Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 5

Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 5
Æskulýðsstörf - af hverju? Hvert stefnum við í æskulýðsmálum á Akranesi? Guðbjartur Haimesson, tómstundakennari, sem í haust lýkur námi í Danmörku í uppeldisstörfum á dagvistunar- stofnunum fyrir hörn og unglinga, 6—18 ára, hefur sent UMBKOTI eftirfarandi grein um æskulýðsmál á Akra- nesi. Guðbjartur hefur manna best kynnt sér þessi mál hér í bæ og er ástæða til að taka undir þá ósk hans, sem fram kemur í lok greinarinnar, að hægt verði að skapa um þetta áframhaldandi umræðu. Eftir að hafa fylgst allnáið með æskulýðsmálum á Akranesi um nokk urra ára skeið, hæði með þátttöku í skáta- og íþróttastarfi, með setu í æskulýðsráði og með augnagotum úr fjarlægðinni, langar mig til þess að fjalla lítillega um þennan mála- flokk hér, í vonandi víðlesnu blaði hæjarbúa. Stefna í æskulýðsmálum Ég hef eytt í það tíma að kanna hvaða stefna ríkir í þessum málum hér í bæ, hver viljinn sé og áhug- inn. Niðurstaðan er sú að stefnan er engin, ekkert ákveðið markmið, hvorki hjá einstökum stjómmála- flokkum eða bæjaryfirvöldum. Dag- legir atburðir og tilviljanir ráða mjög hvað gert er. Einstakir hópar hafa komið með tillögur og hugmyndir, m.a. æskulýðsráð, en hafa litlu feng- ið áorkað. Um viljaxm ætti maður ekki að þurfa að efast. í stjómmálasamþykkt núverandi meirihluta stóð fögrum orðum að stefna skyldi að bættri að stöðu fyrir æskulýðinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt er nefnt en því miður nær viljinn ekki lengra en að peningapyngjunni —- þar fer stærsti hlutinn af honum og ef út- lit er fyrir stærri útgjöld, fer allt í voða. En þvi miður — í nútíma þjóðfélagi er ekki hægt að komast allt á fögrum orðum og yfirborðs vilja — það þarf oftast fjármagn til. Hvert er vandamálið? Ég nefndi fyrr stefnuleysið. Að- eins nánar um það. Hvað hefur vak- ið umræðu um ástandið í æskulýðs málum? Drykkja unglinga á al- mannafæri. göturáp og tilgangslaust hangs á götuhomum og búðarskotum. Aðstöðuleysi og eyrðarleysi ungling- anna kom skyndilega fyrir sjónir al- mennings og byrjaði að angra sið- prúða bæjarbúa, sem gátu ekki skilið þessa unglinga. Skellinöðrustrákar ullu ókyrrð og friðleysi á kvöldin. Unnin vora skemmdarverk í skólun- um og úti í bæ, flöskur brotnar á götunum o.s.frv. o.s.frv. Hver vom viðbrögðin og hveraig var vandamálið tekið fyrir? Sumir vildu bregðast við af hörku, með boðum og bönnum. Því miður snerust allar lausnir um „hveraig hægt væri að fela vandamálið", hvað getum við gert svo unglingarnir láti ekki svona? Við veitum þeim allt en samt . . . Lengra nær umræðan og skilningur- inn ekki. Þvi miður er vandamálið ekki svona einfalt. Unglingamir eru ekki bara fæddir svona, nei, þeir eru af- kvæmi umhverfis síns og viðbrögð þeirra og hegðun eru svör við þeim aðstæðum sem þeir alast upp við. Það skyldi þó aldrei vera að ungling amir hefðu skilið að hamingjan er ekki eignaöflun, að verðmætin ein eru ekki lífshamingja. Kannski meta þeir meira félagsleg samskipti, tengsl við einhverja sem ekki líta á þá sem ónytjunga og óþurftarverur, jafnvel þó þeim gangi illa í skólanum. Hversu löngum tíma eyða foreldr- ar með hörnum sínrnn, hversu mik- ið vita þeir um þau og hversu mik- inn þátt taka þeir í þeirra starfi? Það er timi til kominn að við hugleiðum hvers vegna unglingamir