Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 1

Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 1
4. tbl. Miðvikudagur 12. apríl 1978 5. árgangur Rey kingaven j ur bama og unglinga Um mánaðarmótin október- nóvember 1976 og mánaðarmót in apríl-maí 1977, fór fram könnun á reykingavenjum barna og unglinga í Barnaskóla Akraness, Gagnfræðaskóla Akraness og Heiðarskóla. Þeir sem stóðu að könnun þessari voru læknarnir Guðmundur Árnason, Guðbrandur Kjartans- son og Reynir Þorsteinsson. Spurningar voru lagðar fyrir 9 ára börn og eldri, en aðeins hluti af 9 ára börnum tók þátt í könnuninni vegna þess að könnun meðal 9 ára barna þótti óþarfi. Tilgangur þessarar könnunar var sá að kanna tíðni reykinga hjá skólaæskunni og athuga hvernig hún breyttis frá hausti til vors og jafnframt að athuga hvort mikill munur væri á reyk- ingavenjum barna og unglinga í þessum skólum og skólum höf- uðborgarsvæðisins, en í Reykja- vík höfðu reykingavenjur barna og unglinga verið kannaðar í apríl 1974 og einnig árin 1959 og 1962. Haustið 1976 reyktu 17,9% 10 ára pilta sígarettur, en eng- inn 10 ára piltur reykti vorið 1977. Engin 10 ára stúlka reykti haustið 1976 né vorið 1977. Engin 11 ára stúlka reykti heldur hvorki haustið 1976 né vorið 1977, en hins vegar reyktu 5,8% 11 ára drengja haustið 1976 og 6,8% vorið 1977. Þá kemur glögglega í ljós í skýrslunni að piltarnir byrja fyrr að reykja og 13 ára reykir um þriðji hver piltur, en aðeins um níunda hver stúlka, það er að segja um haustið skömmu 1 síðasta blaði var grein eftir Valgarð L. Jónsson, þar sem hann f jallaði um Ólaf B. Björns- son og störf hans. I greininni sagði m.a.: „En eins sakna ég, sem enn liggur óunnið af hans störfum. Það er framhald af sögu Akraness. Tvö bindi komu frá hans hendi, og var vel af stað farið hjá einum manni. Trú- lega hefur hann átt í handrað- anum efni í framhald, þar sem blaðið hans „Akranes" var o.fl.“ 1 framhaldi af þessu er rétt að geta þess að á hátíðarfundi eftir að skóli hófst. — Eldri piltar reyktu hins vegar mun minna en 13 ára piltar, en stúlk- urnar reyktu meira því eldri sem þær voru. Haustið 1976 reyktu þrefalt fleiri 13 ára piltar en stúlkur. Haustið 1976 reyktu þrefalt fleiri 16 ára stúlkur en piltar. Reykingar voru því næst ó- breyttar hjá stúlkum eldri en 15 ára frá hausti 1976 til vors Bæjarstjórnar Akraness 16. júní 1964 voru gerðar tvær sam þykktir. Önnur var um það að reist skyldi minnismerki sjó- manna á Akranesi, en hin hljóð aði svo : „Bæjarstjóm Akraness sam þykkir að láta semja og gefa út framhald af Sögu Akra- ness, sem Ólafur B. Bjöms- son hóf útgáfu á árið 1957. Ráðinn verði ritstjóri að verk inu í samráði við eigendur höfundarréttarins og fé varið úr bæjarsjóðl til útgáfunnar.“ 1977, en tíðni reykinga meðal pilta jókst verulega um vetur- inn, og um vorið var reykinga- tíðni lík hjá báðum kynjum. Hvernig stendur á þessu? Staf- ar þessi minnkandi munur á reykingatíðni stúlkna og pilta yfir veturinn af samvistum þeirra ? í umræddri könun kom fram m.a.: Reykingar meðal barna og unglinga eru litlar fram að 14 ára aldri. — Við 13-14 ára aldur f jölgar þeim börnum hlut- fallslega, sem reykja mjög verulega. Piltar byrja reyking- ar fyrr en stúlkur. -— I aldurs- flokknum 15-17 ára reykja nær 40-50% unglinganna, stúlkur þó meira. Á bæjarstjórnarfundi 26. nóv. 1965 voru Guðmundur Svein- börnsson, Jósef H. Þorgeirsson og Guðmundur Björnsson skip- aðir í nefnd til að sjá um fram kvæmd samþykktarinnar. I reikningum Akraneskaup- staðar er færður kostnaður und ir liðnum „Saga Akraness og minnismerki" sem hér segir: Árið 1966 kr. 193.455.91 Árið 1967 — 361.679.88 Árið 1968 — 1.156.50 Alls kr. 546.292.29 Það er fljótsagt, að ekkert hefur gerst í þessu máli. Nefnd in hélt að vísu nokkra fundi, en mun ekki hafa komist að neinni niðurstöðu. Hún mun svo hafa hætt störfum í lok þess kjör- tímabils. Allt það fé sem til þessa verks var samþykkt mun hafa farið í að greiða minnis- merki sjómanna. Það sýnir áhuga ráðamanna bæjarins fyrir þessu merka máli, að ekkert hefur verið gert síðan 1965 og er það miður. Það væri verðugt verkefni stjómmála- flokkanna að taka aftur til við þetta mál og heita því nú fyrir kosningar að þeir muni beita sér fyrir að þetta verk verði unnið og fylgja því síðan fast eftir, en ekki láta það daga uppi eins og því miður hefur gerst. Áframhald á útgáfu þessari mun varðveita sögu Akraness um ókominn tíma og það er ekki svo lítils virði, eða hvað finnst ykkur, ágætu bæjarstjórn armenn ? frh. á bls. 11. SAMÞYKKTIN SEM EKKI HEFUR VERIÐ FRAMKVÆMD

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.