Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 7

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 7
Hver er alcoholisti og hvernig hagar hann sér? Þetta er spurning sem ég ætla að reyna að leitast við að varpa ein- hverju ljósi á. Alcoholismi er í dag mesta heilbrigðis- og þjóðfélagsvanda- málið, sem við eigum við að etja og tel ég því brýna þörf á að við höld- um vöku okkar vel gagnvart þessum hroðalega sjúkdómi og í þvi skyni erum við saman komin hér. Skilgreining mín á alcoholista er sú að „alcoholisti er maður, sem eftir einn drykk getur ekkert sagt fyrir um sínar næstu gerðir eða athafnir“. 10% af fullorðnum, sem drekka lenda í einhvers konar vandræðum með vini. Hvaða fólk er þetta? Það liggur engan veginn ljóst fyrir, því lítið er vitað um hverjir verða alcohol istar og hverjir ekki. Sumir verða það við fyrsta drykkin, flestir virð- ast þó geta haft stjórn á sinni drykkju fyrstu árin, en síðan fer að halla undan fæti, því alcoholismi er stig- vaxandi sjúkdómur og þegar maður fer að segja: ég verð eða þarf að fá sjúss, þá er viðkomandi orðinn alcohol isti. Nú er málum þannig háttað, að ekki er svo gott að þekkja menn í sundur eftir útliti eða hegðun, jafn- vel við læknisfræðilega athugun. m.t.t. að greina hver þeirra geti verið alcoholisti, þvi enginn munur er þar á, fyrr en alcoholistinn er farinn að sýna merki langvarandi drykkju- skapar, og til að bæta gráu ofan á svart, þá hefur komið í ljós að alcohol istar sem eru „edrú“ sýna sig oft að vera afburða starfskraftar, samvisku- samir og með greindarvísitölu fvrir ofan meðallag. Læknavísindin hafa um árabil reynt mikið að rannsaka alcoholista, því við erum áhugavert rannsóknarefni, til að reyna að fá frekari vitneskju um þennan sjúk- dóm. Mikið hefur verið rætt um hvort hann sé arfgengur eður ei og eru læknar ekki á eitt sáttir með það. Doktor Bisell, sem er mjög kunn í Bandaríkjunum fyrir athuganir sín ar og lækningu á alcoholisma, telur að svo ég og er ég á sama máli og hún. Þess má geta, ykkur til fróð- leiks, að flest spendýr, önnur en mannskepnan,. drekka ekki vin, nema þau séu neydd til þess. Svo hiá mér í dag vaknar sú spuming, hversu æðri maðurinn sé öðrum skepnum jarðarinnar? Hvað arfgengi snertir, ætla ég ekki frekar að fara út í að sinni, en það er efni í heilan fyrir- lestur. Flestir okkar byrja upprunanlega að drekka öðru hvoru, til að slaka á, skapa sér vellíðan, losna við kvíða og feimni og þar fram eftir götunum. Fljótlega finnst okkur við ekki geta slakað á eða farið á mannamót, án þess að fá sjúss og á svipuðum tíma eykst okkar drykkjuþol. Síðan fer að bera á tímabundnu minnisleysi eða blackout. Undir þeim kringum- stæðum getur maður framkvæmt alls kyns hluti, án þess að muna það eftir á. Algengt er í blackouti að maður fái símadellu, hringi í vini og kunningja án þess að muna það siðar og einnig er kaupæði mjög al- gengt og margur hefur rankað við sér í ókunnu rúmi með ókunnan kvemnann sér við hlið og í kring er allt fullt. af hlutum, sem keyptir hafa verið og maður man ekkert 'hvað skeð hefur. Ég vil skjóta því hér inn, að ég tel þann mann alcoholista, sem hefur upplifað algjört minnisleysi. Nú ástandið