eru eins og þeir eru? Hvað veldur hegðun þeirra og viðbrögðum? Á Þetta sér einhverjar eðlilegar skýr- ingar? Hafa heimili, skóli og bæjar- félag brugðist einhverjum skyldum? Þegar þessu er svarað getum við rætt hvaS við eigum að gera. Könnum vandamálið Fyrsti liðurinn er að kanna ástand ið, hvert hið raunverulega vandamál er. Könntm á högum unglinga á Akranesi (8. og 9. bekk), sem æsku- lýðsráð er að láta gera. veitir von- andi mikilvægar upplýsingar í þessu sambandi. Annað er að leita ástæðna — hvers vegna — þarna ætti könnunin líka að hjálpa m.a. með upplýsingum um þátt skóla, félagasamtaka og heim- ila og viðhorf unglinganna til þess- ara aðila. Það þarf að gera úttekt á hvað gert er í bæjarfélaginu í dag. Loks er hægt að fara að áætla hvað þarf að gera, hvemig bregðast á við. Sjálfur hef ég ákveðnar skoðanir um ástæður vandamálanna og hef því leyft mér að hafa hugmyndir um lausn. Það sem breyst hefur frá fyrri tíð, er atvinnuástandið og afkoma ein- staklinganna. 1 dag vinna fleiri og fleiri utan heimilis og vinnutiminn er langur. Þetta er bæði afleiðing nýrra hugmynd um stöðu og rétt konunnar, en einnig lífsgæðakapp- hlaupið, krafan um betri lífsþæg- indi og meiri og stærri eignir (en náunginn). Hið fyrra er að minu mati sjálfsögð réttlætiskrafa en hið síðara er komið út í öfgar. Neyslan og eignaöflunin er komin langt fram yfir það sem við, sem þjóð, höfum efni á. Okkur hefur því miður ekki tekist að skapa mannsæmandi laun, sem tryggja öllum góða lifsafkomu með 8 tíma vinnudegi. Okkur hefur ekki tekist að skipta tekjunum jafnt á milli allra, og því eru ákveðnar stéttir sem þurfa að vinna langan vinnudag til að framfleyta sér. Víða hafa rofnað tengslin á milli þeirra fullorðnu og unglinganna. Breytt fjölskylduform og atvinna hafa breytt stöðu bama og unglinga. Siðferðislegar kröfur og gamaldags hugmyndir gegn nýjum hugmyndum hafa myndað vegg á milli þessara hópa á sumum heimilanna, á öðrum er afskiptaleysið algjört og fyrir- myndin engin og hörnin/unglingam ir ganga þar sjálfala um. Ósamræmi á milli orða og athafna gerir böm- unum/unglingunum erfitt fyrir. Hverjir verða svo útundan í þessu kapphlaupi? Auðvitað þeir sem minna mega sín, þ. á m. bömin. Skólinn er ekki þannig búinn að hann geti komið í stað heimilanna, hvergi timi til félagslegrar samveru, öll áhersla lögð á kermslu, og þrátt fyrir góðar tilraunir ýmissa félagasamtaka, þá koma þau ekki í stað þess öryggis og þeirrar mnönmmar sem heimilin geta veitt. Hvernig á þá að bæta úr? Látum okkur útiloka þá lausn, sem margir koma með, að konan eigi að hætta að vinna og fara heim og sinna heimilinu. Slík lausn' stangast á við nútíma jafnréttishug- myndir. Ræðum frekar að stytta vinnutíma beggja og reyna að eyða lengri tima með bömunum og ekki síst að vera með þeim við annað en sjónvarpsgláp að kvöldi dags. Það er ekki nóg að treysta á heimilin. Margir foreldrar eru ein- stæðir, aðrir eiga við ýmis vanda- mál að stríða, sem gerir að þeir hafa ekki tíma eða þrek til að annast börnin sín ein. Við verðum að hafa upp á eitthvað að bjóða þessu fólki og bömum þeirra til aðstoðar. Fyrsta réttlætismálið eru dagheim- ilin, en látum það liggja á milli hluta hér —- sá kafli í bæjarsögunni er efni í margar greinar. Skólinn Annað er stórbætt félagsleg rnn- hyggja og aðstoð í bamaskólanum. Því miður sinnir ríkið þessum þætti ekkert og því