Umbrot - 18.01.1978, Page 7

Umbrot - 18.01.1978, Page 7
VIGNIR JÓHANNSSON: Menningarvikur í Bamble Formanni Norræna félagsins á Akranesi hefur nýlega borist bréf frá Reidum Tollefsen formanni deildarinnar í Bamble. Hér er stuttur kafli úr því bréfi. „Það er orðið alltof langt síðan ég skrifaði þér og ég á eftir að þakka þér fyrir að þú sendir okkur Vigni og Jón á menningarvikuna. Þeir voru alveg sérstakir náungar og ágætir fulltrúar fyrir land sitt. Með sinni frjálsu og eðlilegu framkomu unnu þeir allra hjörtu hér í Langesund.“ Hér fer á eftir ferðasaga Vignis Jóhannssonar um ferð 1 þeirra félaga og dvöl í Langesund. Bamble — hvað er nú það? Já, spurðu bara, það gerði ég líka í sum- ar sem leið, þegar ég heyrði fyrst á það minnst. En nú skal ég segja ykkur að Bamble-komune er hérað í Noregi og í þessu héraði er bærinn Langesund. En til hvers allt þetta? Vita þetta kannski allir — en ég held samt áfram með landfræðilegt tal. Áður fyrr var Langesund vinabær Akraness, en svo breyttist norskt sveit- ar- og héraðsfyrirkomulag og við það varð Bamble-komune vinabær okkar. Þessi litla saga átti að vera um ferð mína og Jóns Þ. Leifssonar til Langesund í haust, á vegum Norræna félagsins á Akranesi. Tilgangur ferð- arinnar var að taka þátt í Norrænni menningarviku, sem þar var haldin. Til þessarar menningarviku var boðið öllum Norrænu vinabæjunum en aðal uppistaða þessarar dagskrár sem þarna átti að vera, var málverkasýn- ing.Norræna félagið á Akranesi fór þess á leit við mig að ég tæki að mér þessa sýningu fyrir hönd þess. Sumar- ið fór svo í þann undirbúning að safna saman verkum frá listamönnum frá Akranesi, sem sáu sér fært að taka þátt. Formaður Norræna félagsins á Akranesi er Þorvaldur Þorvaldsson en félagi minn, Jón Leifsson, meðstjórn- andi og var svo ákveðið að hann skildi koma með, sem fulltrúi félags- ins. Fannst okkur að kominn væri góður hópur til fararinnar, sem fara átti þann 7. okt. Upp úr miðjum sept. fórum við að safna saman málverk- unum og ljósmyndunum, en samhliða málverkasýningunni var haldin ljós- myndasýning. Var svo smíðað heljarmikið koffort utan um allt saman. Þetta urðu sam- kvæmt norskum fyrirmælum 15 mál- verk og 15 ljósmyndir. Það er best að telja upp listamennina, en þeir voru: Anna Magnúsdóttir, Hjálmar Þorsteinsson, Hrönn Eggertsdóttir, Ragnar Felixson, Bjarni Þór Bjarnason og Vignir Jóhannsson. öll verkin voru olíumálverk, nema ein vatnslitamynd frá Hjálmari og grafikmyndir frá mér. Ljósmyndirnar voru frá Ólafi Áma- syni, Gunnlaugi Björnssyni, Friðþjófi Helgasyni og Þjóðbirni Hannessyni. Friðþjófur var með stórar svart-hvít- ar ljósmyndir, en hinar voru iit- myndir. Þegar svo búið var að pakka öllu þessu í koffortið, sem áætlað var að yrði 40—50 kg. kom annað í ljós, því það reyndist vera 127 kg. og svo stórt var koffort þetta, að okkur fannst það minna á ferðabar í fullri stærö. Svo hófst ferðin. Þegar suður á Hótel Loftleiðir kom, reyndist kassi þessi of stór í rútuna, sem átti að fara morguninn eftir út á flugvöll, svo við stóðum í því langt fram á nótt að útvega nógu stóran og ódýran bíl sem þetta fyrirtæki kæmist inn í. Og við sem ætluðun að taka þetta með í ,,Flugið“ sem handfarangur. Ekki urðu Loftleiða- menn sérlega ánægðir með farangur þessara Skagamanna, sem birtust eld- snemma um morguninn með hand- farangur sinn, sem þeir gátu rétt