versnar. Maður verð- ur háðari og háðari alcoholinu, getur sjaldan lengi án þess verið, byrjar að drekka í laumi. Felur það víðs vegar heima fyrir, í eða tmdir rúmi, inni í skápum, í hinum og þessum ílátum, í geymslunni, kjallaranum og bilskúrnum og víðs vegar á vinnu stað, allt eftir aðstæðum. Eftir smá- tima er maður orðinn algjör snill- ingur í að fela sitt vín. Á svipuðum tíma er farið að hugsa fram í tim- ann með sína drykkju. Ef fara á út að borða eða skemmta sér, þá er leiðin ekki lögð nema á þá staði, þar sem vin er veitt. Séð er um að kaupa nóg vin til allrar helgarinnar, þó kannski sé ekki áætlað, nema rétt að smakka vín eitt kvöld. Maður sér venjulega um, ef mögulegt er, að vera með næga peninga á sér fyrir víni og svo mætti lengi telja. Mað- ur verður sífellt skapstyggari og skap styggari og æstari á taugum. Við er- um fullir af sjálfsmeðaumkvun, bit- urleika og reiði, sérstaklega í garð fjölskyldu, vina .og atvinnuveitenda, svo og út í okkur sjálfa, þó við ger- um okkur ekki alltaf grein fyrir því. Einnig fer maður að finna upp alls kyns afsakanir fyrir sinni drykkju, eða finna upp ástæður til að detta í það. Er algengt undir þeim kring- umstæðum að koma af stað illdeilum eða rifrildi við sína nánustu eða yfirboðara og svo notum við það sem afsökun fyrir næsta fylliríi. Við er- um uppfullir af sjálfselsku, sjálfs- meðaumkvun og afbrýðisemi, asamt mörgum öðrum skapgerðargöllum og hefur það reynst vel hjá mörgum okkar sem afsökun fyrir drykkju. Um þessar mundir fer heldur að hrikta í viðjum' hjónabandsins hjá allflestum af okkur. Annars vil ég taka undir orð eins frægs alcoholista, sem sagði: „Það er merkilegt, hvað við alcoholistar eigum upp til hópa fjandi góðar kon- ur“. Minnisleysið eykst á þessu stigi og við verðum sífellt háðari vininu, erum famir að missa okkar sjálfs- stjóm meira og meira og drykkjan verður miklu meiri en við ætluðum okkur. Við fömm að forðast vini og kunningja, aðra en drykkjufélaga og erum orðnir áhugalausir um flest annað en að drekka. Nú fer þetta að segja til sín í vinnutapi og peninga- vandræðin fara fljótt að hrúgast upp. Tilraunir til að hætta af sjálfsdáðum og eigin viljakrafti renna sífellt út í sandinn, svo og hin fjölmörgu lof- orð um að hætta drykkju. Næringarástand okkar verður yfir- leitt æ lélegra og lélegra. Við fömm að verða hirðulausir og kærulausir með okkur sjálfa. Það eina, sem kemst að er vínið. Að vakna upp að morgni uppfullur iðmnar, með ógleði skjálfta og uppköst og finnast heim urinn vera á móti sér, verður daglegt brauð og þol fyrir vini fer ört minnk- andi. Á endanum erum við orðnir algjörir hænuhausar, svo við þurfum oft ekki nema 1-2 sjússa til að vera komnir á „skallann". Hjá þeim sem eru túramenn í drykkju, verða drykkjutúrarnir æ lengri og lengri og skapgerð og hugsun okkar brenglast æ meir og meir. Við förum að verða í erfið- leikum með að muna margt, jafnvel einfalda hluti, svo sem tölur, nöfn, stafi og fleira. Okkur fer að standa á sama, með hverjum eða hvar við drekkum og því setur margan „snobb Fjárhagsáætlun AkraneskaupstaSar tyrir árið 1978 var samþykkt I bæjar- stjórn þriðjudaginn 28. febr. sl. Að venju birtir