Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 6

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 6
Flemming Jessen: Hugleiðing um félags- og æskulýðsmál börnum okkar, taka þátt í leik þeirra og áhugamálum og um fram allt að oplna heimilin fyrir þau og þeirra félaga. En ekki eins og allt of víða er, heimilið er lokað, allt er svo dýrt og fínt að ekki má drepa niður fingri. Á. sl. ári kom fram sú tillaga í hreppsnefnd, að ráðinn skyldi æskulýðsfulltrúi. Af ráðningu þessari varð þó ekki, að sumra dómi sem betur fer. Mín skoðun er sú, að nær sé að veita þessum peningum til þeirra félaga sem að æskulýðsmálum starfa, þannig að hægt sé að greiða þeim sem þar starfa smá um- bun. Því meðan ekki eru fleiri sem sinna þessum málum, er varla hægt að ætlast til að þar sé unnið kauplaust. Nei, hér þurfa fleiri að koma með, bæði unglingar og fullorðnir. Eftir því sem hópurinn verður stærri, sem að þessum málum vinnur, verður starfið öflugra og far- sælla. Foreldrar! Verum til taks, tökum þátt í starfi. Styðjum unglinga til starfa, það hafa þeir sýnt og sannað, að þeim er vel treystandi, látum þau takast á við verkefnin, en mötum þau ekki. BYGGINGANÝJUNG Eftirfarandi grein birtist fyr ir stuttu í blaðinu lv(>t)IJLI., sem gefið er út í Borgarnesi. Höfundur hennar er Flemming Jessen, kennari í Borgamesi. Þetta er athyglisverð grein og þótt hún sé skrifuð með Borgames í huga, á hún jafn mikið erindi til Akumesinga, því vandamálið er nákvæmlega það sama hér. Flemming Jessen hefur góð- fúslega veitt UMBROTI leyfi til að birta þessa grein og er hon- um þakkað fyrir það. Það þarf að ráða æskulýðsfull- trúa! Okkur vantar félagsheimili! Gera þarf meira fyrir æskuna! Setningar sem þessar sjáum við æði oft, bæði frá ungum sem öldnum En hvers krefst þetta sama fólk af sér og hvað er það tilbúið að leggja af mörk um. Af reynslu minni hér í bæ að félags- og æskulýðsmálum, er sá hópur lítill sem leggur þess um málum lið. Það er heldur heimtað og krafist mötunar frá eilnhverjum fulltrúum eða fræð- ingum, í stað þess að leggja eitthvað af mörkum sjálfur. Á síðustu árum hefur mikið verið gert hér fyrir börn og ungl inga. Aðstaða til iðkunar í- þrótta hefur verið stórbætt með stórum og glæsilegum velli. Nýtt íþróttahús verður brátt tekið í notkun, þar sem aðstæð- ur til að iðka sund og aðrar i- þróttir stórbatna, auk stór- bættra möguleika til annarra tómstunda. Ef vikið er frá íþróttum, má nefna skátafélag, sem starfað hefur með miklum blóma nú síðari ár og ekki má gleyma félagslífi í skólanum. Þar er nú í hverri viku, jafnvel oftar, eitt hvað um að vera, s.s. opið hús, plötukynning, diskótek, félags- vist, bridge o.fl. Hafa ber í huga að á síðari árum hefur verið varið mikl- um peningum til félagsmála, þ.e. styrkir til félaga sem hafa æskulýðsmál á stefnuskrá sinni, auk þess sem varið er miklum fjárhæðum til uppbyggilngastaða fyrir unga sem eldri. Nei, það er nóg gert fyrir æsk una og það þýðir ekki sífellt að hrópa. Að mínum dómi hefur upp- eldið brugðist. Lífsgæðakapp- hlaupið, það er hugsunin, að það sem nágranninn á, það verð ég að eignast líka, jafnvel einn meira. Til þess leggur fólk nótt við dag. En hvar eru börnin. Jú, sum komast í leikskóla, og önnur eru sett í einkagæslu. Þau sem á hvorugan staðinn komast eru hér