Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 107
Á l e i ð i s a ð U r ð a r s e l i TMM 2017 · 4 107 Kjarnlægur kafli í verkinu er ferð þeirra Bjarts og Ástu niður í kaupstað. Þar ber margt við, en mestu skiptir að þau reyna að sofa í sama rúmbálki, hún upp við þilið og hann frammi við stokk. Í svefnrofum gleymir Bjartur sér andartak, en áttar sig, rýkur upp og gengur út (H 2011:320–322). Skáldið lýsir þessu meistaralega. Sérstaklega eru áhrifamiklar lýsingarnar á hughrifum stúlkunnar, hugarrótinu og síðan skelfingarblandinni sjálfsásökun og kvíða sem nálgast örvilnun. XIII Er ástæða til að ásaka Bjart fyrir þetta atvik? Er þetta ekki bara fálm í svefn- rofum sem ekkert verður úr? Auðvitað ber hann ábyrgðina. Vitanlega er þetta skammarlegt og jaðrar við afbrot. Honum var þetta bannsvæði. En þó vegur ekki minna hversu illa hann bregst við þessu sjálfur og hversu klunna- lega hann kemur fram við stúlkuna morguninn eftir. Enginn vafi er á því að hann skammast sín, en hann kann ekki að létta málinu af henni (H 2011: 319–325). Þarna er framkoma hans jafnvel ömurlegust. En hér er líka skorið á milli girndar og misneytingar annars vegar og hins vegar ástar sem lifir milli föður og dóttur í heilbrigðum kjörum. Hér er ýmislegt ósagt, en sagt þó milli orða og lína. Var káfið eitthvað meira en svefnrof, eða skyndilegt útundanhlaup í óráðinni margfeldni sálarinnar? Eru hér djúpar óvitaðar hvatir sem Sig- mund Freud hafði vakið athygli höfundarins á? Sumir höfundar hafa álitið Bjart girnast Ástu. Einar Kárason skáld telur að Bjartur hafi ætlað sér Ástu: „…  hann bíður eftir að hún verði fullorðin og þá á hún að verða konan í hans húsi“ (Einar 2017). Vera má að Bjartur sjái í henni efni í ráðskonu, en allt meira um fram það hefði orðið bæði lögbrot og hneyksli. Traust það sem Bjartur hefur á Ástu þegar hún vex úr grasi gefur slíka ætlun alls ekki í skyn. Káf eitt andartak í svefnrofum – og síðan rokið í hendingskasti út og vand- ræðastjálk á eftir – bendir engan veginn til slíks heldur. Þessi atvik, kaupstaðarferðin og kinnhesturinn, eru meginvörður og kjarnstef í verkinu. Aðdragandi í samskiptum þeirra í öllu verkinu, atvikið sjálft og eftirleikur gefa verkinu merkingu og stefnu (H 2011:459–460 og víðar). Fléttan sem þau mynda nær fyrst og loks úrlausn á lokasíðu verksins í óviðjafnanlegri logandi mynd (H 2011:726). Hér sést um leið að ritverkið fjallar ekki aðeins um líf Bjarts eða um söguefni á vettvangi bænda eða land- búnaðar, þjóðarsögu eða stjórnmála, heldur einnig og ekki síður – líklega umfram allt – um þessi heitu og eilífu tilfinningamál, tengsl og samskipti þeirra Bjarts og Ástu. Hugsanlega er innlægur kjarni verksins fólginn í nafni stúlkunnar. Fyrir kemur að það er lagt Bjarti til lasts að hann gefst ekki upp heldur stefnir áfram að öðru heiðakoti eftir að hafa misst Sumarhús á nauðungar- uppboði. Hallbera gamla á Urðarsel norður í Sandgilsheiði, og hún lætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.