Umbrot helstu niður- stöðutölur áætlunarinnar og skýrir í stórum dráttum hvernig fjármunum þeim er bærinn hefur til umráða verð- ur varið á yfirstandandi ári. Helstu niðurstöðutölur fjárhags- áætlunarinnar eru þessar. Jafnframt eru birtar samanburðartölur frá 1977. Allar tölur eru í þús. kr. TEKJUR: 1978 1977 Fasteignaskattur 90.000 53.000 Lóðaleigur 3.300 2.800 Húsaleigur 3.800 3.200 Vextir 4.500 3.000 Jöfnunarsj. sveitarfélaga (18.000 pr. íbúa) 110.000 77.800 Aðstöóugjald 65.000 42.000 Útsvör 405.000 265.100 Aðrar tekjur 13.. 400 6.800 695.000 453.700 GJÖLD Stjórnun kaupstaðarins 66.410 39.140 Framfærslumál 2.900 2.500 hundinn" ofan, þegar hann er farinn að veltast með „strætisrónunum". Við förum smám saman að vera stöðugt haldnir óskýranlegum kvíða eða ótta, jafnvel án þess að vera að drekka. Hættum að umgangast fólk, lokum okkur hreinlega af og drekkum einir. Erum orðnir and-félagslegir eða „anti-social“, viljum einfaldlega vera í algjörum friði fyrir öllum og gera ekkert nema drekka. Að lokum þverra allar afsakanir og við missum allan viljakraft, ját- um okkar ósigur gagnvart víni og förum að horfa aftur til liðinnar tíðar og segjum: Hefur þetta virki- lega hent mig? Eftir þetta skeður venjulega þrennt. Við verðum vitskertir, endum okk- ar ævi innilokaðir á geðdeildum, eða deyjum hreinlega okkar drottni og er það að mínu mati skömminni skárra. En því þetta? Lausnin er til staðar, svo sáraein- föld, en þó svo erfið fjuir marga okkar, því sjúkdómurinn er marg- slunginn og lævís. Hættu að drekka. Góðir fundarmenn, heldur er þetta ljót mynd og lýsing á mannveru, sem ég hef dregið upp, en hún er sönn og því miður alltof algeng og gerið þið ykkur grein fyrir að það er ekki aðeins viðkomandi drykkju- maður, sem fer í hundana, því að jafnaði standa 4-5 persónur að baki hverjum alcoholista, með sitt lif meira og minna í rúsum. Að lokum vil ég segja þetta til þeirra sem hlut eiga að máli. Mundu það, aö þaS getur enginn fengiS þig til að hœtta aS drekka nema þú sjálfur, og þaS fær þig enginn til aS taka fyrsta drykkinn nema þú sjálfur. Lýðhjálp og lýðtrygg. 98.550 59.230 Menntamál 121.910 74.860 íþróttir og útivera 21.410 12.550 Heilbrigðismál 11.720 5.600 Eldvarnamál 12.580 5.970 Þrifnaður 25.450 16.510 Ræktunarmál 12.630 9.780 Húsakaup og húsaflutn. 2.500 1.500 Viðh. gatna og holræsa 13.870 11.180 Rekstur fasteigna 9.270 4.730 Vextir 32.700 19.380 Styrkir 9.000 4.300 Ýmis útgjöld 13.000 9.190 Rekstrargj. samt.: 453.900 276.420 Fært á eignabr.reikn. 241.100 177.280 695.000 453.700 Stærstu framkvæmdaliðirnir þetta árið eru: Gatnagerð og holræsi 104.500 Skólar 24.000 Dagvistunarstofnanir og barnaleikvellir 18.000 Dvalarheimilið Höfði 60.000 Eldvarnir 10.400 Eftirfarandi erindi flutti Guðbrandur Kjartansson, lækn- ir, á fundi Samtaka áhugafólks um áfengisvarnir, sem haldinn var í Bíóhöllinni 11. febrúar sl. Segja má, að erindi þetta sé nokkurs konar inngangur að viðtali við tvo alcoholista, sem birtast mun í næsta tbl. UMBEOTS, en þar munu þeir m.a. ræða um kynni sín af „Bakkusi“ og þær afleiðingar sem af 'honum geta hlotist. Fjárhagsáætlun 1978 7

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.