Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 9

Umbrot - 15.03.1978, Blaðsíða 9
Karl Benediktsson: „Hafa skal það, sem sannara reynist...” I grein minni í Umbroti 15. febrúar s.l., sagði ég að fargjöld með Akra- borg væru kr. 1.200,- á milli Akraness og Rvíkur, það var ekki rétt, þau voru kr. 1.300,- og bið ég viðkomandi aðila afsökunar, sem stafa af því, að aug- lýsing hefur farið framhjá mér, ef komið hefur, þó flestum hafi fundist nóg komið. Reyndar hefur kvissast að ekki muni vera langt í frekari hækkun, það kemur í ljós ef satt reynist. Það virðist sem engin tak- mörk séu fyrir hvað hægt er að bjóða fólki og gengið á það lagið, að borgað sé orðalaust. Mig langar til, í leiðinni, úr því að mér urðu á þessi mistök, að koma aðeins inná fargjöld ellilífeyrisþega og öryrkja. Fá þeir ekki afslátt af fargjaldi eins og víðast tíðkast? þar á meöal með ms. Herjólfi, sem svo oft er vitnað í, en þar er elli- og öryrkjaþegum veittur helmings af- sláttur af fargjaldi ofan á mikið lægra Starf innan Skagaleikflokks- ins hefur verið mjög öflugt í vetur og urffu sýningar á „Höf- uðbólið og hjáleigan“ alls tólf, og eru þá meðtaldar sýningar utaln bæjarins. Svo hægt sé að gera sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem verður við svið- setningu leikverks, má upplýsa það til fróðleiks, að í dag er út- lagður kostnaður vegna þessa íslenska verks 2,1 Mkr. Sl. haust barst félaginu boð frá Helsingfors í Finnlandi um að koma og sýna gestaleik þar. Nú í janúar barst eiinnig tilboð til Skagaleikflokksins frá Næst ved í Danmörku og var því boði tekið, þar sem það var á allan hátt hagstæðara. Farið verður með Höfuðbólið og hjáleiguna og það sýnt á hátíð í bænum Næstved sem haldin verður 2.- 5. júní nk. Æfingar eru hafnar á ný og hafa verið skipulagðar sýningar víða úti á landi í mars og apríl, en sýningar verða hér í Bíóhöllinni laugardaginn 25. mars kl. 20 og 22,10. 22. apríl verður sett upp vor- hátíð hjá Skagaleikflokknum. Þar munu koma fram skemmti- kraftar og æfingar eru hafnar á stuttum einþáttungum og ef vel tekst til verður mynduð úr þessu skemmtidagskrá til al- memnra sýninga. Þá má geta þess að hafin er undirbúningur að veglegu blaði fyrir bæjarbúa, sem koma mun út á þessu ári. Þar verður kynnt starf leikflokksins, kynn ing á leiklist, auk greina frá leik listarfrömuðum. Námskeið er nú í gangi á veg um félagsins og er það fyrir nemendur Fjölbrautaskólans. Einnig komu förðunarmeistarar fargjald en með Akraborg. Strætis- vagnar veita þennan afslátt og flug- félög í innanlandsflugi. En hvernig er þessu háttað hjá Skallagrími hf. ? — Því er fljót svarað. Þessir aðilar borga eins og aðrir, sem ekki eru á fríu fari eða aðrir borga fyrir ef þeir ætla að fara með. £>ess vegna vil ég spyrja, er ekkert sem heitir sómatilfinning til, hjá þeim sem þess- um málum ráða. Skildi fara um þá einhver sælukennd, að sitja við hlið- ina á þessu fólki sem hefur kannske látið sinn síðasta eyri, til að leita læknis eða heimsækja ættingja. Þetta fólk er ekki á neinu óþarfa flakki. Ætli þeim þætti ekki naumur farar- eyrir sem þetta fólk hefur milli hand- anna, sem er í mörgum tilfellum ekki annað en, ellilífeyrir eða ör- orkubætur, en ferðast sjálfir á fríu fari, ofan á kannski góð laun? Þetta sem hér hefur verið vikið að, sannar kannske best, hvað þarf að frá Þjóðleikhúsinu sl. haust og leiðbeindu í förðim. Grundvöllur þess hve starfið vex og er að verða fjölbreytt- ara er sú aðstaða sem félagið hefur í kjallara Iþróttahússins og má segja að það aðsetur ráði mestu um leikstarfið, þar sem á sl. árum hefur orðið mikil auknilng á eigum og tækjum. ganga langt, þegar jafnvel gamal- menni og öryrkjar fá ekki notið sömu kjara og veitt eru víða annarsstaðar, eins og bent hefur verið á hér að framan, þrátt fyrir, í kringum 100 þúsund króna stvrk frá ríkinu á dag sem duga ekki til að halda þessari útgerð á floti. Af gefnu tilefni ætla ég að koma aðeins inn á gjaldskrá hafnarinnar, það virðist fara í taugarnar á