Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 3
Þetta er aðeins hluti þeirra tækja sem Guðmundur hefur pantað. nesbæ. í þessu sambandi hef ég hugsað mér að koma með nýj- ungar sem ekki hafa verið gerð- ar hér, en ég er ekki tilbúinn að ræða það nánar á þessu stigi. Þessar lóðir sem ég hef sótt um eru norðaustan við Garðagrund, í nýja skipulaginu. — Guðmundur. Þú ert at- hafnamaður mikill og hefur feng ist við fleira en smíðar. Fyrir ut- an verkstæðishúsið við Stillholt standa nokkur tæki sem þú ert nýlega búinn að fá. Ertu að stofna nýtt fyrirtæki? — Já, hugmyndin er að setja hér upp steypustöð ásamt alls- konar þjónustu með vélar og bíla. Það sem komið er, er að- eins hluti af því sem verður. Þetta samanstendur af 12-13 stykkjum, en aðeins eru komin 4. Það sem á vantar kemur í vor og sumar. — Eru þetta ný tæki? — Nei, þetta eru allt notuð tæki frá Þýskalandi. Ég hef þar ágætan aðila sem hefur útvegað mér þetta. Sumt af þessu er mjög lítið notað. — Er þetta allt frá sama fyr- irtækinu? — Nei, þetta er keypt frá þrem aðilum. í Þýskalandi er það þannig að menn taka að sér ákveðin verkefni og kaupa til þess tæki sem þarf. Þegar verk- inu er lokið og ekki liggur fleira fyrir, eru tækin sett á söluskrá og þáð er einmitt þannig sem þessi tæki eru fengin. — Áttu von á því að þessi tækjakaup þín hafi einhverja breytingu í för með sér, t.d. hvað varðar útboð hjá Akranes bæ? — Ég vona það. Mér finnst Akranesbær gera allt of lítið af því að bjóða út hin ýmsu verk og leyfa aðilum að spreyta sig á því. Það eru margir aðilar hér sem vildu gera tilboð í verk hjá bænum og öðrum aðilum og ég tel að þau tilboð sem bæjarsjóð- ur hefur sett út, hafi verið mjög hagkvæm fyrir bæinn. Ég held að allflest ef ekki öll tilboð hafi fengist á miklu hagkvæm- ara verði heldur en að láta vinna þau í tímavinnu, fyrir utan ó- mældu vinnuna sem þeir verða að leggja fram sjálfir þegar um þannig verk er að ræða. Bæjar- fyrirtækin eru það stór á hverj- um stað, að ég tel alveg tvímæla laust hagkvæmara fyrir þá að bjóða út allt sem hægt er. — Binda sig ekki við einok- un? — Nei, alls ekki. Það ætti eng inn að gera. Því miður hefur það skeð hjá ráðamönnum bæjarins hér, og sem dæmi má nefna grjótflutningana og reyndar er svo með allflestar framkvæmdir við höfnina, að þær hafa ekki verið boðnar út, allt verið unnið í tímavinnu. — Hvar er fyrirhugað að stað setja steypustöðina? — Það er verið að skipu- leggja nýtt iðnaðarsvæði inn við Berjadalsá fyrir grófan iðnað, og þar hef ég sótt um lóð. Hins vegar er ekkert farið að undir- búa þetta svæði, þannig að lík- legt er að ég verði að byrja á einhverjum öðrum stað. — Er þetta fullkomin stöð? — Já, hún er talin mjög full- komin. Það er td. hægt að hafa fimm mismunandi tegundir af efni í einu og blanda þeim öllum saman í eina hræru, eftir því sem beðið er um. 1 stöðinni er lítill heili sem sér sjálfvirkt um alla blöndun inn í bílana. Það eru ákveðin kort sem eru útfærð fyrir hverja blöndun, þeim er stungið í heil- ann og síðan byrjar hann að starfa eftir því. Þá fylgja stöð- inni tvö síló sem taka 50 tonn hvort, þannig að bæði verður hægt að hafa þarna Portlands- sement og hraðsement og er mjög handhægt og fljótvirkt að skipta á milli. Það þarf aðeins einn mann til að stjórna þessu. Seinni hluta ársins er síðan væntanleg flokkunarvél, sem flokkar allt efnið, þannig að það á að koma út mjög fullkomin blöndun á alla steypu. — Hvað starfar margt fólk hjá þér? — Við erum 28 eins og er, en yfir sumarmánuðina er alltaf fleira. — Hvaða augum líturðu til f ramtíðarinnar ?. — Ég hef nú alltaf verið bjartsýnismaður og tel að mað- ur eigi að vera það. Það geta auðvitað komið upp ýmis atvik sem gera einstaka aðilum erfitt fyrir, en það birtir alltaf til aftur. — I. Akraneskaupstaður Útsvör og aðstöðugjöld 1978 Gjalddagar fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjalda 1978 eru 1. febr., 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Vangreiðsla á hluta útsvars eða aðstöðu- gjalds veldur því, að allt útsvar eða að- stöðugjald gjaldandans á gjaldárinu fellur í eindaga 15 dögum eftir gjalddag- ann. — Dráttarvextir af vangreiddum gjöldum eru þeir sömu og hjá innláns- stofnunum og reiknast með sama hætti. Þeir gjaldendur sem ekki eru í fullum skilum við bæjarsjóð eru því áminntir um að gera skil nú þegar, ella verður innheimta gjalda viðkomandi aðila feng- in lögfræðingi bæjarins til innheimtu. Akranesi, 12. janúar 1978. Bæjarritarinn á Akranesi. ÞORRAMATUR Eins og undanfarin ár ÚRVALS ÞORRAMATUR Pantið með fyrirvara £&)«\<§<xvev U f Símar 1775 og 1776 Akurnesingar athugið! Vanti ykkur múrbrot, eða boranir utan- húss log innan, þá reynið viðskiptin hjá íokkur. — Því sem næst ryklaus vinna. — Rafmagnsdrifin tæki (aðeins þarf 10 ampera öryggi, venjuleg ljósalögn). Múrbrot sf. Símar: 2248 - 2452 Bókhalds- og framtalsaðstoð Oliver Kristófersson Sími 1912 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.