Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 3
DAGHEIMILI OG LEIKSKÓLI Ég undirrituð vil með örfá- um orðum sýna þakklæti mitt fyrir afnot af bæði dagheimilinu og leikskólanum. í nokkur ár hef ég haft tæki- færi til að hafa börnin mín á þessum stofnunum hálfan dag- inn, en nú eru þau bæði hætt vegna aldurs. 1 þessum tveimur skólum fengu þau tækifæri til að leika sér með öðrum börnum, og taka tillit til annarra. Þar nutu þau kennslu menntaðs starfsfólks í föndri, leikjum, söng svo eitt- hvað sé nefnt. Við vitum öll að dagheimili, leikskólar og gæsluvellir koma aldrei í staðinn fyrir heimili, en eigi að síður geta þeir veitt ómetanlega hjálp og aðstoð. Utan þess lærdóms, sem börnin nema, þá losna þau þar flest við feimni sína. Þar gera þau sér betur grein fyrir því, að þau eru ekki ein í heiminum og verða að hlýða vissum regl- um, og taka tillit til annarra. Ekki má gleyma nauðsyn þessa skóla fyrir útivinnandi foreldra. Við aðstæður eins og við bú- um við í dag í efnahagsmálun- um. eru flest hjón nauðbeygð að vinna bæði úti, nema því að- eins að annar hvor aðilinn sé hátekjumaður. Fyrir um það bil 10 árum, þá talaði ég stundum við fólk um þörf fyrir leikskóla hér, en þá átti ég sjálf engin börn. Við- brögð flestra urðu á þann veg að of lágt væri lagst að láta ala börnin sín upp fyrir sig. Þannig voru sjónarmið margra þá, þeir áttu erfitt með að skilja að sérmenntað fólk hefði hæfi- leika og þekkingu til að vekja eitthvað í barninu sem foreldrar gætu ekki. Fyrir tvær síðustu bæjar- stjórnarkosninga var í öllum kosningablöðunum lýst þörf á aðgerðum í dagvistunarmálum, og nú líður senn að þeim þriðju. Þess vegna er það mér stórt undrunarefni í ljósi nýfram- lagðrar fjárhagsáætlunar bæj- arins, hvers vegna bæjarstjórn Akraness treystir sér ekki að ljúka við leikskólann, við Skarðsbraut. Ég veit ekki betur en leik- skólinn í Borgarnesi og í Ólafs- vík, sem gerðir eru eftir sömu teikningunni og Skarðsbrautar- skólinn séu um það bil að hefja rekstur, þó bygging þeirra hæf- ist ekkert fyrr en hér á Akra- nesi. Þó ríkisframlag hafi ekki nægt til að ljúka skólanum, þá hefði átt að finna ráð að Ijúka við bygginguna, og hefja starf- semina á vori komandi. Hvar er nú viljinn? Hefur ekki áður verið fram- kvæmt hér þó ríkisframlag kæmi síðar? Eru ekki 60-70 börn á biðlista í leikskólanum ? Ég er nemandi í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi og á eitt barn. Ég fæ mitt barnameðlag og borga 17. þús. kr. (fyrir hækkun 1. mars) fyrir barn mitt á Dagheimilinu, fyrir gæslu all- an daginn. Eins og geíur að skilja kost- ar dálaglegan skilding að vera í skóla. Það er ýmiss kostnaður, námsbækur, sem eru alls ekki gefnar í dag og skólagjöld og þar að auki þurfum við að borða og við þurfum líka húsaskjól. Fjölbrautaskólinn var, að því er ég best veit, einnig stofnað- ur fyrir fullorðið fólk, til þess að það mætti auka við sig meiri sviðum. Hafa þó nokkrir not- fært sér þennan möguleika. Þó svo að ég og fjölmargir aðrir séu á vægari dagvistunar gjöldum fyrir okkar börn, dug- ar meðlag og mæðralaun rétt fyrir dagvistunargjöldunum. Það hlýtur að vera hægt að finna viðunandi lausn á þessu vandamáli, sem með áframhald- andi þróun, verður stórt vanda mál á komandi árum. Á ég sér staklega við einstæða