Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 9
Minningarsjóður um Guðmund Sveinbjörnsson Sá forystumaður íþróttahreyf ingarinnar á Akranesi, sem best og lengst allra manna hefur starfað á sviði íþróttamála í þessum bæ er Guðmundur Svein björnsson (d. 9.1. 1971). íþrótta fólk og allir sem viðurkenna nauðsyn íþróttaiðkana standa í þakkarskuld fyrir þessi störf hans. Þau verða hest þökkuð með því að standa vörð um það málefni, sem hann vann að, og halda uppi því merki sem hann vann svo dyggilega fyrir og láta það aldrei falla. Fyrir nokkru síðan var stofn- aður minningarsjóður um Guð- mund Sveinbjörnsson í virðing- ar- og þakklætisskyni fyrir hin veigamiklu störf hans í þágu íþróttabandalags Akraness, íþrótta- og menningarmála. Sjóð urinn ér stofnaður af íþrótta- bandalagi Akraness, og er í vörslu þess. Þriggja manna stjórn fer með yfirráð sjóðsins, skal formaður lA vera sjáif- kjörinn formaður, hans, en tveir meðstjórnendur eru kosnir ár- lega á þingi ÍA. Stjórn sjóðs- ins ákveður styrkveitingu og ræður því hvort auglýsa skuli eftir umsóknum eða ekki. Styrki má veita efnilegum íþróttamönnum til náms. Einn- ig má styrkja íþróttaþjálfara, sem sýnt hafa sérstakan áhuga í starfi til náms í íþróttaþjálf- un, og aðra þá sem vinna að æskulýðs- og bindindisstörfum í bænum. Á 33. ársþingi ÍA í nóv. sl. kom fram tillaga, sem var sam- þykkt, þess efnis, að gerð yrðu minningarkort fyrir minningar- sjóðinn, til eflingar sjóðnum. Nú hefur stjórnin látið gera þessi kort og verður hægt að fá þau í versluninni Óðni hf., Kirkju- braut 5 Akranesi. Einnig hefur stjórn sjóðsins og stjórn ÍA mikinn hug á að meistaraflokkur ÍA leiki í sum- ar fjáröflunarleik fyrir Minn- ingarsjóðinn, þannig að hann geti starfað undir því merki er til hans var stofnað. Stjórn sjjóðsins er nú þannig skipuð: Form.: Þröstur Stef- ánsson. Meðstjórnendur: Ársæll Vadimarsson og Kristján Sveins son. Stjórnin var kosin á 33. ársþingi ÍA í nóvember sl. (Fréttatilkynning). Akurnesingar! Óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á liðlnum árum — um leið viljum við vekja athygli á neðangreindum fasteignum sem við höfum m.a. til sölumeðferðar. 2ja herbergja íbúðir: Ný í fölbýlishúsi við Vallar- braut — Við Vesturgötu og tvær við Skagabraut. 3ja herbergja íbúðir: Þrjár við Bárugötu — tvær við Brekkubraut — við Garðabraut — Kirkjubraut — Krókatún — Skólabraut og Höfðabraut 4ra herbergja íbúðir; Tvær við. Háholt — ný við Höfðabraut — við Jaðarsbraut — Krókatún -— Mánabraut — Sandabraut —- ný við Skarðsbraut — Vallholt og Vesturgötu. 5 og 6 herbergja íbúðir: Þrjár við Höfðabraut — tvær við Kirkjubraut — við Sandabraut — Stekkj- arholt og tvær við Vesturgötu. Einbýlishús: Við Bjarkargrund — Grenigrund — Háteig — tvö við Mánabraut — Melteig — Prest- húsabraut — Stekkjarholt — Stillholt og fjögur við Vesturgötu. Fokhelt: Við Reynigrund HÚS og EIGNIR — fasteignasala Hallgrímur Hallgrímsson — löggiltur fasteignasali Deildartúni 3 — Akranesi — Sími 93-1940 Karlakórinn að hefja æfingar Samband íslenskra karlakóra á 50 ára afmæli á þessu ári. Af þvíitilefni verö- ur haldin sameiginleg