Umbrot - 18.01.1978, Qupperneq 5

Umbrot - 18.01.1978, Qupperneq 5
Skipst á gjöfum. Bæjarstjórinn og Betlehem og sr. Björn. Myndin er tekin á aðfangadagskvöld í ráðhúsinu í Betlehem. kynntur sem fiskimennirnir frá Is- landi. Vakti kórinn mikla athygli og stóð sig mjög vel. Var söngnum sjón- varpað til 26 landa, þar á meðal til Bandaríkjanna um gervihnött. Alls komu þar fram 11 kórar víðsvegar að úr heiminum. Jóladagur Meðan Islendingar heim á Fróni voru enn í fasta svefni fór Islendinga- hópurinn i skoðunarferð um Jerúsal- emborg utan múra. Borgin skiptist í tvo hluta, gömlu Jerúsalem, sem er umgirt múrum frá 16. öld og svo nýi hluti borgarinnar, sem hefur byggst upp að mestu á síðastliðnum 30 árum. í Jerúsalem búa 370 þús. manns, 225 þús. Gyðingar og 115 þús. Arabar. í skoðunarferðinni var farið upp á Olíufjallið og í Getsamanegarðinn sem haldið er að mestu óbreyttum frá Krists dögum. Einnig var farið til Betaníu sem er í útjaðri Jerúsalem og staðnæmst var þar við gröf Lasar- usar. Eftir hádegisverð var haldið inn fyrir múra Jerúsalemborgar og hlýtt á fyrstu íslensku messuna sem fram hefur farið í Jerúsalem. Við það tæki færi gaf séra Björn Jónsson þau Þóreyju Jónsdóttur og Gilbert M. Skarphéðinsson saman í hjónaband. Við þessa hátíðlegu athöfn söng kórinn sérstaklega fallega. Um kvöldið voru tónleikar í Þjóð- leikhúsinu í Jerúsalem, svo kallaðir Maraþontónleikar, sem stóðu frá kl. 18—23,30. Kirkjukór Akraness tók þátt i söngnum ásamt þeim kórum, sem komu fram á Betlehemstorgi á jólanótt. Það má með sanni segja að Kirkju- kór Akraness söng sig inn í hjörtu áheyrenda, því móttökurnar voru stórkostlegar. Kórinn söng fyrst 3 íslensk þjóðlög og síðan 3 ísraelsk þjóðlög. Var krórinn þrívegis klapp- aður upp og söng 2 aukalög. Var það eini kórinn sem söng aukalög. 2. dagur jóla (leið 3) Jerúsalem var kvödd snemma morg- uns og keyrt í norðurátt, yfir land sem tilheyrði Jórdaníu fyrir 6 daga stríðið 1967. Stoppað var við ána Jórdan og gafst fólki tækifæri til að fá sér heilagt vatn til að taka með sér heim. Sóknarprestur fór þess á leit við hópinn að hver og einn gæfi nokkra dropa af vatninu til Akraneskirkju þannig að á næstunni munu böm skírð úr heilögu vatni úr ánni Jórdan eins og Jesús forðum. Staðnæmst var í borginni Tiberius við Genesaretvatnið og bauðst hópn- um að borða þar Pétursfisk, það er samskonar fiskur og veiddist þar á dögum Jesú. Bragðaðist fiskurinn mjög vel. Frá Geneseratvatni var ekið til borgarinnar Nazareth en á leiðinni var keyrt í gegnum borgina Kana, þar sem Jesú gerði eitt af sínum fyrstu kraftaverkum, er hann breytti vatni í vín í brúðkaupsveislu einni. 1 Nazareth hefur verið byggð ný- tísku kirkja yfir boðunarstað Maríu. Er það með sérkennilegustu kirkjum sem ég hef séð. Mosark myndir frá flestum kristnum löndum heims prýða veggi kirkjunnar. Allar mynd- irnar eiga það sameiginlegt, að þær fjalla um Maríu guðsmóður á ein- hvern hátt. Kórinn fékk leyfi til að syngja í kirkjunni og hljómaði söngurinn undurfagurlega. Ferðamenn sem leið áttu um kirkjuna staðnæmdust og hlustuðu á með aðdáun. Frá Nazareth var keyrt til Haifa, stærstu hafnarborgar fsraela og þaðan til Tel Aviv, var þá klukkan langt gengin í níu að kvöldi. 27. desember (leið 4) Þennan dag sem aðra daga, var farið snemma á fætur og keyrt til borgarinnar Jericho: „Pálmaborgin" eins og hún er stundum nefnd, liggur 270 m neðan við sjávarmál. Þar fryst- ir aldrei og er borgin því vinsæll vetrardvalarstaður fyrir ferðamenn. En Jericho er fræg fyrir annað og þá einna helst fyrir fornar rústir sem hafa fundist þar og sýna að borg hefur staðið þama 7 þús. árum fyrir Krist. Skoðuðum við rústir þessar Frá Jericho var haldið til Jerúsalem að nýju og borgin skoðuð innan múra, þ.e. eldri hlutinn. Fyrst var komið að Grátmúmum og síðan gengu Jórsalafarar píslarleiðina „Vía Dolarcsa" undir leiðsögn séra Bjöms Jónssonar. Það verður að viðurkennast að ég varð fyrir vonbrigðum með Golgata, ég hafði alltaf séð staðinn fyrir mér sem klettahæð og þótti mér því und- arlegt, er ég stóð á marmaragólfi á annarri hæð í kirkju og vera tjáð að ég stæði á hæsta stað Golgata, þar sem krossinn stóð! Yfir alla merkisstaði i landinu helga er búið að reisa kirkjur. Þótti mér sem skrautið og marmarinn drægju verulega úr raunveruleikablæ helgistaðanna. Kapella hefur verið reist yfir gröf Krists. Bjóst ég við að sjá látlausa gröf, þar sem ríkti friður og ró, en þegar inn var komið var þar fyrir munkur að selja mönn- um kerti og stóð peningakassinn á hvilustað frelsarans. Að píslargöngu lokinni var haldið út á markaðstorg Jerúsalemborgar. Þar prúttuðu allir af hjartans list og mátti ekki á milli sjá hvort Islend- ingarnir eða Arabarnir vom ánægð- ari með viðskiptin. 