sumum mönnum að ég hef verið að ræða þau mál sem hafa snúið að vöruflutningum með Akraborg sem ekki hafa verið tekin vörugjöld af og rökstutt það með svo mikilli samgöngubót. Ég skal ekki gera lítið úr því, enda dýru verði keypt, og er fordæmt af öllum sem hugsa eitthvað um hag hafnarinnar. Þann 17. febr. sl. kom nafnarverkstjóri niður að höfn á verkstjórabílnum nýkomnum úr 560 þúsund króna viðgerð og nú úr Reykjavík. Erindið var að sýna mér blað með breytingu á gjaldskrá hafn- arinnar, þess efnis, að ekki skuli taka gjöld af vörum eða bílum sem flutt eru með ferjuskipum, undirritað af einum af alþingismönnum okkar og ráðherra Halldóri E. Sigurðssyni, þá vitum við það, ekki þýðir að deila við dómarann. Ég vil þakka verkstjóran- um fyrir þá hugulsemi að sína mér þennan boðskap, sem sýnir hvaða brögðum er hægt að beita við Akur- nesinga fyrir þá sök að vörur eru fluttar hér í gegn vestur og norður um land vegna legu staðarins. Um þessa breytingu vissi ég ekki, og hefði ekki trúað að yrði til í þeirri mynd sem raun ber vitni. Af því til- efni ætla ég að sýna með einföldu dæmi, ef það gæti gefið bæjarbúum litla mynd af hvernig þessi boðskapur virkar. Nú fyrir stuttu var viðtal við sveitastjóra Þorlákshafnar, þar sem meðal annars kom fram að vöruflutn- ingar, á bílum að mestu, með ms. Herjólfi sennilega mest fyrir Vest- mannaeyinga um 7000 tonn. Ef við segðum að Akraborg flytti sama magn en hún fer í kringum 700 fleiri ferðir á ári en Herjólfur, hann getur ekki farið nema eina ferð á dag vegna vegalengdar sem er yfir 80 sjómílur fram og til baka en eins og kunnugt er, fer Akraborg þrjár ferðir á dag og fjórar á sumrin. Vörugjöld eru á bilinu 210-1230 kr. fyrir 1000 kg. Ef við reiknum með að 4000 tonn væru í 445 króna flokki, þá er vörugjald kr. 1.780.000,00 og 3000 tonn í 210 króna ílokki eru 630.000,00 kr. á þessu myndi höfnin tapa kr. 2.410.000,00. Nú um síðustu mánaðarmót var talað um að Háifoss kæmi hingað með járn í Grundartanga. Háifoss kom ekki, en járnið kom með Akraborg, rúm 70 tonn, vörugjald af þessari vöru er 445 krónur á tonn svo að höfnin hefði átt að fá kr. 31.150,00 og ef skipið hefði komið kr. 56.970 til viðbótar. Þar missir höfnin kr. 88.120,00 af þessu eina skipi, þetta er ekkert einsdæmi, því miður. Þess vegna finnst mér það koma .úr hörðustu átt, þegar einn áf starfsmönnum bæjarins, og það verk- stjóri hafnarinnar, getur varla leynt ánægju sinni yfir að geta sýnt mér þennan boðskap sem ég vil endur- taka þakklæti mitt fyrir, því annars hefðu þessar línur aldrei orðið til, þó mér finnist það varla sæma manni sem er verkstjóri þess fyrirtækis sem stendur í hundraða milljóna króna framkvæmdum og trúlega veitir ekki £>f að fá þær tekjur sem hún á með réítu að fá samkvæmt gjaldskrá, en veifa þess í stað plaggi sem flytur þann boðskap að skerða tekjur hafn- arinnar eins og bent hefur verið á, sem lenda hjá heildsölum og kaup- félögum vestur og norður um allt land og öðrum, sem með skipinu flytja og erlendir aðilar komnir inn í dæmið, þá hefði ég haldið að mæl- irinn væri fullur. Eða hvað finnst ykkur Akurnesingar sem viljið veg og viðgang bæjarfélags okkar sem bestan ? í mars 1978, Karl Benediktsson. Látið dmuminn rætast... NJÓTIÐ LÍFSINS í FERÐ MEÐ SUNNU Nú býður Sunna upp á dagflug til allra eftirsóttustu sólarlandanna. Hvergi fjölbreyttara ferðaval. SPANN MALLORCA - COSTA DEL SOL - COSTA BRAVA - KANARÍEYJAR ÍTALÍA SORRENTO - KAPRÍ - RÓM GRIKKLAND aþenustrendur - eyjarnar rhodos OG KORFÚ - SKEMMTIFERÐASKIP PORTÚGAL ESTORIL - LISSABON Skrifstofur Sunnu á öllum dvalarstöðum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Barnagæsla og leikskóli með íslenskum fóstrum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Dagflug með rúmgóðum þotum. SVNNA BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 16400 - 12070 - 25060 - 29322 U'mboðsmaður á Akraaresi: Sveinn Guðmundsson Skagaleikflokkurinn: Sýnir í Danmörku 9

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.