Umbrot - 18.01.1978, Síða 4

Umbrot - 18.01.1978, Síða 4
ÞORDIS ARTHURSDOTTIR: DAGBÓK FRÁ ÍSRAEL Hér á eftir fer smá dagbókar- brot frá Jórsala- og Rómarför Kirkjukórs Akraness. í ferða- sögu þessari er ekki hægt nema að stikla á stóru því of langt mál yrði að segja frá öllu sem fyrir augu bar, það væri efni í heila bók, eða jafnvel tvær. 21. og 22. desember Skrifað stendur að hinir síðustu munu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir og þannig byrjaði Jórsalaför Kirkjukórs Akraness. 20 manna hóp- ur hafði áætlað að fljúga til London árdegis þann 20. des. Ekki reyndist unnt að fljúga þann dag, ýmist var sagt að veður hamlaði flugi eða vél- arbilun. Þessi 20 manna hópur flaug þvi ekki til London fyrr en kl. 3 sd. þann 21. des. og sá ekki annað af London en flugstöðvarbygginguna, sem er að visu ansi skrautleg á sinn hátt, því ómögulegt er að gera sér grein fyrir því hvort verið er að rifa hana niður eða byggja upp, nema hvorttveggja sé. Það er skemmst frá hinum hópn- um (124 manns) að segja að mætt var á Hótel Loftleiðum kl. 6 að morgni 21. des. og flogið til London, þar sem lent var um kl. 11. Áætlað var að fljúga með ísraelska flugfélag- inu E1 A1 siðdegis til Tel Aviv og var fyrsta verk okkar að losa okkur við farangurinn. E1 A1 er með alstrangasta öryggis- eftirlit, sem um getur Tók það okkur Islendingana 4 tíma að fara í gegn- ur farangursskoðun hjá þeim, slupp- um við þó tilötlulega vel. Veittum við athygli konu einni sem var 55 mínútur að komast í gegn með far- angurinn. Var allur farangur henn- ar grandskoðaður, tannkremstúpur, varalitir, púðurdósir og annað þess háttar kreist eða skrúfað í sundur. Að þessu afloknu var farið í skoð- unarferð um London og síðan haldið til Heathrow-flugvallar að nýju um kl. 19. 20 manna hópurinn sem fyrr er getið tók þar á móti okkur. Upp- hófst nú annað eins eftirlit á hand- farangri. Tók farangursskoðunin í heild alls 8 tima eða fullt dagsverk. Um kl. 23 var stigið um borð í júmbó-þotu af Boeing 747 gerð. Tók flugvélin hvorki meira né minna en 426 farþega, til samaburðar má geta þess að Bíóhöllin tekur 360 manns. Var flugferðin ævintýri líkust, hægt var að fá leigð heymartæki með skemmtidagskrá, svo eitthvað sé nefnt. Klukkan fimm að morgni (að staðartíma) þann 22. des. var lent á Ben Gurion-flugvelli skammt utan við T'el Aviv. Tvær stúlkur tóku á móti kórfélögum og tóku þeir lagið við undirspil þrumu og eldinga. Eftir að hafa fengði farangur og farið í gegnum vegabréfsskoðun, sem tók um 2 tíma var keyrt til hótelsins i Tel Aviv, en þangað var ekki kom- ið fyrr en klukkan var langt geng- in i 10. Var hópurinn orðinn mjög þreyttur og hvíldarþurfi eftir samfellt 26 tíma ferðalag. Fyrstu kynni okkar af Israel voru þrumur og eldingar og í kjölfarið kom ausandi rigning. Heimamenn sögðu okkur að rigningin væri okkur til blessunar. Var mér hugsað til þess, að mikla blessun hefur suðvestur-hom ið heima hlotið á undanförnum ár- um. T'el Aviv, stærsta borg Israels, með um 400 þús. ibúum, kom mér öðru visi fyrir sjónir, en ég hafði búist við Klæðnaður er á vesturlanda vísu en húsin virtust flest hver vera mjög léleg og virtist sem stögin frá sjón- varpsloftnetinu héldi þeim uppi í mörgum tilfellum. Bílaeign virtist vera almenn og mikið um nýja híla. Reykingaráróðurinn hefur bersýni- lega ekki komist til ísraels, því þeir reykja óhemju mikið, varla sást mað- ur án þess að vera reykjandi. Þorláksmessa (leið 1 á kortinu) Þorláksmessa og engin skata; í staðinn var ekið í átt til Dauðahafs- ins yfir Negev-eyðimörkina. Leiðin lá um borgina Beerseba, en Nasser. fyrrveandi Egyptalandsforseti er frá þehri borg. Á þessari leið var ekið tun nyrsta hluta Gaza-svæðisins sem mikið, hefur verið fjallað um í frétt- um vegna tillagna um að veita Pale- stínuaröbum svæðið til ábúðar. Utan við Beerseba búa flokkar Bedúína-hirðingja, sem ráfa um með hjarðir sínar og að meðaltali fjórar konur á mann; þeir kaupa þær fyrir kameldýr. Þeir lifa á búskapnum og handiðnaði honum tengdum. Reynt