Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 2

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 2
Valgarður L. Jónsson Einn var sá maður er öðrum Sagt er að maður komi í manlns stað, satt er það, í töl- una verður fyllt. En hverjir fara og hverjir koma, gerir það ekki nokkurn greinar mun? Einn var sá Akumesingur, sem gnæfði yfir fjöldann, eða rétt- ara sagt ruddi brautina; gekk fyrstur. Maður vel af guði gerð- ur, gæddur ótal hæfileikum, sem liggja ekki á lausu, þó að sé leitað. Sá maður, sem ég hefi í huga hét Ólafur B, Björns- son, kaupmaður, útgerðarmað- ur, ritstjóri, forseti bæjarstjórn ar, söngstjóri, stórtemplar, mik- ill áhuga- og starfsmaður kirkjumála. Þessari upptalningu hætti ég, en margt er ótalið. Maðurinn var í fararbroddi í atvinnumálum og félagsmálum. Þennan mann þekkja allir Ak- uhnesingar af verkum hans. Hann var hvergi hálfur í starfi, hann var allra manna kappsam- astur og duglegastur, reyndar ðtrúlegt hvað þessi maður kom miklu áfram, það var afrek. Svo þegar á það er litið að þessi maður bjó allan sinn starfsdag við skerta heilsu. Hver skyldi verða til að ganga í spor þessa manns? Trúlega hafa margir við störfum hans tekið og von- ajndi farnast vel. Ekki skal ég um dæma, reyndar til þess lítt fær. En eins sakna ég, sem enn liggur óunnið af hans störfum. Það er framhald af sögu Akra- ness. Tvö bindi komu frá hans hendi og var vel af stað farið hjá einum manni. Trúlega hef- ur hann átt í handraðanum efni í framhald, þar sem blaðið hans „Akranes“ var o.fl. Það var af- rek útaf fyrir sig hjá Ólafi að gefa út þetta merka blað. Það var vinsælt og útbreitt, því víð lesið og fékk mjög góða dóma mætra manna. Einn var sá þáttur í blaðinu, stórmerkur. Hainn hét „Hversu Akranes byggðist". Þar er mik- inn fróðleik að finna. Þeir eru fleiri en ég, sem haldið hafa blaðinu „Akranes“ saman og sakna þess að ekki skyldi ein- hver góður maður taka þarna við starfi Ólafs, þó vandasamt væri. Það sama má segja með út- gáfu sögu Akranes. Sagt er að hálfnað sé verk þá hafið er. Því mætti ætla að hægara væri við að taka, eln hefja upphafið. Eitt ber að hafa hugfast, að öll munum við óska þess, að framhaldið verði upphafinu líkt, að stíl og formi. Það mundi minna á frásögn þessa fjölhæfa manns, sem gáfurnar og hæfi- leikaJna hlaut í vöggugjöf. Ólaf- ur B. Björnsson var Akranesi tóð framar allt, því fórnaði haníi öllu því sem honum var gefið; er þá mikið sagt, því það var mikið. Slíkir menn eru byggð sinni guðsgjöf; það verður ekki met- ið til fjár það sem slíkir menn eru sínu samfélagi. Ekki það að Ól. B. Bj. hafi verið óumdeild ur í lifandalífi. Það hefði verið eitthvað óvenjulegt, að maður sem stóð í svo mörgu, hefði verið það. Reyndar segir spak- mælið, „óumdeildur maður er einskis virði“. Ég ók oft með Ólaf til Rvík- ur; heyrði og sá hvernig hann rak erindi sitt við hina ýmsu menn. Það er ekki hægt að gleyma þeirn eldmóði, sem í brjósti þessa manns bjó, eða þeirri prúðu framkomu, hún var ákveðin, en elskuleg. Með slíku viðmóti ná menn lengst. Allt gott fólk virðir drengskap og prúðmennsku. Ég sannfærðist um það að Ólafur átti marga og góða vini þar syðra, sem víðar. Ég veit að enn