Samkvæmt hinum hebreska sagnheimi hvíldi líf og heill manns og heims á gildum sáttmála sem haldinn væri í heiðri. Sáttmálinn var því lykillinn að siðmenningu og réttarríki en hvort tveggja var í hættu væri sáttmálinn rofinn. Sameiginleg velferð alls mannkyns og í raun alls lífs valt því á að sátt- málinn væri virtur og gagnkvæmt traust ríkti á grundvelli hans. Umræðuna á Íslandi 2010 og árunum þar á eftir má túlka í ljósi þessarar eldfornu sáttmálshugsunar ekki síður en með hugarheimi upplýsingarinnar. Þannig er mögulegt að gæða orðræðuna og hugtakaheim hennar dýpri merkingu sem vísar til samstöðu, trausts, heilla og hamingju þjóðarinnar og annars þess sem tengt er við hina fornu sáttmálshugmynd.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.