hefur verið að koma Bedúínunum í samband við menninguna, m.a. með því að reisa fyrir þá læknamiðstöð, en þar sem það var gert fluttu Bedúínamir burtu og eftir stóð lækna miðstöðin ein. Frá Negev-eyðimörkinni, sem er í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli lá leiðin að Dauðahafinu um 1000 metrum neðar, en það er einum 400 metrum neðan við sjávarmál. Litir hafsins eru furðulegir og ólikir þvi sem við eigum að venjast frá Atlants- hafinu; sterkh grænh og bláh litir á víxl. Saltinnihald vatsins er um 27% (til samanburðar má geta þess að selta sjávar er venjulegast 3-4%) og lifir engin æðri vera í hafinu. Dauðahafið ber því nafn sitt með réttu. Á strönd hafsins er mikið um saltkristallaútfellingar og náðu marg- ir sér þar í saltdröngla í grautinn. Ekið var sem leið liggur meðfram Dauðahafinu í átt að Massada; virk- isborg á 400 metra háum fjalls- tindi þar sem 900 Gyðingar frömdu sjálfsmorð heldur en að gangast Róm verjum á hönd. Eitt af slagorðum Israelsmanna nú er einmitt: „Mass- ada mun aldrei aftur falla“. Á ýmsu geta menn átt von í ferða- lögum, en að komast ekki leiðar sinnar yfir eyðimörk vegna vatna- vaxta hlýtur fáum að óra fyrir. Við urðum sem sagt að snúa við í eyði- mörkinni og halda sömu leið til baka þar sem vegurinn hafði grafist sundur vegna ármyndunar. Aðfangadagur (leið 2) Arla morguns var haldið af stað til Jerúsalem, þar átti hópurinn að dvelja næstu daga. Leiðin til Jerúsal- em er mjög grösug og falleg, ólík þeim sem við höfðum keyrt um dag- inn áður, þ.e. Negev-eyðimörkin. Dvöldum við á nýju hóteli í Jerúsal em, hótel Ariel. Vorum við fyrstu gestimir. Má segja að hótelið hafi ekki enn verið fullklárað, þegar við komum, td. vantaði rúðuna í glugga karminn í einu herberginu og starfs- fólkið hljóp á undan okkur með ryk- sugur og skúringafötur og maður hafði á tilfinningunni að málaram- ir væru rétt gengnir út um bakdym- ar. Eftir að hópurinn var búinn að koma farangri sínum fyrir á hótelinu, var ekið til Betlehem, sem er ör- skammt frá Jerúsalem (5-10 km). Vopnaðir verðir voru á hverju strái, á öllum húsþökum og hverju götu- homi og var ekki laust við að ó- hugur færi um mann. Vegatálmar voru á þessari örstuttu leið og eng- inn fékk inngöngu inn á Betlehems- torgtorg öðru vísi en að vera þukklað ur hátt og lágt. Var okkur tjáð að um óvenju stranga vopnaleit væri að ræða vegna fyrirhugaðs fundar Sadats og Begins í Ismali daginn eftir. Við Betlehemstorgið stendur Fæð- ingarkhkjan, þar sem talið er að Jesús Kristur hafi fæðst. Fékk hóp- urinn að skoða hana, en mjög erf- itt er að fá aðgang að kirkjunni, sér- staklega á þessum tíma. Sérstök til- finning var að standa á íæðingarstað Krist á sjálfan aðfangadag, þar rikti kyrrð og friður og reykelsisangan lagði um staðinn. Að lokinni jólamáltíð skildust leiðir. Kórfélagar héldu til Betlehem, þar sem þeir áttu að syngja í fyrsta skipti í Israel. Hinir Jórsalafaramir héldu til Betlehemsvalla, sem liggja neðan við Betlehemstorg. Með í ferð- inni voru þrír prestar, séra Bjöm Jónsson, séra Hannes Guðmundsson og séra Magnús Guðjónsson. Fór einn prestur í hverja rútu ( hópur- inn ferðaðist um á þrem rútum). Á leiðmni til Betlehemsvalla lásu prest- arnir jólaguðspjallið og allir sungu siðan saman „Heims um ból“ og „I Betlehem er barn oss fætt“. Mikil jólastemming rikti í hópnum. Það era eflaust fáir sem hafa hlustað é jólaguðspjallið flutt í rútu og það á leið til Betlehemsvalla. Er þangað var komið var hlýtt á Lutherska messu. sem flutt var á 3 tungumáltun. Fór messan fram und ir beru lofti, hjá hellum fjárhirðanna sem um er getið í jólaguðspjall- inu Þarna var saman kominn fjöldi fólks af öllum þjóðemum og allir sungu saman „Heims um ból“ hver á sínu móðurmáli. Var þetta mjög eftirminnigleg stund. Að messu lokinni var haldið til Betlehemstorgs til að hlýða á Kirkju- kór Akraness syngja. Kórinn var Sr. Björn Jónsson ásamt nokkrum sóknarbörnum að vaða í Dauðahafinu. 4

x

Umbrot

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.