Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2014, Qupperneq 80
H a l l a Þ ó r l a u g 80 TMM 2014 · 3 gert það. Manstu hvað þú skammaðist þín þegar það þurfti að brjóta upp hurðina heima, því lykillinn var týndur í snjónum? Og ég var svo lengi týnd í snjónum, mamma. Ég var svo vön því að koma hlaupandi heim, geta ekki beðið eftir að segja þér góðu fréttirnar og þrá hughreystingu þegar þær voru slæmar. Ég kíkti alltaf yfir grindverkið í garð- inum, mamma, hvort þú værir þar ef það var sól. Stundum var stofuglugginn þá opinn og Patsy Cline söng hástöfum uppáhaldslagið okkar. Lagið sem ég lærði þegar ég var pínulítil og fóstrurnar á leikskólanum þreyttust ekki á að láta mig syngja það. „Crazy, I’m crazy for feeling so lonely,“ söng ég þá og þær hlógu og klöppuðu saman lófunum. Þeim fannst ég sniðug. Alveg eins og þér, mamma. Þú varst alltaf svo stolt af mér. Þegar ég kom til þín á spítalann með ritgerðina mína um Snæfríði Íslandssól léstu mig lesa hana upphátt fyrir alla sem komu inn í herbergið þitt. Ég sakna þín, mamma. Og ég las hana aftur og aftur. Ég las hana fyrir þig, fyrir Þórunni frænku, fyrir Guðbjörgu, fyrir hjúkrunarkonurnar. Ég las hana fyrir þig. Manstu að við vorum bestu vinkonur, mamma? Við hlustuðum á Gull 90.9 í bílnum þegar við keyrðum Miklubrautina og sólin kíkti reglulega beint í augun á mér milli blokkanna. Manstu? Við sungum alltaf með, mamma, við kunnum alla textana. Þegar þú varst tíu ára í Hlíðaskóla stóðstu stundum uppi á stól í frímín- útum og kenndir krökkunum textana við Bítlalögin. Þú sagðir mér að þú hefðir alls ekki kunnað þá sjálf, en samt staðið þarna uppi á stól og sungið og hinir hefðu hermt eftir. Manstu, mamma? Og manstu þegar þú söngst einsöng í nýársmessunni í Bandaríkjunum, þegar þú varst skiptinemi? Þú söngst Nú árið er liðið og skiptinemamamma þín var svo hrædd um að þú værir að syngja íslenska drykkjuvísu, manstu? Og manstu svo þegar við hlustuðum á Édith Piaf í stofunni heima? Þegar vorið nálgaðist og sólin var smám saman að hækka á lofti og þú hækkaðir í græjunum, settir lagið í botn og við sungum saman „Non, rien de rien. Non je ne regrette rien…“ og ég gleymi aldrei lokalínunum og hvernig þú lyftir handleggjunum og horfðir í augun á mér og ég skynjaði hvað þetta andartak var óendanlegt og magnþrungið þegar þú söngst: „Ça commence avec toi!“ Og ég vissi alveg hvað þú varst að segja þótt ég þyrði aldrei að tala um það og þú sagðir það heldur aldrei. Manstu þegar ég mætti þér stundum á leiðinni heim úr Austurbæjarskól- anum og þú varst að ganga í vinnuna, upp Njarðargötuna og hvernig ég tók á rás þegar ég sá þig til þess að stökkva í fangið á þér, mamma? Og ég var orðin svo stór og þú sagðir alltaf úff og hlóst þegar ég tók stökkið. Ég var svo lengi týnd í snjónum mamma, vorið sem sólin fór framhjá mér. Allt sumarið var ég týnd í snjónum. Ég fékk sumarvinnuna sem ég sótti um, mamma, manstu ég kom heim úr atvinnuviðtalinu þegar þú varst veik í rúminu heima. Ég vann um sumarið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.