Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 10

Umbrot - 15.02.1978, Blaðsíða 10
UMBROT Miðvikudagur 15. lebróar 1978. Verð kr. 120 Nýlega var opnuð á Akranesi verslun sem ber nafnið Verslunin Ásberg sf. Eigendur hennar eru Guðlaug Vestmann, Guðjón Á. Jónsson og Grétar Jónsson. Ásberg sf. verslar með húsgögn og er aðal uppistaðan reyrhús- gögn. Einnig eru á boðstólnum bastvörur ýmisskonar. — Versl- unin er opin alla virka daga kl. 1—6 og á laugardögum kl. 9—12. (Ljósm.: Sigurbjörn) Fyrir stuttu var opnuð hárgreiðslustofa að Kirkjubraut 4. Ber hún nafnið Hárgreiðslustofan ELLA. Eigendur stofunnar eru Elín Jónsdóttir og Klara Sigurðardóttir. Elín er meistari, en Klara er í námi. Hárgreiðslustofan er opin alla daga kl. 9—6, nema þriðjudagsmorgna, en þá er Elín með verklega kennslu í hárgreiðslu í Fjölbrautaskólanum. Þó er tekið á móti pöntunum á þriðjudagsmorgna í síma 2244. Á laugardögum er opið kl. 9—1. (Ljósm.: Sigurbjörn) Lofsvert framtak fþróttabandalag Akraness og Góðtemplarareglan á Akranesi hafa hvort í sínu lagi látið út- búa endurskinsmerki með merkj um félaganna. Merki f.Á. er hvítt að lit með lími á bakhlið og er auðvelt að líma þau á föt og taka af aftur án þess að nokkuð sjái á föt- unum. Merki Góðtemplararegl- unnar eru úr málmi með nælu og eru rauðgul að lit. Oft er erfitt að fá böm og unglinga til að bera endurskins merki, en með því móti að þau jafnframt beri merki vinsælla félagasamtaka, þá verður þetta auðvelt og jafnframt vinsælt. Ekki er nokkur vafi á að notk- un endurskinsmerkja hefur forð að mörgum frá slysum. Umferðanefnd Akraness þakk ar fyrmefndum félagssamtök- um, fyrir þetta lofsverða fram tak og hvetur alla, bæði eldri og yngri til að nota endurskins- merki. Færri slys er allra hag- ur. Umferðanefnd Akraness. Harður árekstur 5. febr. sl. varð harður bif- reiðaárekstur á gatnamótum Þjóðvegar og Innnesvegar, er fólksbíll ók í veg fyrir sendi- ferðabifreið. Fólksbíllinn kast- aðist langar leiðir og er hann talinn ónýtur. Ökumaður slapp lítið meiddur. Sl. haust varð alvarlegt um- ferðarslys skammt frá þessum stað. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort hér sé ekki óþarf- lega mikið af gatnamótum sem þessum og hvort ekki sé tími til kominn að auka verulega alla umferðagæslu og umferðar- merknigar og jafnvel að koma upp umferðaljósum á ákveðnum gantamótum. 1 haust var haldin hér umferð arvika. Einn liður á þeirri viku var verulega hert umferðagæsla og virtist hún gefast vel. Því hlýtur það að vera rökrétt ályktun, að stórbæta þurfi um- ferðargæslu allt árið, en ekki eina til tvær vikur á ári. Akra nes er ört vaxandi bær og um ferð vex að sama skapi, og því er ekki hægt að halda sig við umferðargæslu sem e.t.v. var í góðu lagi fyrir 10 árum. Þá hljóta bæjaryfirvöld að verða að gera sér grein fyrir því, að þegar unnið er að nýju skipulagi fyrir bæinn, verði þannig frá því gengið að um- ferð sé sem greiðust um bæinn og geti gengið fljótt og örugg- lega fyrir sig. 6 taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins Sl. sunnudagskvöld rann út frestur til að skila framboðum til prófkjörs Alþýðuflokksins á Akranesi við bæjarstjómarkosn- ingarnar í vor. Samkv. upplýsingum for- manns fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna á Akranesi, Jó- hannesar Jónssonar, bárust eft- irtalin framboð. Guðmundur Vésteinss. í 2. sæti. Ríkharður Jónsson í 1. og 2. Rannveig Edda Hálfdánardótt- ir í 3. sæti. Skúli Þórðarson í 1. 2. og 3. Sigurjón Hannesson í 1. 2. 3. 4. Þorvaldur Þorvaldsson í 1. og 2. Prófkjörið fer fram 4. og 5. mars og verður kosið um 4 efstu sætin. Kútmagakvöld Þyrils Hið árlega ,,Kútmagakvöld“ Kiwanisklúbbsins Þyrils verður haldið föstudaginn 17. febr. nk. í.Hótel Akranes og verður hús- ið opnað kl. 19. Hinn vinsæli matseðill samanstendur af sjáv- arréttum eingöngu eða allt frá rækjum og upp í hval. Auk þess verða skemmtiatriði eins og venja er; m.a. Halli og Laddi, auk ýmissa annarra landsþekktra manna. Gestur kvöldsins er Jónas Guðmunds- son, stýrimaður. Félagar Þyrils sjá um sölu aðgöngumiða, en auk þess fást þeir við innganginn á meðan hús rúm leyfir. Ferja H prýðir Blautós I síðustu viku var gamla sementsferjan dregin frá höfn- . inni og henni valin staður við Blautós. Eins og fólk rekur minni til var gamla ferjan geymd á þessum sama stað í mörg ár og þótti lítil prýði af. Ekkert hefur breyst á þessum árum sem gefur til kynna að meiri prýði sé af í dag og er þetta því afar furðuleg ákvörðun. Fyrir stuttu varð slys um borð í ferjunni, þegar maður féll niður um op og slasaðist hann töluvert. Búast má við að börn og unglingar sækist eftir að fara um borð í ferjuna þar sem hún er nú og gæti hún því orðið slysagildra. UMBROT hafði samband við bæjarstjóra og spurðist fyrir um þetta mál. — Bæjarstjóri sagði að vélar og siglingatæki hefðu verið tekin úr ferjunni og sett í geymslu í áhaldahúsi bæjarins. Komið hefur til tals að panta rafala við vélarnar og nýta þær fyrir vararafstöðvar. Þegar búið var að taka vélarnar, var ferjan orðin svo létt að hætta var talin stafa af henni í höfninni. Því var það ráð tekið að draga hana inn í Blautós og geyma hana þar til bráðabirgða, en fyrirhugað er að selja hana í brotajárn. Hvað slysahættu viðkæmi, sagði bæjarstjóri að reynt hefði verið að ganga þannig frá ferjunni, að óhægt yrði um uppgöngu í hana.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.