lyft frá gólfi. En hver gat ekki hlegið að annarri eins tiltekt. Ekki tók nú betra við, þegar til Osló kom og við fengum ekki að fara í gegn með ,,hand farangur“ okkar orðalaust; í marga klukkutíma urðum við að eltast við pappíra og leyfi út um allt, en enduð- um svo inni á skrifstofu hjá tollstjórn flugvallarins. Þar var okkur sagt að engin þjóð væri með eins skrítinn far- angur og í'slendingar og þeir veigr- uðu sér við að opna pakkana þeirra, því í þeim væri alltaf svo vond lykt af hákarli eða harðfiski. tJt af skrif- stofu þessari komum við harla ánægðir og lausir allra mála, en með fangið fullt af pappírum og mikið af loforð- um á bakinu um að bannað væri að selja nokkuð af því sem í kassanum væri. Við brostum nú bara út í ann- að við svona loforðum, og fórum í að koma koffortinu niður á járnbrauta- stöð. Seint um kvöldið komum við svo til Portgrum og þar var tekið á móti okkur en ennþá var koffortið of stórt í bílinn, svo við máttum skilja það eftir á stöðinni. Svo var haldið til Langesund. Við bjuggum í félagsheimili málara- klúbbsins á staðnum, sem er stórt og voldugt hús. Þarna voru Svíarnir komn ir og bjuggu í sama húsi fyrstu dag- ana, en það voru hjón á miðjum aldri. Hún óf og málaði, en hann gerði skúlptúra. Daginn eftir sóttum við koffortið og fórum að setja upp sýn- inguna. íslendingarnir og Svíar voru fyrstir mættir, svo við gátum valið um staði í sýningarsalnum. Sýningin sjálf var haldin í gömlu sjúkrahúsi, sem hafði verið breytt 1 menningar- miðstöð og er til mikillar fyrirmyndar. Finnarnir komu svo um kvöldið, en Danir sendu kistu með sínum verkum. Þegar svo búið var að koma öllum málverkum, skulptúrum, vefnaði, teikn ingum og ljósmyndum fyrir, var sýn- ingin opnuð þann 9. okt. Á opnuninni var margt manna, en þar kom til okkar maður og spurði hvort við værum frá íslandi. Ekki höfð um við séð manninn áður, en við spurðum um leið, hvort hann væri ekki Per? Aumingja maðurinn vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið en úr andliti hans mátti sjá að hann var fótboltamaður og við áttum að skila kveðju frá öðrum góðum land- liðsmanni hér heima til hans. Per Ljostvet er bæjarstjóri í Langesund og varð mjög hrifinn af því, að við skyldum þekkja hann. Næstu kvöld á eftir voru haldin á sýningunni ,,þjóðakvöld“ og þegar kom að Islandskvöldinu, var maginn í Skagamönnunum kominn upp í háls en við sögðum lítillega frá list á ísi. og Akranesi og svo almennt um hvort tveggja. Síðan sungum við nokkra söngva, án undirleiks auðvitað, og svo sýndum við litskyggnur frá Akfa- nesi. Á daginn fórum við svo í barna- og grunskólana í Langesund og sýnd- um þessar sömu myndir og sögðum frá. Oft þegar talið barst að samanburði á menningu hér og í Noregi, vannst lítið úr okkar forða: Langesund: Akranes: Myndlistaklúbbur Nei Félagsheimili f. myndl.m. Nei Ljósmyndaklúbbur Nei Myrkraherb. og framk.st. Nei Þjóðdansafélag Nei Menningarmiðstöð Nei Menningarritara bæjarins Nei Nei, það þýddi greinilega ekki að reyna þetta — við urðum bara að leggja niður skottið en látast taka þessu öllu eins og riddarar áttu að gera. Þessi menningarvika reyndist vera 14 dagar og hafði reyndar alltaf staðið til að hún yrði það, þetta var mjög skipulögð dagskrá og vönduð. Fyrir utan sýninguna voru í kvikmyndahús- um samfelldar sýningar á mjög góðum myndum, norrænum, sem öðrum, en engin frá