28. og 29. desember Hótelið var kvatt með söng síð- degis þann 28. des. og flogið í tveim- ur hópum til Rómar. Þar mætti okkur samskonar blessun og í Israel, þ.e. rigning. Andrúmsloftið í Róm var annað en við höfðum kynnst í Israel, þar voru ekki vopnaðir verðir eða hermenn; að vísu er Rómarflug völlur með eitt lélegasta öryggiseftir- lit sem um getur. Inn á Hotel Nord Roma í mið- borginni var allur hópurinn kominn um miðnætti. Ferðirnar í Israel voru ansi erfið- ar og fólk orðið langþreytt og lasleiki farinn að gera vart við sig í ferða- hópnum. Ferðaáætlunin var því tek- in til gagngerðar endurskoðunar og ýmsar fyrirhugaðar ferðir felldar út og fólk fékk rýmri tíma til eigin þarfa. Eftir hádegi þann 29. des. var farið í skoðrmarferð um Róm, en varla er hægt að snúa sér í hálfhring í þeirri frægu borg, nema að rekast é fornar minjar. 30. desember Hópurinn var vakinn kl. 6 að morgni keyrt eftir hraðbraut til Napóli. Borgin er mjög fögur og stendur á hæðum umhverfis Napoli- flóa. Þaðan sést til eyjarinnar Caprí. Sagt er um íbúa Napoli að þeir séu rólegir, léttlindir og skapgóðir en afskaplega latir. Frá Napoli var keyrt til sögufrægu borgarinnar Pompei, sem grófst í ösku 79 e.Kr. eftir gos í Vesuvíusi. Því miður var stansað allt of stutt við þessar viðfrægu rústir, þvi áfram var haldið suður með ströndinni til lítils bæjar sem heitir Sorrento. Ferða- skrifstofan Sunna hefur þar aðsetur á sumrin. Keyrt var síðan í einni striklotu til Rómar og komið þangað laust fyrir kl. 9 um kvöldið. Gamlársdagur Hópnum gafst tækifæri til að skoða Vatikanið fyrir hádegi en kl. 1 var borðuð síðasta sameiginlega máltíðin á árinu. Eftir matinn var skoðunarferð í katakompumar fyrir þá sem þess óskuðu. Þá brugðu nokkr- ir úr hópnum sér á fótboltaleik á gamla ólympíuleikvanginum í Róm. Klukkan 6 fjölmenntu ferðalangam ir á þýsk-íslenska messu í Róm. Séra Bjöm Jónsson flutti íslenska messu, en þýskur kvenprestur flutti þýska messu. Kirkjukórinn söng. Að messu lokinni fór fram altarisganga. Sönggleði kórfélaga var og er mjög mikil, en hún náði eflaust hámarki með kóræfingu á gamlaárs- kvöld kl. 9,30. Minna var um skemmtan á gamla árskvöld heldur en fólk hafði almennt búist við. Illa gekk að fá inni fyrir svo stóran hóp, sem þennan og þar að auki var mjög dýrt inn á alla skemmtistaði þetta kvöld. T.d. kost- aði miði fyrir hjón inn á nætur- klúbb 25 þús. kr. ísl. þannig að víðar er dýrt en á Islandi. Hópurinn dvaldi þvi á hótelinu síð asta kvöld ársins og fagnaði þar nýja árinu. Nýársdagur Allur hópurinn var vakinn með símahringinu kl. 7 til að vera við messu hjá páfanum. Það er ekki oft sem það gerist að fólk vakni svo snemma á nýársmorgun til að hlýða á messu. Messan byrjaði kl. 10, en vegna mikillar aðsóknar þurfti hópurinn að mæta ekki síðar en upp úr kl. 8 til að fá sæti. Kirkjukórinn söng kirkju- tónlist í hálf tíma áður en messan byrjaði. Er páfi kom í kirkju ríkti mikil fagnaðarstemning og líktist einna helst fjörugum fótboltaleik, þar sem hæði var klappað og hrópað. Klukkan 6 á nýársdagskvöld hélt Kirkjukórinn tónleika í St. Fransesku Roman kirkjunni. Þetta voru einnig orgeltónleikar, þar sem ítalskur vin- ur Hauks Guðlaugssonar lék á orgel. Aðsókn að tónleikunum var mjög mikil og var kirkjan þéttsetin og staðið meðfram öllum bekkjum. Var kómum afburða vel tekið og klappað- ur upp í lokin. Voru þetta síðustu tónleikar kórsins í þessu velheppn- aða söngferðalagi. 2. og 3. janúar Islendingamir vom orðnir „búðar- þyrstir“ þar sem lítill tími hafði gefist til innkaupa fram að þessu, og var dagurinn því notaður til inn- kaupa. Þann 3. janúar kvaddi Islendinga- hópurinn Róm og flaug í 2 hópum til London. 40 manns urðu þar eftir í 2 daga en hinn flaug áfram heim til Islands, og voru það þreyttir en ánægðir ferðalangar, sem komu heim til Akraness kl. 2 aðfaranótt 4. jan. 1978. Aðal- fundur Aðalfundur Kirkju- kórs Akraness verður haldinn í Framsóknar- húsinu á morgun, fimmtudag 19. janúar, kl. 8,30 sd. 5

x

Umbrot

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.