Umbrot - 15.03.1978, Side 1

Umbrot - 15.03.1978, Side 1
3. tbl. Miðvikudagur 15. mars 1978 5. árgangur Hitaveitan: Fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt Bæjarstjórn hefur nýlega bor ist bréf frá f jármálaráðuneytinu þar sem fallist er á að fella nið ur aðflutningsgjöld og söluskatt af innfluttu efni vegna bygging- ar aðaldælustöðvar, aðveituæð- ar umfram fyrstuu 15 km. og dælustöðvar vegna stofnfram- kvæmda. Þá er veitunni heimilað að greiða með skuldabréfi aðflutn- ingsgjald og söluskatt af inn- fluttu efni vegna aðflutningsæð ar fyrstu 15 km. Skuldabréfið greiðist með jöfnum árlegum afborgunum, í fyrsta sinn 1984 og greiðast vextir eftir á og Hugleiðing um félags- og œskulýðsmál Sjá bls. 6 ★ Hvað er framundan í dagvistunarmálum? Sjá bls. 5 ★ Hver er alcoholisti og hvernig hagar hann sér? Sjá bls. 7 verða þeir almennir innlánsvext ir banka. Samkvæmt áætlun um sam- eiginlega hitaveitu fyrir Akra- nes og Borgarnes nemur sú upp hæð sem hér er um að ræða, miðað við verðlag í ágúst 1977, 630 Mkr. samtals. Láta mun nærri að hér sé um eftirgjöf á gjöldum að ræða sem nemi 470 Mkr. og lánafyrirgreiðslu sem nemi 160 Mkr. Með þessu móti hefur áætlun hitaveituunnar lækkað úr 3.195 þús. kr. í 2.725 þús. kr. og hag- kvæm lánafyrirgreiðsla fengin fyrir 160 Mkr. til viðbótar. Niðurstöðutölur fjárhagsáætl unar bæjarsjóðs Akraness 1978 eru 695 Mkr. og eftirgjöfin á gjöldunum er 470 Mkr. og sést á þessum samanburði um hve háa upphæð er að ræða. Hvað er annað að frétta af hitaveitumálnm ? Síðan skýrslan um hitaveitu Borgarfjarðar kom út í ágúst sl. hefur verið unnið að því að kynna þetta mál, en jafnframt verið haldið áfram með hönnun og frekari undirbúning. Haldnir hafa verið fundir með þingmönnum kjördæmisins, f jár veitinganefnd o.fl. aðilum og unnið hefur verið að fyrir- greiðslu og fjármagnsútvegun. Þegar er nokkur árangur kom- inn í ljós. Td. lét samgöngu- málaráðherra gera bókun á rík isstjórnarfundi í des. sl. um að hann féllist á að hitaveitan yrði ekki á lánsfjáráætlun yfirstand andi árs að því tilskyldu að þetta verkefni hefði forgang á árinu 1979. Viðræður við fjármálaráðherra hafa borið þann árangur eins og fyrr sagði, að u.þ.b. 75% sölu- Á fundi bæjarstjómar Akra- ness 24. jan. sl. var samþykkt deiliskipulag fyrir svæðið vest- an við Bjarkargrund og norðan við Innnesveg. Á þessu svæði verða 7 fjöl- býlishús, 11 tveggja hæða rað- hús og 19 einnarhæða raðhús, auk hins hýja Grannskóla. skatts og aðflutningsgjalda af efni til aðveituæðarinnar er eft- irgefið og 25% lánað með hag- kvæmum kjörum. Þá hefur verið sótt um f jár- magnsfyrirgreiðslu til að byggja dreifikerfi frá kyndistöðinni við Merkigerði, svo fullnýta megi hana. Kerfi stöðvarinnar verður svo tengt beint inn á hitaveitu kerfið, þegar aðveita að bænum verður tekin í notkun. Með þessu móti verður um 15% af húsrými í bænum tengt inn á kerfi kyndistöðvarinnar. 10% af húsrými er rafhitað og má því segja að þegar þess- um áfanga er náð, er 25% eða einn fjórði hluti af húsrými í bænum upphitaður frá samveitu- Á sama fundi var samþykkt deiliskipulag af iðnaðarsvæði sem verður milli Berjadalsár og Flæðilækjar. Svæði þetta er um 18 ha og ætlað fyrir iðnað sem þarf mikið pláss, svo sem steypu stöðvar og annað slíkt. Bæði þessi svæði eru tilbúin til lóðaúthlutunar. Skipulag samþykkt Myudin er tekin í lok umferðarviku. (Ljósm. ÓI. Árnason.)

x

Umbrot

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.