Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 6

Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 6
Bréf frá Naarpes Hinn 6. desember er þjóðhátíðar- dagur Finna. I>á er skólum lokað, verslanir og vinnustaðir standa auðir, því það er sögulegur minningardagur. .. í mörg ár hefur það ekki brugðist að vinur okkar, Holger Juth, banka- stjóri, sest þá við skrifborð sitt og skrifar bréf til vinabæjanna. Hér kem- ur það nýjasta. „Þegar maður efast um sjálfan sig, hefur maður ríka ástæðu til að efast“ segir gamall málsháttur. Ég ætlaði að skrifa nokkrar línur til vinabæjanna, það er orðið langt frá síðasta bréfi. En hvað langar lesendur að vita? Það er spurningin. Við fögnuðum 60 ára sjálfstæðis Finnlands 6. desember sl. Útvarp og sjónvarp fluttu stórar dagskrár um þetta efni. öll sagan var rakin fram og aftur, og þar sem nú voru 6 heilir tugir að baki, var dagskráin stærri og ýtarlegri en ella. í höfuðborginni var mikil hátíð með útlendum heiðursgestum, norrænu bræðraþjóðirnar í fremstu röð. Þar var opinber móttaka í höllinni með hátíö- arbúningum, medalíum og dýrum skart gripum. Hvað vitum við sem ekki vorum þar til staðar? Áður fyrr sýndi sjónvarpið alla dýrðina, en ekki síð- usut árin. Ég hef heyrt, að konum úti á landi hafi verið sérlega illa við þerm an dagskrárlið. En við höfum haft okkar eigin há- tíðir úti á landsbyggðinni, og þar gat hver sem er verið með eins og hann var klæddur. — „Hvernig stendur á því, að skólafélagar mínir verða svo gamlir?“ spurði 65 ára gamall vinur minn mig um daginn. Það eru árin sem líða — hjá því verður ekki kom- ist. Það er eins og kilómetrateljari í bíl, tölurnar hækka stöðugt. ,,Árin líða svo hratt, að það er alltaf vetur“, sagði bölsýnismaðurinn — en það mætti alveg eins láta bjartsýnina ráða og segja, að það sé alltaf sumar. Að vísu fannst okkur sumrin hlýrti hér áður fyrr, þau líkjast varla sumr- um nú orðið. En þau má nota til að heimsækja vini, og eins og bréfið frá Tönder gaf til kynna, einkenndist sumarið þar af gestaheimsóknum. Frá Nárpes fóru margir til Tönder og Langesund, og menn komu glaðir heim og ánægðir með góða ferð. Er það nokkur furða? Það er jú eins og að heimsækja ættingja. Margtr þekkjast frá fyrri mótum, eða eiga sameiginlega vini, svo að ferð til vina- bæjar er næstum eins og að ferðast í eigin landi. Hvað er notalegra en ferðast meðal vina? Allir hlakka til vinabæjamótsins hér í Nárpes næsta sumar. Það verður gam an að fá góða vini í heimsókn. Mótiö verður síðustu viku júní-mánaðar. En nú fer óðum að styttast tíminn. Sum- ir álíta að ferðin til Nárpes gæti tengst við ferð til Leningrad. Það er alls ekki útilokað. — En eitt er víst. Heimsókn- in til Nárpes verður að vera höfuðtil- gangur ferðarinnar. Okkur þætti mið- ur, ef mótið í Nárpes félli í skuggann og yrði sumum aukaatriði vegna þess að þeir hefðu annan stað sem höfuö- markmið ferðarinnar. Okkur langar til að halda hér alveg venjulegt vina- bæjamót óstytt, og án þess að þurfa að víkja með nokkurn dagskrárlið vegna ,,aukaþáttar“, sem einhverjir kynnu að mæna á. í Nárpes líður tíminn hægt — en jafnt og þétt. Norræn áhrif aukast og norrænt samstarf eflist, — en 170.000 atvinnuleysingjar eru mikið áhyggju- efni í okkar landi. Útflutningurinn gengur illa. Enginn vill kaupa nógu mikið lengur. Ríkisstjórnin hefur mikl- ar áhyggjur, þar sem aðilar vinnumark aðarins vilja ekki fara að ráðum henn- ar, stöðva launahækkanir