sönghátíð norð- lenskra og sunnlenskra karlakóra á vori komandi í Laugardalshöll, með þátttöku Sinfóníuhljómsveitar Reykja- víkur. Þetta er á Listahátíð 1978. Karlakórinn SVANIR mun taka þátt í þessari hátíð auk þess sem hann ráö- gerir samsöng hér síðari hluta vetrar. Æfingar eru þegar hafnar og verða á þriðjudögum og fimmtudögum eftir- leiðis. Söngstjóri er Jón Karl Einars- son, tónlistarkennari. — Nýir og gaml- ir félagar sem þátt ætla að taka í störf um kórsins hafi samband við einhvern stjórnarmanna eða söngstjóra. Stjórn kórsins skipa: Hallgrímur Árnason, form., Garðar Óskarsson, varaform., Rögnvaldur Þorsteinsson, gjaldkeri, Gestur Friðjónsson, ritari og Halldór Karlsson, meðstj. Frá. Tónlistarskóla Akraness Síðara misseri skólahaldsins heíst 14. jan. og stendur til 15. maí Hægt er að bæta við takmörkuðum fjölda nýrra nemenda í flestar deildir skól- ans. Kennslugreinar eru: Píanó, orgel, gítar, strengjahljóðfæri (fiðla, viola, 132 Þetta númer kom upp þegar dregið var úr stigakortum Knatt spyrnuráðs 1977 - Vinnings má vitja til Kristjáns Sveinssonar. UMBRDT Útgefandi: XJMBROT sf. Blaðstjórn og ábyrgðarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. og Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasími: 1127 Pósthólf 110 Gíróreikn. nr. 22110-4 Verð kr. 120 Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. cello), blásturshljóðfæri (flauta, klarí- nett, trompet, horn, básúna, túba), einsöngur, samsöngur (fyrir börn) ef nægileg þátttaka fæst, blokkflauta, svo og forskóladeildir fyrir 5-8 ára börn. Hver nemandi velur sér eina aðalgrein af framantöldu en auk þess er öllum nemendum skólans skylt að sækja flokkakennslu í tónfræði og tónheyrn, einu sinni í viku. í byrjun febrúar munu einnig hefjast sérstök tveggja mánaða reynslunámskeið í strengja og blásturshljóðfæraleik, sem einkum eru ætluð nemendum grunn- skólans. Athygli fullorðinna er vakin á því, að skólinn er ekki einasta bund- inn við almenna skólaaldurinn, en tek- ur við nemendum á öllum aldri í flest- ar greinar. Tónlistarskólinn á Akranesi starfar nú í fyrsta sinn í nokkrum tengslum við almenna skólakerfið, þ.e. á þann hátt, að nokkrir nemendur úr fjöl- brautaskóla og úr efsta bekk grunn- skóla, sem nám stunda í tónlistarskól- anum fá nú það nám sitt viðurkennt sem fullgildan þátt í sinni almennu skólamenntun. Innritun nýrra nemenda á síöara misserið ásamt móttöku námsgjalda hófst þann 14. jan. en reynt verður aö taka við nýjum nemendum eftir því sem tök eru á til 1. febr. nk. Sérstök- um innritunartíma er lokiö, en þeir sem á nám hyggja og enn hafa ekki gefið sig fram, geri það sem fyrst, með því aö hafa samband viö skóla- stjórann í síma 1098. I ÞORRAMATINN Úrvals súrmatur Sviðasulta — Svínasulta Bringukollar — Lundabaggar Svið — Hangikjöt Harðfiskur — Hákarl Opið til kl. 6 sd. mánud. - föstud. Kirkjubraut 11 Húsnæði óskast til leigu fyrir lögregluvarðstofu á Akranesi. Þarf helst að vera á 1. íhæð. Upplýsingar gefur undirritaður. Lögreglustjórinn á Akranesi, 13. janúar 1978. Björgvin Bjarnasion. 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.