verður bæjarfélagið sjálft að fjármagna þetta og skipu- leggja í samráði við skólann. Kenn- ararnir vita vel hvar skórinn kreppir og hverjir eiga í erfiðleikum og hverj ir þurfa umhyggju og aðstoð, en þeir hafa við núverandi aðstæður litla möguleika á að koma til hjálpar. Þeir neyðast til að fóma hluta hóps- ins til að koma fjöldanum áfram. Skóladagheimili Skóladagheimili er óþekkt fyrir- brigði hér í hæ og kannski fjarlægt að ræða slíkt þegar ekki er hálffull- nægt þörfinni á venjulegum dag heimilum. Skóladagheimili er staðtn þar sem bömum á skólaskyldualdri er boðið að dvelja í góðri umönnun menntaðs fólks og við góðar aðstæður fyrir og eftir skólatíma þeirra, á meðan foreldramir eru í vinnu eða börnin hafa þörf fyrir slíka dvöl af öðmm ástæðum. Þetta er staðnr fyrir „lyklabörnin" okkar. Dýrt — já, auðvitað kostar pen- inga að búa vel að bömunum, en sá kostnaður kemur margfaldur til baka ef vel er að slíku skóladag- heimili staðið og okkur tekst að hindra nokkur af alvarlegri áföllum í uppeldinu hér í bæ. Slíkt skóla- dagheimili gæti komið heimilunum til aðstoðar og bætt upp vanmátt margra þeirra. Iþróttæ- og æskulýðsfélög Einn nauðsynlegur hluti af upp- eldi barna og unglinga í bænum er starfsemi félaga- og íþróttahreyfing ar. Þó slík félagsstarfsemi geti aldrei leyst öll vandamál, er þetta nauðsyn- legur hluti af heildinni. Auðvitað verður að gera ákveðnar kröfur til slíkra félaga og líta á hvemig þau starfa og hvaða markmið þau hafa. Leitt er t.d. ef íþróttahreyfingin eetl- ar að gleyma markmiði sínu að veita sem flestum almenna og góða líkam lega þjálfun en þess í stað kæfa allt í keppninni um að eignast toppíþrótta menn. Sama gildir ef bæjarfélagið ætlar að halda áfram að láta þessi félög borga sjálf mestan hluta af starf- seminni, sem þýðir að foreldramir borga þrátt fyrir allt brúsann, bara ekki með opinberum gjöldum til bæj- arins. I þessu sambandi hafa bæjaryfir völd heldur enga ákveðna stefnu og tilviljun ein ræður fjárveitingum til þessarar félagsstarfsemi og engar kröf ur fylgja fjárveitingunni. Æskulýðsheimili En þó að félögin störfuðu öll vel og byggju við góða aðstöðu gætu þau aldrei leyst öll æskulýðsstörfin af hendi. Hér er ég kominn í andstöðu við Flemming Jessen, kennara í Borgamesi, sem skrifaði um æskulýðs mál í 3. tbl. UMBROTS ”78. Við erum sammála um margt eins og þegar má vera ljóst. Nefnum lífs- gæðakapphlaupið og þátt þess í vandamálunum, timaleysi foreldra og það sjónarmið að starfa eigi með bömum og unglingum en ekki mata þá. En ekkert af þessu leiðir til þeirrar niðurstöðu að bæjarfélagið sleppi við að reka starfsemi með unglingunum. Alls staðar þar sem reynt hefur verið að láta starf félaga eitt nægja tómstunda- og uppeldismálum bama og unglinga hefur það mistekist. 10- 40% af bömunuum verða útundan og félögunum hefur ekki tekist að ná til þeirra. Svíar hafa gert ýmsar tilraunir i þessu sambandi, m.a. með að setja nánast ótakmarkað fé í félagsstarf- semi og íþróttafélög. Þrátt fyrir góða aðstöðu og launaða starfskrafta gátu félögin ekki leyst allan vandann, ekki komið í stað starfsemi bæjarins. Þetta ber alls ekki að skilja sem svo, að þeir hafi í engu bætt starfsemi þess- ara félaga — heldur á þetta að undir strika, að bæjarfélagið kemst ekki hjá því að setja í gang starfsemi, frh. á bls. 11 5

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.