Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 1

Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 1
1. tbl. Miðvikudagur 18. janúar 1978 5. árgangur FJÁIÍHAGSÁÆTLUN í UNDIRBÚNINGI Þessa dagana er unnið af fullum krafti við gerð f járhags- áætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 1978. Umbrot sneri sér til eins af bæjarráðsmönn- unum, Guðmundar Vésteinsson- ar og innti hann frétta af gerð áætlunarinnar. Guðmundur sagði að í lok desember hefði bæjarráð farið að vinna við gerð fjárhagsáætl- unar. Farið er í gegnum allan bæjarreksturinn og teknar fyrir allar óskir og tillögur um endur- bætur á hinum ýmsu stofnun- um bæjarins. Þá sagði Guðmundur að bæj- arráð hefði tekið upp það ný- mæli að fara í skoðunarferðir á ýmsa staði, s.s dagheimilið, skólana, íþróttahúsið o. fl. stofn anir, og rætt þar við starfsfólk og fengið upplýsingar um ýmsa hluti sem til greina þyrfti að taka við gerð áætlunarinnar. „Þetta er allt mikil vinna,“ sagði Guðmundur „og vart við því að búast að hægt verði að leggja fjárhagsáætlunina fyrir næsta bæjarstjórnarfund, sem verður 24. janúar.“ Að lokum var Guðmundur Vé- steinsson spurður um það hvort þessi áætlun myndi bera ein- hver merki þess að kosningar verða að vori. Ekki kvað hann svo vera. „Það er fjármagnið sem ræður ferðinni, og þetta gengur allt svipað fyrir sig, hvort sem kosn- ingar eru eða ekki.“ SAMNINCUR VIÐ JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ VECNA LEICUÍBÚÐA Bæjarstjórn hefur gert samn- ing við Járnblendifélagið um leigu á 4 íbúðum af 14, sem ver- ið er að byggja skv. samningi við Húsnæðismálastjórn. Félag- ið vildi tryggja sér 4 íbúðir hér gegn því að lána bænum 13 Mkr. íbúðirnar á að nota fyrir starfs- menn félagsins meðan þeir eru að koma sér upp framtíðarhús- næði, og er hámarks dvalartími hvers manns í íbúðunum bund- inn að jafnaði við 6 mánuði. Samningurinn gildir í fimm ár og skv. því að hver fjölskylda má aðeins búa sex mánuði í íbúð, þýðir það að á hverju ári koma átta fjölskyldur til bú- setu á Akranesi og á samnings- tímanum verða þær 40. Gamli tíminn — Þessa skemmtilegu mynid tók Sigurbjörn Guðmundsson upp við Byggðasafn fyr- ir nokkrum dögum. Lögreglunni sagt upp húsnæði Jórsalaferð Kirkjukórsins Ferðahópurinn samankominn fyrir framan Omar moskuna svo- kölluðu í Jerúsalem, 27. desember sl.. — Þórdís Arthúrsdóttir ritar dagbók frá ísrael, sjá opnu. Bæjarfógetinn á Akranesi hef ur auglýst eftir húsnæði til leigu fyrir lögregluvarðstofu á Akra- nesi. I samtali við Björgvin Bjarna son kom fram að fyrir ári síð- an sögðu bæjaryfirvöld lögregl- unni upp húsnæði því sem þeir eru nú í og átti sú ákvörðun að taka gildi frá síðustu áramótum. Akraneskaupstaður á þetta hús- næði. Björgvin sagði að þetta væri mjög óþægilegt fyrir lögregluna því nýlega væri búið að kosta mörgum milljónum í að innrétta fangageymslur sem eru við hlið- ina á lögregluvarðstofunni, en ríkið á það húsnæði Þessi breyt- ing hefði það í för með sér að ráða þyrfti fangavörð, en eins og háttar í dag sér lögreglan um fangageymsluna. Vegna þessa er um fyrirsjáanlegan kostnaðarauka að ræða. Að lokum sagði Björgvin að lögreglan hefði séð um ýmsa þjónustu fyrir bæinn, s.s. sjúkra flutninga og brunaútköll, en nú mætti búast við að þessari þjón ustu yrði hætt. Söluverðlaun UMBROTS Söluverðlaun í desember hlutu Kristín Kristmanns- dóttir, Grenigrund 9 og Elfur Sif Sigurðardóttir, Bjarkar- grund 5. Þær eru beðnar um að hafa samband við auglýsinga stjóra blaðsins, Sigurvin Sig urjónsson.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.