lifa á Akranesi margir sem bera kærleikshug til þessa mæta manns, því er ég viss um það að þeir eru margir sem eru mér sammála, að framhald af því verki sem Óla.fur var byrjaður á, þarf að koma. Nú þarf að taka upp þráð inn, það má ekki dragast lengur. Að sjálfsögðu þarf að finna góða færa menn, eða mann til verksins. Ég tel að Akranes og Akurnesingar standi í það mik- illi þakkarskuld við Ólaf B. Bjömsson að annað sæmi ekki minningu hans, en að taka hér upp hanskann, fyrir hans hönd. Ef honum hefði enst líf og heilsa, þá væm bindin af sögu Flytur Grunnskólinn í K.F.U.M.-húsið? Fyrirsjáanleg eru mikil hús- næðisvandamál hjá Grunnskóla Akrajness á komandi hausti. Fjárveiting til að hefja bygg- ingu nýs skóla á Garðagrund- um er svo lítil að hún dugar rétt fyrir undirbúningi teikn- inga. Ýmsar leiðir hafa verið rædd- ar til að leysa þetta mál og á bæjarstjórnarfundi í gær kom Magnús Oddsson fram með þá hugmylnd, hvort ekki væri hugs- anlegt að skólinn leigði húsnæði KFTJM við Garðabraut í þessu skyni. Magnús talaði einnig um að möguleiki væri á því að KFUM reisti í sumar eina álmu við núverandi húsnæði og með því móti væri hægt að hafa þar þrjár kennslustofur. Akraness fleiri núina. Þetta er sú besta gjöf sem kynslóð gef- ur kynslóð það er sönn saga, þess sem er að hverfa, svo sam tíðarinnar. Ekkert af þessu má brenglast, hvað þá tínast. Fyrir söguþjóð er sagan öll dýrmæt og verður ekki metin í pening- um, hú|n er þjóðinni meira virði en það. Hér þarf að hefjast handa, í anda þess er upphafið átti. Ég teldi svo viðeigandi að í næsta þætti sögu Akraness yrði Ólafs B. Björnssonar minnst, svo sem viðeigandi væri. Allra þeirra margþættu starfa til hug- ar og handa sem hann fómaði þessu byggðarlagi. Yngri kyn- slóðin, sem er að taka við af þeirri eldri, fengi þar að heyra ómetanlegan fróðleik um óvenju fjölhæfan mann, allt hans mikla tillag til Akraness, hver veit nema einhverjir vildu taka sér slíkt til fyrirmyndar, það væri vel. Ég vona að þessi fáu orð verði til þess að fleiri fari í alvöru að hyggja að þessu sjálf sagða framfaramáli, sem mörg- um er trúi ég að skapi, ef svo verður þá er tilganginum náð. ALYKTUN Eftirfarandi ályktun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á aðalfundi Sveinafélag málmiðnaðar- manna, Akranesi, sem haldinn var 5. mars 1978: Aðalfundur Sveinafélags Málmiðn- aðarmanna á Akranesi fordæmir harð- lega þá aðför að launþegum í land- inu með setningu laga á Alþingi þ. 16. febrúar sl., þar sem launþegar eru sviptir samningsrétti sínum og samn- ingar frá í vor milli atvinnurekenda og samtaka launþega að engu gerðir. Fundurinn mótmælir því eindregið að ríkisvaldið hafi launakjör almenn- ings í hendi sér og minnir á að efna- hagsaðgerðir hverjar sem gerðar eru verða aldrei til árangurs nema samtök launþega geti fallist á þær. Fundurinn harmar að á miðju samn- ingstímabili skuli launþegasamtökin neydd út í hatramma kjarabaráttu. Næsta tbl. UMBROTS kemur út 12. apríl nk. — Efni í það blað þarf að hafa borist blaðstjórn fyrir 4. apríl nk Vorum að fá nýjar sendingar af pkkumobil 1 j^rSvSTEM leikföngum , VERSLUNIN OÐINNhp 2

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.