og setja á verðstöðvun. Þetta getur endað með stjórnarkreppu. En hér í Nárpes er hvorki kreppa né atvinnuleysi. Það eru bara skattarnir sem íþyngja okkur, svo að fólkinu finnst of lítið 1 launa- umslögunum. Nýja trjákvoðuverksmiðjan í Kaskö er nú komin í gang, og það hefur bjargað atvinnumálunum. En suma daga er loftið ekki eins og það var, — það er ,Kaskö-loft“ og ekki alltaf notalegt. Hvaða áhrif skolpið frá henni kann að hafa á strendur okkar, kem- ur í ljós á næstu árum. Vonandi verð- ur það ekki hættulegt. Haustið leið og ,,elgveiðitíminn“ er einnig liðinn. Veiðin í ár var með mesta móti. Elgstofninn er undir stöð- ugu eftirliti, og í Nárpes voru felldir yfir 200 elgir í ár. Þrátt fyrir þaö fara hópar þeirra um akra og vegi. Hann er fallegur, elgurinn, og hann fer vel í landslaginu, — en hann er slæmur í umferðarreglunum. Honum finnst hann alltaf eiga réttinn. öku- menn verða sífellt að vera á verði, Dví aö bíll, sem ekur á elg á fullri ferð, líkist varla bíl á eftir, og ökumenn og farþegar mega þakka sínum sæla ef þeir sleppa óskaddaðir frá slíku/n árekstri. Veturinn kom snemma í ár. Þegar í nóvember fengum við snjó, og hann liggur enn eins og dúnmjúk sæng á jörðinni. Það er mjög fallegt — og það er alveg eins líklegt að þessi snjór liggi hér allt til vors — það hefur oft gerst hér. — Og frá okkar fagra vetrarríki hér í Nárpes sendum við hlýjar jólakveðjur og nýársóskir íil vinabæjanna, til blaðanna og þeirra sem lesa þau, — og allra góðra vina. HOLGER JUTH. HJÓNAVlGSLUR Hjónavígslur í Garðaprestakalli á Akranesi frá 1. okt. til 31. des. 1977: 19. okt. Erna Haraldsdóttir, verslunarmær og Karl Þórðarson, rafvirki, Vesturgötu 70, Akranesi. 19. nóv. Jóna Björk Guðmundsdóttir, húsm., Esjubraut 30, Akranesi og Jóhannes Sigurbjörnsson, iðnemi, Árbraut 12, Blönduósi. 26. nóv. Hrafnhildur Geirsdóttir, húsmóðir og Ólafur Rúnar Guð- jónsson, bifvélavirki, Grenigrund 43, Akranesi. 26. nóv. Þuríður Ólafsdóttir, húsmóðir, Skarðsbraut 7, Akranesi og Skúli Magnússon, verkamaður, Olíustöðinni Hvalfirði. 3. des. Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri og Matthías Þórðarson, iðnnemi, Safamýri 43, Reykjavík. 31. des. Guðbjörg Sigurðardóttir, kennari, og Sigvaldi Geir Þórð- arson, iðnnemi, Heiðarskóla, Leirársveit. 31. des. Ingibjörg Erna Helgadóttir, afgreiðslustúlka og Ketill Vilberg Vilbergsson, sjómaður, Krókatúni 5, Akranesi. 31. des. Ragna Rósberg Hauksdóttir, húsmóðir og Stefán Skag- fjörð Óskarsson, húsasmiður, Garðabraut 41, Akranesi Eftirtalin brúðhjón voru gefin saman hjá bæjarfógeta 1977: 12. maí Gunnar Breiðfjörð Guðlaugsson og Þorgerður Arndal Sigurðardóttir, Hellissandi. 13. ág. Jean Pascal Pouyet og Jóhanna Hermannsdóttir, Heiðar- braut 61, Akranesi. KENTAR- rafgeymar! allar stærðir og gerðir 1 árs ábyrgð ^ VERSLUNIN OÐINNhp Hótel Akranes Seljum út kalt borð, smurt brauð og snittur í hvers konar mannfagnaði. ÞORRAMATUR Útbúum mat til hvers konar mannfagnaðar HÓTEL AKRANES HITACHI og DECCA litsjónvörp KENWOOD hljómtæki Verslunin BJARG Sólarlandaferðir Kanaríeyjar — Mallorca — Ibiza — Costa del Sol — Gosta Brava — Portugal — Miami — Italía (Lignano) — Grikkland — Júgóslavía Ennfremur ferðir til Kaupmannahafnar — Osló — London — Stokkhólms — Gautaborgar — Glasgow Smyrilsferðir Góðir greiðsluskilmálar Upplýsingar gefur Ólafur B. Ólafsson Bókaverzlun Andrésar Níelssonar 6

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.