Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 32
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 32 TMM 2017 · 4 Vandinn sem menn stóðu frammi fyrir í Jerúsalem var að guðfræði-arf- leifðin höndlaði ekki þann vanda sem samfélagið stóð frammi fyrir. Því er talað um að á hellenska tímabilinu hafi spámennirnir og spámannleg hefð þjóðarinnar þagnað og horfið. Hún réði ekki við vanda samfélags sem var að takast á við og aðlagast menningarblöndu, fjölmenningu, afstæðishyggju og hefðarrofi.17 Hugmyndir um nærveru Guðs í þekktri fortíð sem hefðin varðveitti eða fullvissa um Guð í komandi framtíð sem myndi endurskapa allt, voru nú hvorki traustar né sannfærandi. Fólk upplifði frekar andstæðu þeirra – Guð var fjarlægur og virtist horfinn inn í eigin þögn. Í þessum aðstæðum leituðu guðfræðingar til spekihefðarinnar til að greina hulda nær- veru Guðs í hversdagsleikanum og útlista veruleika blessunar og þögullar nærveru Guðs þar. Ef við hugum að Marteini Lúther og samtíma hans má greina vissar hlið- stæður. Þekkt er myndin af miðöldum sem tímabili í sögu Evrópu þar sem kirkjan og ríkisvald, menning og veraldlegt vald mynduðu eina samstæða heild og samhljóm. Þessi rómantíska sýn á miðaldir er vinsæl hér á landi, en stenst ekki skoðun. Síðmiðaldir og samtími Lúthers var þvert á móti tími menningarblöndu, fjölmenningar, hefðarrofs og afstæðishyggju. Vissulega var kristindómurinn einhvers konar rammi um þjóðfélagsgerð miðalda, en straumar og stefnur innan hans voru það ólíkar, að færra sameinaði en það sem skildi að. Þetta blasir við ef hugað er að stjórnar- og samfélagslegum breytingum í samtíma Lúthers. Út á við var herjað á Keisaradæmið úr öllum áttum. Í gegnum aldirnar hafði útþenslustefna soldánanna, stöðug hernaðar- ógn og stríðsátök við Tyrki leikið Evrópu grátt. Þannig munaði minnstu, á árunum 1526 til 1530, að Keisaradæmið félli í hendur þeirra.18 Innan Keisara- dæmisins var ástandið lítt skárra. Þjóðríkin sóttu æ meira í sig veðrið er sjálf- stæði og völd þeirra jukust, í réttu hlutfalli við valdamissi keisara og páfa. Borgir efldust og sjálfræði borgarbúa óx, háskólarnir drógu kennivaldið úr höndum páfa og þeirrar miðstýrðu kirkju er hann vildi koma á. Menning borgarbúa varð öflug og efnahagskerfi peningaviðskipta og bankastarfsemi ruddi aldagömlum hefðum vöruskipta til hliðar. Aðallinn sem byggði áhrif sín á landeign og leiguliðum vék nú fyrir borgunum og veldi borganna. Samfélagsbreytingarnar á síðmiðöldum grófu undan hefðum og hefð- bundinni framsetningu í guðfræði. Kennivald skólaspekinnar hvarf í hendur fulltrúa húmanista, dulhyggjumanna (mystikera) og alþýðuhreyfinga.19 Áherslan færðist frá þungum fræðikenningum um Guð, þrenninguna og Krist yfir á manninn. Viðfangsefnið varð maðurinn og staða hans frammi fyrir Guði og í heiminum. Í kenningu Lúthers um réttlætingu mannsins af trú birtast breytingarnar í hnotskurn.20 Líkt og Prédik arinn leitast Lúther hér við að orða trúna. Hann greinir vel stöðu og leit fólks að merkingabæru lífi andspænis veruleika dauðans eða með orðfæri guðfræðinnar sem hann stundaði: spennuhlaðna stöðu manns- ins milli hins hulda og opinberaða Guðs. Vissulega er munur á framsetningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.