Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 9
Er þetta æskileg... Frh. af bls. 4 hirðusemi og hugsun um verðmæti hefðu verið höfð í huga. Hefði átt að taka allt úr skipinu eins og bent var á á sínum tíma imi leið og því var lagt. Þá eru í skipinu fleiri hundruð kg. af dýrum málmum, öll rör í botni og ventlakistur úr eir eða kopar. Hvort þetta verður hirt veit ég ekki, en mér þykir það sjálfsagt, en það kemur í Ijós. Skrifstofuhúsnæði bæjarins Ég hef áður minnst á skrifstofu- húsnæði hæjarins, sem bæði er þröngt og óhentugt og hlýtur að koma niður á vinnu þess fólks, sem þar vinnur. En úr þessu á að bæta eftir því sem heyrst hefur með því að taka það húsnæði, sem lögreglan hefur haft og kemur þá sennilega ein hreytingin enn. Ef hugsað hefði verið um hags- muni bæjarins, þá átti aldrei að selja neitt af þessu húsi (úr því að efsta Fjárfesting_____________ Frh. af hls. 1 irtækisins, að gera það sem frekast er kostur til að þetta verði gott fyr- irtæki, sem gefur fólkinu. sem hér mun starfa, áreiðanlega atvinnu við bestu möguleg skilyrði, lánveitendum tímanlega endurgreiðslu lána, eig- endum góðan arð og þjóðarbúinu nýja, styrka stoð undir efnahagsfram- farir í landinu. Þess mun verða freist að að draga úr hinum óæskilegu áhrifum af verksmiðjurekstrinum eins og frekast er kostur.“ Fyrri bræSsluofninn í verksmiSj- unni verSur væntanlega tekinn í notkun 1. apríl 1979, en sá seinni u.þ.b. einu og hálfu ári síSar. •— I. Dvalarheimilið Frh. af bls. 1 stóra standklukku. — Bergur Arnbjörnsson kr. 500 þús til minningar um konu sína. — Dán arbú Matthildar Sveinsdóttur, skuldabréf upp á 1,4 Mkr. — Innri Akraneshreppur, bóka- safn hreppsins, 300 bindi. — Arnmundur Gíslason og Ingi- ríður Sigurðardóttir 200 þús. — Valborg Kristmundsdóttir kr. 50 þús. — Gidionfélagar á Akra- nesi gáfu biblíur í hverja íbúð. — Átthagafél. Akraness í Rvík búnað fyrir kr. 65 þús. — Ólína Jónsdóttir Skipanesi, eftirprent- un af málverki. Helstu verktakar voru: Tré- smiðjan Akur hf. gerði húsið fokhelt. — Trésmiðja Guðmund ar Magnússonar sá um innrétt- ingar. — Rafvirkjun: Ármann Ármannsson. — Pípulagnir: Hafsteinn Sigurbjömsson. — Múrverk: Knútur Bjarnason: — Málningarvinna: Málingarverk hf. — Blikksmíði: Þorgeir og Ellert hf. Á öðrum stað í blaðinu er viðtal við vistfólk á dvalarheim ilinu, hjónin Magnús Eggertsson og Salvöru Jörundsdóttur og Kjartan Þorkelsson. hæð bókhlöðunnar var ekki innrétt- uð fyrir skrifstofur bæjarins, sem margur er undrandi á) heldur byggja yfir viðbygginguna og fá með því stóraukið húsrými með geymslum, sem manni virðist skorta, eftir stiga- göngum að dæma. T.d. eru pappírs- og eyðublaðabirgðir svo að segja fyr- ir fótum þeirra sem um ganga. Lýsir það best ástandinu. Þá væri ekki vanþörf á að bæla hreinlætisaðstöðuna fyrir það fólk sem þama vinnur. Eins og nú er háttað verður að hlaupa af efstu hæð hússins niður á neðstu, og er þetta reyndar búið að vera svo í mörg ár þrátt fyrir allar heitingar undan- farinna ára. Uppi á þriðju hæð er kaffistofan, eða öllu heldur kró. Þar eru 4 stólar og borð svo fólk sem þama vinnur (12-14 manns) verður að hafa vakta- skipti í kaffitímanum. Allir geta því séð hvemig ástandið er í þeim mál- um.Ef ráðamenn hefðu borið gæfu til að leysa þessi mál á þann hátt sem minnst var á hér að framan, hefði það orðið bænum til sóma og stór sparnaður í náinni framtíð. En það er nú eins og þar stendur: Það er ekki ein báran stök. . Hvað kostar rekstur . bifreiðarinnar? Nú um þessar mundir mun verk- stjórabifreiðin vera í þriðja skipti á verkstæði á um það bil ári og nú hjá verkstæði í Reykjavik. Það væri fróðlegt fyrir bæjarbúa að vita hvað rekstur hans muni kosta yfir árið. Sjálfsagt koma reikningar af verk- stæðum yfir viðgerðir. En hvað um það. Bíllinn verður að vera í lagi áður eri hraðferðir hefjast inn í grjót nám. Það sem hér hefur verið gert að umræðuefni gagnvart meðferð á skattpeningum borgaranna, sem kreist ir em út og margur á erfitt með að greiða, getur ekki talist traustvekj- andi fyrir þá menn sem með þessi mál fara. I síðasta tölublaði UMBROTS birtist á öftustu síðu stutt grein um það, að Þorvaldur Þorvalds son hefði hætt við að hætta sem fræðslufulltrúi á Akranesi. Hið sanna er, að hann hætti á ára- mótum sem fræðslufulltrúi. 