Islandi. Barnaleikrit var sýnt svo og leikrit, sem norskur lek- hópur var fengin til að koma með. Tveir frægir norskir vísnasöngvarar höfðu tveggja tíma prógram, 40 dans- ir þjóðdansarar sýndu dansa og bún- inga, svo voru sýndir norskir Þránd- heima-búningar. Sænsk dixilandhljóm- sveit kom og spilaði mjög skemmti- legan jass, svo nokkuð sé talið. Ekki má svo gleyma finnsku söngkonunni, sem söng á opnun sýningarinnar og á þjóðlagakvöldum tvisvar eftir það. Mörgu góðu fólki kynntumst við þessa daga sem við vorum þarna og oft var okkur boðið í allskonar sam- kvæmi og á fundi. Fórum við meðal annars á skátafund og sáum kvikmynd ir og litskyggnur frá skátamótum, m.a. á síðasta landsmóti að Úlfljóts- vatni. Mest höfðum við saman að sælda við menningarritarann, Harald Botner og blaðamanninn í bænum, Marit Valle, en faðir hennar er mikill tréskurðarmaður. Einnig var í þess- um hópi bíóstjórinn við eina bíóið, en hann heitir Turid og svo fulltrúi mál- araklúbbsins, Cornelíus og ljósmyndari klúbbsins, Atle Olsen. Þetta er allt mjög ungt fólk, sem starfar að menn- ingarmálum staðarins og ætti það að verða Skagamönnum góð lexía. For- maður Norræna félagsins, Reidum Tollefsen og maður hennar, reyndust okkur líka sérlega vel, en það var ekki fyrr en að heimferðinni dró að hann fékk að finna fyrir því. Thor Tollefsen vann nefnilega á ferðaskrif- stofu og nú var búið að vera verkfall í meira en viku hér heima og náttúr- lega ekkert flug. Hvernig áttum við svo, ferðalangar, að komast heim? Fyrst þegar við komum út, var ágætis veður, en síðustu 10 dagana var grá og kuldaleg þoka, sem hvíldi yfir öllu, þannig aö verða tepptur þarna í þokunni, auralaus og með heimþrá, var ekkert spennandi. Hann Thor fylgdist meö þessu fyrir okkur, en ekkert skeði. Við tókum bjartsýnina í lið með okkur eins og við vorum vanir og fórum bara til Osló upp á von og óvon en hjá Loftleiðum var ekkert að frétta, bara kannski á morg- un eins og þeir voru vanir að segja. Við fengum hótelherbergi fyrir af- ganginn af aurunum okkar og sváfum heima niðurdregnir en vongóðir. Dag- inn eftir, ekkert að frétta og við átt- um rétt aura fyrir tropicana og snúð. Eftir hádegi leystist svo verkfallið og Osló fékk 3 sæti í flugi frá Kaup- mannahöfn. Við vorum á staðnum og á götunni, svo við fengum tvö sæti en þá var eftir að fara til K.hafnar. SAS-flugvél átti að fara þangað um miðjan daginn og við hefðum getað æpt. Nokkra tíma bið var allt í lagi fyrir okkur. Þremur dögum áður var menningar- vikunum slitið með kaffisamsæti og skemmtiatriðum og þar afhenti ég Norræna félaginu í Bamble-komune gjöf frá Norræna félaginu á Akranesi, en það var ný loftmynd af Akranesi, en vinabæirnir færðu Bamble miklar og góðar gjafir við lok menningarvik- unnar. Að lokum vil ég þakka Norræna félaginu fyrir þetta tækifæri, sem mér gafst til að kynnast þessu sam-norræna samstarfi. Þarna sá maður hvernig hægt er að skiptast á menningu og bera hana saman og ég vona að einhvern tíma gefist okkur tækifæri til að halda svona menningarviku og bjóða öðrum þjóðum þátttöku. En fyrst er að líta okkur nær og halda menningu okkar uppi svo við látum hana ekki dragnast niður í svaðið eða falla í gleymsku. Menning er það, sem kemur frá öll- um, en ekki frá einum. Jón Leifsson og koffortið góða. 7

x

Umbrot

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.