foreldra í námi svo og fjölskyldufólk. Ég hef heyrt um þó nokkur dæmi af fólki sem hefur farið fram á slíka lækkun, en sára- fáir hafa fengið viðunandi lausn. Nú er flest af þessu fólki Akurnesingar eða þeir sem eiga Ekki hefur leikskólinn verið mikill baggi rekstrarlega á bæj- arsjóði, því hvergi hafa gjöld verið hærri en hér, jafnvel þó tekið sé tillit til lengri rekstrar- tíma. Einmitt í ljósi þessa og fleira er það von mín að leið finnist til að ljúka leikskólanum fyrir vorið. Að lokum vil ég endurtaka þakkir mínar fyrir alla þá hlýju, umhyggju og kennslu, sem börnin mín hafa orðið að- njótandi bæði á dagheimilinu og í leikskólanum. Um leið vil ég hvetja bæjarbúa til að kynna sér hvað fram fer í þessum skólum, og hinn mikla áhuga sem ríkir hjá starfsfólki þess- ara stofnanna. Kristrún Jónsdóttir. lögheimili hér, og komum því flest til með að starfa í þágu bæjarins, þegar okkar námi lýk ur, sem trésmiðir eða sjúkralið- ar svo dæmi séu nefnd. Ég og sjálfsagt margir aðrir hafa álitið fram að þessu, að hlutverk bæjarstjórnar væri að stuðla að bættum kjörum bæjar- búa. Ef bæjarstjórn treystir sér ekki til að gera eitthvað raun- hæft í þessu máli, er sjálfsagt kominn tími til að skipta um bæjarstjórn. Fjölbrautaskólanemi. Orðsending frá Norrœnafélaginu Þeir sem hafa fengið senda gíró- seðla til innheimtu félagsgjalda, sem eru nú kr. 1200- eru vinsamlegast beðnir að innleysa þá sem fyrst. Að þessu sinni eru skrifuð á seðlana árgjöld þeirra, sem skulduðu fyrir sl. ár, þá kr. 700-. En þar sem nokkrir þeirra hafa þegar greitt það til undir- ritaðs gjadkera félagsins, eru þeir beðnir að strika yfir þá upphæð kr. 700- á gíróseðlinum og greiða bara prentuðu töluna, kr. 1.200-. Nýir félagar geta gerst meðlimir og fengið félagsskírteini hjá undirrituð- um, svo og upplýsingar um starfsemi félagsins. Guðmundur Björnsson, Jaðarsbraut 9, sími 1771. Til hamingju Þá loks rann upp sú stund, að Dvalarheimilið Höfði yrði tekið í notkun, og er það okkur eldra fólki mikið fagnaðarefni. Einn ber þar þó skugga á, að ekki skildi boðið til vígslu- fagnaðar þeim manni, sem einn mestan þátt hefur átt í lausn mála eldri fólks á Akranesi hing að til, en það er hinn gamal- kunni Akurnesingur Rafn Sig- urðsson, forstjóri D.A.S. Hrafn istu, en á undanförnum árum hafa dvalið á Hrafnistu yfir þrjátíu manns frá Akranesi, og notið þeirrar frábæru þjón- ustu, sem hér er veitt. Það er lítil reisn í þessum aðfluttu piltum, að minnast ekki okkar, sem svo gjarnan hefðum kosið að eiga okkar ævi kvöld á heimaslóðum. Heyrt hef ég fyrir satt að Hrafnistuheimilið hafi sent góða gjöf til Höfðaheimilisins og for- ráðamenn okkar hafi óskað eft- ir að fá að vera við opnunina. Vistmaður á D.A.S. Hrafnistu. TIL FERMINGAGJAFA SMIRNA veggteppi og púðar Einnig skemmtilegar sauma- körfur Hannyrðaverslun Margrétar Sigurjóns Var að fá ódýrar flauels- buxur, skyrtur og peysur á böm og fullorðna HannyrðaJverslun Margrétar Sigurjóns Húsgögn Ný sending reir- og furu- húsgagna: Sófasett — stólar — borð rúm og náttborð Símaborð — ruggustólar o.fl. Versl. ASBEKG Skólabraut 25a Smá umhugsunarefni fyrir bæjarstjórn BÍLAVORUBÚÐ Opið tii Ul 7 tr / B«w»sur frf. □ Or < i Í | ?1?J □ Esjubraut ? □ 0 c o- [ Dn 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.