1 sama tölubl. er grein sem ber fyrirsögnina „Sjöunda bekk grunnskólans úthýst". Þar er sagt, að Njáll Guðmundsson sé skólastjóri grunnskólans allt upp í 9. bekk. Þetta er auðvitað rangt. Samkvæmt samningi um Fjölbrautaskólann, sér hann um efstu deildir grunnskólans fyrst um sinn og skólameistari Fjöl- brautaskólans er auðvitað skóla- stjóri þess hluta grunnskólans sem upp frá er þ.e. 7. 8. og 9. bekkjar. . Næsta haust er fyrirhugað að flytja 7. bekk grunnskólans nið ur í barnaskóla, og þá verður Njáll Guðmundsson að sjálf- 1 UMBROTI var sagt frá að tekinn væri upp nýr þáttur sem væri skoð- unarferðir bæjarstjómar. Það er áreiðanlega rétt stefna, ef það gæti orðið til þess að afstýra vafasömum framkvæmdum í tíma, svo ekki hljót ist tjón af og þeir menn sem teljast eiga að sjá um verk geri það, sem fyrir þá er lagt af þeirra yfirboður- um. Við sjáum til hverju fram vindur. 1 janúar 1978. Karl Benediktsson Bygginga- nýjung Komið er út hjá rannsókna- stofnun byggingaiðnaðarins rit um „loftblendiefni í stein- steypu“ og „þjálniefni í stein- steypu“. Niðurstöður þeirra rannsókna sem gerðar hafa ver- ið sýna að með því að nota loftblendi og þjálniefni 1 steypu er hægt að spara vatnsnotkun í steypu sem hefur í för með sér aukin styrkleika, ofnotkun loft- blendiefna leiðir hins vegar til minnkandi styrkleika í steypu. Veðrunarþol steypu er mjög háð loftinnihaldi hennar þann- ig að þótt brotstyrkleiki steyp- unnar sé aukinn um helming þá eykur það ekki veðrunarþolni hennar nema því aðeins að loft- innihald hennar sé nægilegt. Óvarin veðrunarþolin steypa þarf að hafa minnst 3,5-5% loftinnihald. Titrun veldur minnkun á heildar loftinnihaldi steypu, með 25 sekúnda titrun getur loftinnihald steypunnar minnkað um allt að helming. Einnig eru komin út hjá rann sóknastofnuninni rit um „vetr- arsteypu“, „ástandskönnun ein angrunarglers“ og „naglhald þaksaums." Nánar verður getið um þessi rit síðar, en þau eru til á skrif- stofu byggingafulltrúa þar sem öllum er heimilt að kynna sér innihald þeirra. — R.K. sögðu skólastjóri yfir þeim ár- gangi, auk þeirra sem fyrir eru. Með þökk fyrir birtinguna. Þorvaldur Þorvaldsson, kennari. Aths. ritstj. I sambandi við fréttina um að Þ.Þ. hefði hætt við að hætta, skal þess getið að blaðið hafði þær upplýsingar frá bæjar- stjóra. Hér virðist því hafa ver- ið um að ræða misskilning milli hans og fræðslustjóra. Hvað viðkemur seinni lið leið réttingarinnar er rétt að það komi fram, að í samtali sem blaðið átti við Njál Guðmunds- son kom fram að hann telur sig eiga að vera skólastjóra grunnskólans alls, þ.e. 1.—9. bekk. Samkv. þessu eru þeir því alls ekki sammála um það atriði N.G. og Þ.Þ. Annars væri gaman að fá úr þessu skorið af réttum aðilum. Aflafréttir Afli línubáta í janúar: Fagurey kg- 85.330 Sjóf. 17 Grótta 99.300 18 Haraldur 65.130 12 Rán 55.730 15 Reynir 96.210 17 Sif 55.230 13 Sigurborg 86.170 16 Sigurvon 64.820 13 Togarar: Haraldur B. 222.902 3 Krossvík 243.729 3 Loðnulandanir í jan.: kg. Víkingur 1.160.370 Isafold HG 209 244.370 Helga Guðm. BA 77 253.710 Lögreglan fær að vera áfram 1 síðasta UMBROTT var skýrt frá því að bæjaryfir- völd hefðu sagt lögreglunni upp húsnæði því, sem þeir eru nú í. Nú hefur náðst samkomu- lag milli bæjarfógeta og bæj- aryfirvalda um að lögreglan fái að vera í umræddu hús- næði næstu tvö árin. Þá má geta þess að fengist hefur vilyrði fyrir því, að lögreglan taki upp vaktir all an sólarhringinn frá og með 10. mars nk. Akranes — nærsveitir Ný verislun Opið alla virka daga kl. 1—6, nema laugard. kl. 9—12 Á boðstóium er úrval reyrhúsgagna Grísk furuhúsgögn í eldhús og borðstofu G.M. sófasett með borðum í stíl Loftljós, hengi og sitthvað fleira. Verslunin ÁSBERG sf. Skólabraut 25a Leiðrétting 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.