og þar, eða eins og ég kalla þau „lyklaböm". Okkur sem uppeldi önnumst, ber að kenna bömum okkar að vita það sem gert er og til er hverju sinni, en ekki ala upp til þess eins að krefjast og van- þakka. Okkur ber að kynnast Komið er út hjá Rannsóknar- stofu byggingariðnaðarins rit um „ Vetrarsteypu“, Ástands- könnun einangrunarglers" og „Naglhald þaksaums". I þessum ritum kemur meðal annars fram nauðsyn þess að nota hraðsement og heitt vatn í steypu á vetrum, eininig nauðsyn þess að draga úr vatnsnotkun eins og kostur er,á þetta bæði við um sumar- og vetrarsteypu, enda getur of mikil vatnsnotk- un minnkað styrkleika steypunn ar um meira en helming. Eilnnig er þess getið að steypa þarf að ná minnst 60 kg/sm2 styrk áður en hún frýs svo hún skemmist ekki en þessum styrk nær steypa S-200 við 2°C eftir 4i/2 sólarhring og S-400 eftir iy2 sólarhring, svo dæmi séu nefnd. Fram kemur að einangrunar- gler frá 1973 og síðar virðist endast vel, en gler frá 1969- 1972 hefur bilað mikið en Cudo gler frá 1966-1969 hefur reynst mjög vel. Rúðum sem snúa milli suðurs og vesturs virðast hættast við skemmdum. Stórum rúðum er hætt við ofreynslu í ofviðrum. S|vignun stórra rúða verður mikil og þá er hætt við að kant samskeyti gefi sig. 1 slíkum til- fellum þurfa rúður að vera þykk ari en þær hafa verið hingað til. Einnig hefur þess orðið vart að gluggapóstar séu of grann- ir í stórum gluggum. Frágang ur við ísetlningar virðist í sum- um tilfellum vera verulega áfátt. Mikilvægt er því að velja ekki of þunnt gler í einangrunarrúð- ur sem eru áveðurs og vanda þarf ísetningu. Nýframleitt, límt einangrunar gler frá hérlendum verksmiðj- um stenst allar venjulegar gæða kröfur. Varðandi tilraunir með þak- saum kemur í ljós að sléttur þaksaumur hnikktur, hefur ekki sama hald og þverriflaður þak- saumur og snúinn óhnykktur þaksaumur hefur ríka tilhmeig ingu til að dragast út, en sé hann hnykktur reynist hann betur en þverriflaður þaksaum- ur. Rétt er að hafa í huga að mikilvægt er að borð þau sem neglt er í séu heil og órifin. Auk þess þurfa þau að vera vel negld við sperrurnar, því ainn- ars er til lítils að negla plöturn ar vel. Rit þau sem hér hefur verið getið, fást hjá rannsóknarstofn hjá byggingariðnaðarins. Einnig eru þau til á skrifstofu byggnga fulltrúa, þar sem öllum er heim ilt að kynna sér innihald þeirra nánar. RK IBÚÐ ÓSKAST Þriggja tíl finun herbergja íbúð eða einbýlishús óskast til leigu nú þegar eða í síðasta lagi 15. maí. Upplýsingar í síma 1033 Æ's, HÚS- EIGENDUR [0 ti | wwrri'] varanleg álklæðning, á þök, loft og veggi-úti og inni. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum, auðveldar í uppsetningu, þarf aldrei að mála, gott að þrífa, og gefa fallegt útlit.Tilvalið á ný hús, gömul hús, stór hús, lítil hús, lek hús og öll hús sem þörf er á góðri varanlegri klæðningu. Aukin einangrun, sparar hitakostnað. Vandið valið og setiið k^ssmmi á húsið. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við íslenskar aðstæður. Hafið samband við okkur og fáið upplýsingar, verðtilboð og góð ráö. INNKAUP HF ÆGISGÖTIJ 7 REYKIAVÍK. SIMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 i SÖLUSTIÓRI: HEIMASfMI 71400. Umboösmaður á Akranesi: Guömundur J. Hallgrímsson 6

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.