Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 146

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2017, Blaðsíða 146
U m s a g n i r u m b æ k u r 146 TMM 2017 · 4 tilfinningabönd sem tilheyra fjölskyld- unni eru mikilvæg, en í Nýja Breiðholti er sýnt fram á hvernig slík geta einnig verið skaðleg þegar fjölskyldan verndar illmenni í blindni. Í báðum verkum er áhersla lögð á að hugtakið ‚fjölskylda‘ spanni víðtækt svið mannlegra tengsla. Þjóðerni og kyn Þessi áhersla á fjölskylduna er afar athyglisverð í ljósi þess að í báðum verk- um er lögð áhersla á ádeilu á þjóðernis- hyggju og vald. Í Eylandi er þjóðernis- hyggjan sameiningaraflið og henni er viðhaldið með táknrænum ímyndum umhyggju og samfélagslegrar ábyrgðar sem birtast annarsvegar í hinni barns- hafandi móðurlegu hvítu drottningu og hinsvegar í skátunum. Raunin er síðan sú að þessar ímyndir standast ekki, konan er grimmur einræðisherra og skátarnir eru ofbeldisfullur her mála- liða. Valdið er pólitískt og spillt. Stjórn- völd eru ekki til staðar í Nýja Breiðholti og völdin eru í höndum glæpagengis og fjölskylduklíku sem hafa hvert sitt yfir- ráðasvæði. Í stað stjórnmálalegs valds er það stéttaskiptingin sem skiptir máli hér. Engin dul er dregin á að báðir aðilar nota ofbeldi til að halda völdum sínum, en í ljós kemur að hinn íslenski aðall er mun hættulegri en austur-evrópsku glæpamennirnir. Innflytjendurnir sýna þó einhverskonar samfélagslega ábyrgð í morðmálinu, meðan Íslendingarnir gera það ekki. Þó ber þess að geta að hér er ekki verið að hvítþvo glæpamennina, aðgerðir þeirra hafa einnig þau áhrif að auka á eigin völd. Þannig hafna bæði verkin þjóðernis- hyggju (og stéttaskiptingu) á afgerandi hátt. Það er sjaldgæft að sjá íslensk skáldverk fjalla á jafnskýran hátt um þetta mikilvæga samfélagsmál og ljóst að í báðum tilfellum er gagnrýnin sett fram í skjóli þess að um fantasíu er að ræða, sögur sem gerast í annarlegum veruleika vísindaskáldskapar og dystó- píu. Þetta er reyndar þekkt fyrirbæri, að fjallað sé um samfélagsleg átakamál í skáldskap sem kenndur er við afþrey- ingu, sem býður upp á beinskeytta notk- un tákna í bland við endurnýttar klisjur og formúlur, sem hjálpa lesandanum að ganga inn í kunnuglegan heim. Sá kunnugleiki skapar síðan rými fyrir snarpa samfélagslega gagnrýni og hug- myndafræðileg átök sem í fagurbók- menntum þættu liggja of nærri áróðri og einföldunum. Einnig er sláandi að skoða birtingar- myndir kynferðislegs ofbeldis í þessum tveimur verkum. Kynferðislegt ofbeldi gegn konum hefur verið veigamikill þáttur í dystópískum verkum, eins og Saga þernunnar eftir Atwood er lýsandi dæmi um. Hún er auðvitað kvenhöf- undur og femínisti, en sömu áherslu er að finna í frægum heimsendisverkum eftir karlkynshöfunda, til dæmis The Stand (1978) eftir Stephen King. Sigríð- ur og Kristján Atli leggja bæði áherslu á að sýna hvernig valdbeiting birtist í kynferðislegu ofbeldi gegn konum. Þetta er ekki síst áhugavert í ljósi þess hvernig þau vinna bæði markvisst með kynhlut- verk í verkum sínum. Í Eylandi er það kona sem nær æðstu völdum í samfélaginu, kona sem að auki er barnshafandi. Hún er því hin full- komna ímynd mæðraveldis sem ætla mætti að væri tilefni útópískrar sýnar hjá kvenhöfundi, eins og til dæmis í Herland (1915) eftir Charlotte Perkins Gilman. Titlarnir ríma meira að segja! En svo er ekki. Sigríður býður ekki upp á einfaldaðar hugmyndir um kynhlut- verk og kyngervi, hvíta drottningin er fullkomlega miskunnarlaus þegar kemur að því að halda völdum. Ríkur þáttur í því er að segjast, á móðurlegan hátt, standa með fólkinu í landinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.