Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 3
Spjallað við vistfólk á Höfða Texti: Indriði — Myridir Blm. UMBROTS leit við á Dvalarheimilinu Höfða í síðustu viku. Þetta var fyrsta kvöldið sem sjónvarp var í gangi, eftir að vistfólk flutti inn. Þetta er litsjónvarp og var greinilegt að dvalargestir kunnu vel að meta það, og margir höfðu aldrei séð sjónvarp í lit áður. Hér á eftir fara tvö viðtöl sem tekin voru á Höfða í sl. viku. Á dvalarheimilinu Höfða búa nú þrenn hjón. UMBROT hitti að máli Magnús Eggertsson, bónda í Melaleiti, og konu hans, Salvöru Jörundsdóttur. Magnús er fæddur að Narfastöðum í Melasveit, en Salvör er fædd að Birnhöfða í Innri-Akranes- hreppi. Fyrst er spurt hvenær þau hafi gjft sig. — Við giftum okkur 14. júlí árið 1928. Hafið þið búið allan ykkar búskap að Melaleiti? — Nei. Fyrst bjuggum við í Vestri- Leirárgörðum, eða til ársins 1945. Þá fluttum við að Melaleiti. Þar var ég skrifaður bóndi nokkuð lengi, en ég hætti nú búskap að mestu árið 1963. Við höfum alltaf búið út af fyrir okkur þar til í sumar að Salvör veiktist og þurfti að dvelja á Sjúkrahúsi. Hvenær ákváðuð þið að sækja um dvöl hér? — Við ákváðum það í sumar þegar konan var á Sjúkrahús- inu. Þá var ekkert útlit á því að hún gæti séð um sig sjálf og okkur fannst of mikið að fara að íþyngja ágætri tengdadóttur okkar með því að hafa okkur, því það leit ekki út fyrir annað en Salvör þvrfti mikla umönnun. Ég sótti síðan um þetta, sagði Magnús, — en þeir sögðu nú við mig að þeim fyndist ég ekki þurfa að fara á dvalarheimili, : Sigurbjörn en ég sagði þeim að ég ætlaði að láta eitt yfir bæði ganga það sem eftir væri, úr því að við værum búin að vera þetta lengi samferða. Er þetta ekki erfið ákvörðun að ætla sér að fara á dvalar- heimili? — Jú, ég get ekki neitað því, sagði Magnús, — en maður verð ur að reyna að nota þá skyn- semisglætu sem maður hefur, en ekki að láta tilfinningarnar alveg ráða. Þið hafið aldrei búið í kaup- stað? — Nei, við höfum ekki gert það, en Salvör var í Reykjavík um tíma og lærði þar ljósmóð- urfræði. Síðan starfaði hún sem Ijósmóðir í um 50 ár, fyrst í Reykholtsdal og síðan hafði hún svæðið sunnan heiðar, að Akra- nesi undanskyldu. Þið eruð ekkert kvíðin yfir að vera komin í kaupstað? — Nei, við erum ekkert kvíð- in yfir því. Svo er það, að þeg- ar maður er kominn hér, þá finnur maður bæði hvað þetta eru ágæt húsakynni og fólkið gott við okkur og manni finnst því engin ástæða til að kvíða þess vegna — öðru nær. Nú er liðnir fimm dagar síð- an þið fluttuð hingað. Hvernig líst ykkur á staðinn? — Okkur líst ljómandi vel á hann, bæði er það, að húsakynn- in eru alveg með ágætum að okkar áliti og hér er rólegt. Einnig er útsýnið ljómandi gott. Og það er alveg óhætt að full- yrða að við erum bæði ánægð. Annars er það eitt sem mér finnst að, sagði Magnús að lok um og kímdi við, —- en það er vatnið. Mér finnst það ekki nógu gott. Þá hitturn við að máli Kjart- aii Þorkelsson. Við spyrjum hvort hann sé fæddur á Akra- nesi? — Nei, ég er fæddur Kjal- nesingur og ólst upp að nokkru leyti þar og að nokkru leyti í Kjósinni. Hvað ertu lengi á æskustöðv- uþum? — Ég er þar til fermingar- aldurs og fór þá til Reykjavík- ur, en síðan fór ég aftur upp í Kjós og eftir það fór ég nú víða. Hefurðu búið hér á Akranesi? — Ég kom hingað austan úr Flóa árið 1950. Bjó ég fyrst á Sandabrautinni. Haustið 1950 fluttist ég inn að Birnhöfða og bjó þar í tvö ár. Síðan flutti ég aftur hingað á Akranes og þá að Suðurgötu 92. Eftir að kona mín dó, árið 1956 fer ég til Reykjavíkur, en kom svo aftur hingað fyrir um fjórum árum. Fórstu þá á Elliheimilið við Kirkjubraut? — Já, svo til alveg strax. Varst þú alltaf sáttur við að flytja hingað að Höfða? — Ég var nú svo sem ekkert áfjáður í það. Mér þótti það of langt frá verslunarstað og einn- ig of langt frá mínu kunningja- fólki. Ég var kominn með gott herbergi á Kirkjubrautinni og hefði verð ánægður með að vera þar áfram. Nú ertu búinn að dvelja hér í viku tíma. Hvernig kanntu við þig? — Ég kann ágætlega við mig og einnig kann ég mjög vel við fólkið hér. Þá eru herbergin góð og lýsingin hreint afbragð. Hefurðu fengið þér göngu- ferð niður á Langasandinn ? — Nei, ekki hef ég nú farið þangað ennþá, en það líður að því. Hvers sakinar þú helst frá dvölinni á Kirkjubrautinni? — Ég hef nú ekki annars að sakna en þess, að ég kemst Kjartan Þorkelsson. ekki til míns kunningjafólks þeg ar mér sýnist svo. Hvað gerið þið ykkur til af- þreyingar á daginn? — Það er nú lítið við að vera nema taka í spil og svo er sjón- varpið á kvöldin. Annars er ég að hnýta á öngla þessa dagana. Þetta er frá Heimaskaga og Júlíus frændi minn Þórðarson útvegaði mér þetta. Við eigum sama frændann, sr. Jóhann á Hesti, þ.e.a.s. hann var afi minn, en langafi Júlíusar. Að lokum, Kjartan. Hvað hef ur þú starfað um ævina? — Það má nú segja að ég hafi gert allt mögulegt nema að vera á skrifstofu. Ég hef meira að sega verið í lögreglunni, en það var nú stutt. Þegar átti að fara að sauma á mig fötin, þá sagði ég pass. Þetta hefur lík- lega verið árið 1929. Leist þér ékkert á að verða lögregla? — Ég vildi ekkert vera að taka kunningja mína og stinga þeim inn, þótt þeir fengju sér smá sopa. Svo er þetta ekki vin sælt starf heldur. Magnús Eggertsson og Salvör Jörundsdóttir. Margir hafa sýnt hug sinn til aldraðra að undanförnu. Fáar gjafir munu þó komnar jafn langan veg og þessi klukka, sem séra Sveinbjöm Ólafsson, fyrrum prestur í Minnesota, sendi öldruðum á Akranesi fyrir u.þ.b. ári síðan. — Mynd þessi er tekin þegar þeir Einar Ólafsson og Ólafur Frímann Sigurðsson afhentu gjöfina. Með þeim á myndinni er Elísabet Sigurðar- dóttir, forstöðukona gamla elliheimilisins, en klukkan var notuð þar, uns hún var flutt að Höfða. 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.